Smith tryggði Pistons sigur á síðustu stundu | Nowitzki og Durant fóru á kostum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 12. janúar 2014 11:00 Smith tryggði sigurinn. mynd:nordic photos/ap Níu leikir voru í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig fyrir Dallas Mavericks og Kevin Durant 33 stig fyrir Oklahoma City Thunder en það var Josh Smith sem stal senunni þegar hann tryggði Detroit Pistons sigur á Phoenix Suns rúmri sekúndu fyrir leikslok. Smith skoraði 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar en karfa hans af spjaldinu þegar 1,2 sekúndur voru eftir tryggði Pistons tveggja stiga sigur 110-108. Karfan góða ber hæst í tilþrifum næturinnar sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi.Greg Monroe skoraði 20 stig fyrir Pistons og Will Bynum 16. Channing Frye skoraði 21 stig fyrir Suns og P.J. Tucker og Marcus Morris 17 stig hvor. Toronto Raptors batt enda á fimm leikja sigurgöngu Brooklyn Nets þegar Raptors lagði þreytta leikmenn Nets 96-80 í Kanada. Nets lagði meistara Miami Heat í tvíframlengdum leik í gær og skorti úthald í leiknum í nótt en Raptors gerðu út um leikinn í fjórða leikhluta.DeMar DeRozan fór fyrir Raptors með 26 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Terrence Ross og Patrick Patterson skoruðu 14 stig en Patterson tók einnig 12 fráköst. Paul Pierce komst næst því að vera með lífsmarki hjá Nets en hann skoraði 15 stig.Kevin Durant fór að vanda fyrir Oklahoma City Thunder sem batt enda á tveggja leikja taphrinu. Thunder lagði Milwaukee Bucks 101-85 á heimavelli sínu þar sem Durant skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.Serge Ibaka skoraði 17 stig fyrir Thunder auk þess að taka 17 fráköst. Jeremy Lamb skoraði 17 stig af bekknum. Varamennirnir Luke Ridnour og O.J. Mayo skoruðu mest fyrir Bucks, 16 stig hvor.Dirk Nowitzki fór á kostum þegar Dallas Mavericks marði New Orleans Pelicans 110-107 í Dallas. Nowitzki skoraði 40 stig, Monta Ellis 26 og Jose Calderon 17.Anthony Davis skoraði 28 stig fyrir Pelicans og Eric Gordon 20.Úrslit næturinnar:Toronto Raptors – Brooklyn Nets 96-80Washington Wizards – Houston Rockets 107-114Detroit Pistons – Phoenix Suns 110-108Philadelphia 76ers – New York Knicks 92-102Chicago Bulls – Charlotte Bobcats 103-97Oklahoma City Thunder – Milwaukee Bucks 101-85Dallas Mavericks – New Orleans Pelicans 110-107Denver Nuggets – Orlando Magic 120-94Portland Trail Blazers – Boston Celtics 112-104 NBA Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Níu leikir voru í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig fyrir Dallas Mavericks og Kevin Durant 33 stig fyrir Oklahoma City Thunder en það var Josh Smith sem stal senunni þegar hann tryggði Detroit Pistons sigur á Phoenix Suns rúmri sekúndu fyrir leikslok. Smith skoraði 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar en karfa hans af spjaldinu þegar 1,2 sekúndur voru eftir tryggði Pistons tveggja stiga sigur 110-108. Karfan góða ber hæst í tilþrifum næturinnar sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi.Greg Monroe skoraði 20 stig fyrir Pistons og Will Bynum 16. Channing Frye skoraði 21 stig fyrir Suns og P.J. Tucker og Marcus Morris 17 stig hvor. Toronto Raptors batt enda á fimm leikja sigurgöngu Brooklyn Nets þegar Raptors lagði þreytta leikmenn Nets 96-80 í Kanada. Nets lagði meistara Miami Heat í tvíframlengdum leik í gær og skorti úthald í leiknum í nótt en Raptors gerðu út um leikinn í fjórða leikhluta.DeMar DeRozan fór fyrir Raptors með 26 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Terrence Ross og Patrick Patterson skoruðu 14 stig en Patterson tók einnig 12 fráköst. Paul Pierce komst næst því að vera með lífsmarki hjá Nets en hann skoraði 15 stig.Kevin Durant fór að vanda fyrir Oklahoma City Thunder sem batt enda á tveggja leikja taphrinu. Thunder lagði Milwaukee Bucks 101-85 á heimavelli sínu þar sem Durant skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.Serge Ibaka skoraði 17 stig fyrir Thunder auk þess að taka 17 fráköst. Jeremy Lamb skoraði 17 stig af bekknum. Varamennirnir Luke Ridnour og O.J. Mayo skoruðu mest fyrir Bucks, 16 stig hvor.Dirk Nowitzki fór á kostum þegar Dallas Mavericks marði New Orleans Pelicans 110-107 í Dallas. Nowitzki skoraði 40 stig, Monta Ellis 26 og Jose Calderon 17.Anthony Davis skoraði 28 stig fyrir Pelicans og Eric Gordon 20.Úrslit næturinnar:Toronto Raptors – Brooklyn Nets 96-80Washington Wizards – Houston Rockets 107-114Detroit Pistons – Phoenix Suns 110-108Philadelphia 76ers – New York Knicks 92-102Chicago Bulls – Charlotte Bobcats 103-97Oklahoma City Thunder – Milwaukee Bucks 101-85Dallas Mavericks – New Orleans Pelicans 110-107Denver Nuggets – Orlando Magic 120-94Portland Trail Blazers – Boston Celtics 112-104
NBA Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn