Hvatt til óháðrar rannsóknar á lekamálinu Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2014 20:48 Innanríkisráðherra segir ekkert benda til að trúnaðargögnum um hælisleitanda hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu. Þingmenn stjórnarandstöðu hvöttu til þess á Alþingi í dag að óháð rannsókn færi fram á hvaðan upplýsingunum var lekið til fjölmiðla. Umræður um lekamálið svo kallaða hætta ekki og héldu áfram á Alþingi í dag. Innanríkisráðherra segir ráðuneytið hafa kannað málið til hlýtar og velti fyrir sér hvort einhverjar aðrar hvatir lægu að baki umræðunni en umhyggja fyrir hælisleitendum.Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu sífjölgandi hælisleitenda á Íslandi þó margt hefði verið gert til bóta. „En góður og fagur ásetningur er ekki nóg ef á sama tíma er komið fram við hælisleitendur þannig að ekki sé hægt að kalla það annað en fantaskap,“ sagði Valgerður. Og vísaði þar til mála flóttamannsins Tony Omos, en persónulegar upplýsingar um hann láku til fjölmiðla. Innan ríkisráðherra sagði nokkra aðilia fá gögn um hælisleitendur séu úrskurðir Útlendingastofnunar kærðir til innanríkisráðuneytisins. Ítarlega rannsókn hafi farið fram á þessu máli innan ráðuneytisins. „Niðurstaða þessara athugana er að ekkert í gögnum ráðuneytisins bendir til þess að trúnaðargögn hafi verið send til aðila sem ekki eiga rétt á þeim lögum samkvæmt,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Þingmenn Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar hvöttu til að óháðrar rannsóknar á málinu. „Og ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir ráðuneytið og fyrir þennan málaflokk allan að ráðuneytið sé hreinsað af þeim ávirðingum sem hér um ræðir,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.Mörður Árnason varaþingmaður Samfylkingarinnar sagði ráðherra eiga að geta svarað fyrir uppruna minnisblaðsins sem lekið var. „Þeir sem hafa í höndum eins og ég það minnisblað sem hér á að vera um að ræða, sjá að þetta minnisblað er bæði að efni, stíl og áferð komið úr eða að minnsta kosti búið til á þann hátt, að það sé komið úr ráðuneyti eða undirstofnun ráðuneytis,“ sagði Mörður. Innanríkisráðherra hvatti Mörð til að upplýsa þingheim um hvar hann hafi fengið minnisblaðið. „Vegna þess að minnisblaðið sem verið hefur í gangi á ýmsum fjölmiðlum og hér og þar, er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna. Þá læddist að mönnum sá grunur að málið snérist um allt annað en trúnaðarupplýsingar gagnvart hælisleitendum. „Það snúist um pólitík, það snúist um að koma í veg fyrir það að ráðuneytið geti með trúverðugum hætti unnið að þessum mikilvægu málefnum og það snúist um það að koma í veg fyrir það að sá ráðherra sem hér stendur geti innleitt breytingar sem sannarlega er ágreiningur um,“ sagði Hanna Birna á Alþingi í dag. Lekamálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Innanríkisráðherra segir ekkert benda til að trúnaðargögnum um hælisleitanda hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu. Þingmenn stjórnarandstöðu hvöttu til þess á Alþingi í dag að óháð rannsókn færi fram á hvaðan upplýsingunum var lekið til fjölmiðla. Umræður um lekamálið svo kallaða hætta ekki og héldu áfram á Alþingi í dag. Innanríkisráðherra segir ráðuneytið hafa kannað málið til hlýtar og velti fyrir sér hvort einhverjar aðrar hvatir lægu að baki umræðunni en umhyggja fyrir hælisleitendum.Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu sífjölgandi hælisleitenda á Íslandi þó margt hefði verið gert til bóta. „En góður og fagur ásetningur er ekki nóg ef á sama tíma er komið fram við hælisleitendur þannig að ekki sé hægt að kalla það annað en fantaskap,“ sagði Valgerður. Og vísaði þar til mála flóttamannsins Tony Omos, en persónulegar upplýsingar um hann láku til fjölmiðla. Innan ríkisráðherra sagði nokkra aðilia fá gögn um hælisleitendur séu úrskurðir Útlendingastofnunar kærðir til innanríkisráðuneytisins. Ítarlega rannsókn hafi farið fram á þessu máli innan ráðuneytisins. „Niðurstaða þessara athugana er að ekkert í gögnum ráðuneytisins bendir til þess að trúnaðargögn hafi verið send til aðila sem ekki eiga rétt á þeim lögum samkvæmt,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Þingmenn Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar hvöttu til að óháðrar rannsóknar á málinu. „Og ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir ráðuneytið og fyrir þennan málaflokk allan að ráðuneytið sé hreinsað af þeim ávirðingum sem hér um ræðir,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.Mörður Árnason varaþingmaður Samfylkingarinnar sagði ráðherra eiga að geta svarað fyrir uppruna minnisblaðsins sem lekið var. „Þeir sem hafa í höndum eins og ég það minnisblað sem hér á að vera um að ræða, sjá að þetta minnisblað er bæði að efni, stíl og áferð komið úr eða að minnsta kosti búið til á þann hátt, að það sé komið úr ráðuneyti eða undirstofnun ráðuneytis,“ sagði Mörður. Innanríkisráðherra hvatti Mörð til að upplýsa þingheim um hvar hann hafi fengið minnisblaðið. „Vegna þess að minnisblaðið sem verið hefur í gangi á ýmsum fjölmiðlum og hér og þar, er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna. Þá læddist að mönnum sá grunur að málið snérist um allt annað en trúnaðarupplýsingar gagnvart hælisleitendum. „Það snúist um pólitík, það snúist um að koma í veg fyrir það að ráðuneytið geti með trúverðugum hætti unnið að þessum mikilvægu málefnum og það snúist um það að koma í veg fyrir það að sá ráðherra sem hér stendur geti innleitt breytingar sem sannarlega er ágreiningur um,“ sagði Hanna Birna á Alþingi í dag.
Lekamálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira