Smith tryggði Pistons sigur á síðustu stundu | Nowitzki og Durant fóru á kostum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 12. janúar 2014 11:00 Smith tryggði sigurinn. mynd:nordic photos/ap Níu leikir voru í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig fyrir Dallas Mavericks og Kevin Durant 33 stig fyrir Oklahoma City Thunder en það var Josh Smith sem stal senunni þegar hann tryggði Detroit Pistons sigur á Phoenix Suns rúmri sekúndu fyrir leikslok. Smith skoraði 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar en karfa hans af spjaldinu þegar 1,2 sekúndur voru eftir tryggði Pistons tveggja stiga sigur 110-108. Karfan góða ber hæst í tilþrifum næturinnar sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi.Greg Monroe skoraði 20 stig fyrir Pistons og Will Bynum 16. Channing Frye skoraði 21 stig fyrir Suns og P.J. Tucker og Marcus Morris 17 stig hvor. Toronto Raptors batt enda á fimm leikja sigurgöngu Brooklyn Nets þegar Raptors lagði þreytta leikmenn Nets 96-80 í Kanada. Nets lagði meistara Miami Heat í tvíframlengdum leik í gær og skorti úthald í leiknum í nótt en Raptors gerðu út um leikinn í fjórða leikhluta.DeMar DeRozan fór fyrir Raptors með 26 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Terrence Ross og Patrick Patterson skoruðu 14 stig en Patterson tók einnig 12 fráköst. Paul Pierce komst næst því að vera með lífsmarki hjá Nets en hann skoraði 15 stig.Kevin Durant fór að vanda fyrir Oklahoma City Thunder sem batt enda á tveggja leikja taphrinu. Thunder lagði Milwaukee Bucks 101-85 á heimavelli sínu þar sem Durant skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.Serge Ibaka skoraði 17 stig fyrir Thunder auk þess að taka 17 fráköst. Jeremy Lamb skoraði 17 stig af bekknum. Varamennirnir Luke Ridnour og O.J. Mayo skoruðu mest fyrir Bucks, 16 stig hvor.Dirk Nowitzki fór á kostum þegar Dallas Mavericks marði New Orleans Pelicans 110-107 í Dallas. Nowitzki skoraði 40 stig, Monta Ellis 26 og Jose Calderon 17.Anthony Davis skoraði 28 stig fyrir Pelicans og Eric Gordon 20.Úrslit næturinnar:Toronto Raptors – Brooklyn Nets 96-80Washington Wizards – Houston Rockets 107-114Detroit Pistons – Phoenix Suns 110-108Philadelphia 76ers – New York Knicks 92-102Chicago Bulls – Charlotte Bobcats 103-97Oklahoma City Thunder – Milwaukee Bucks 101-85Dallas Mavericks – New Orleans Pelicans 110-107Denver Nuggets – Orlando Magic 120-94Portland Trail Blazers – Boston Celtics 112-104 NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Níu leikir voru í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig fyrir Dallas Mavericks og Kevin Durant 33 stig fyrir Oklahoma City Thunder en það var Josh Smith sem stal senunni þegar hann tryggði Detroit Pistons sigur á Phoenix Suns rúmri sekúndu fyrir leikslok. Smith skoraði 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar en karfa hans af spjaldinu þegar 1,2 sekúndur voru eftir tryggði Pistons tveggja stiga sigur 110-108. Karfan góða ber hæst í tilþrifum næturinnar sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi.Greg Monroe skoraði 20 stig fyrir Pistons og Will Bynum 16. Channing Frye skoraði 21 stig fyrir Suns og P.J. Tucker og Marcus Morris 17 stig hvor. Toronto Raptors batt enda á fimm leikja sigurgöngu Brooklyn Nets þegar Raptors lagði þreytta leikmenn Nets 96-80 í Kanada. Nets lagði meistara Miami Heat í tvíframlengdum leik í gær og skorti úthald í leiknum í nótt en Raptors gerðu út um leikinn í fjórða leikhluta.DeMar DeRozan fór fyrir Raptors með 26 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Terrence Ross og Patrick Patterson skoruðu 14 stig en Patterson tók einnig 12 fráköst. Paul Pierce komst næst því að vera með lífsmarki hjá Nets en hann skoraði 15 stig.Kevin Durant fór að vanda fyrir Oklahoma City Thunder sem batt enda á tveggja leikja taphrinu. Thunder lagði Milwaukee Bucks 101-85 á heimavelli sínu þar sem Durant skoraði 33 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.Serge Ibaka skoraði 17 stig fyrir Thunder auk þess að taka 17 fráköst. Jeremy Lamb skoraði 17 stig af bekknum. Varamennirnir Luke Ridnour og O.J. Mayo skoruðu mest fyrir Bucks, 16 stig hvor.Dirk Nowitzki fór á kostum þegar Dallas Mavericks marði New Orleans Pelicans 110-107 í Dallas. Nowitzki skoraði 40 stig, Monta Ellis 26 og Jose Calderon 17.Anthony Davis skoraði 28 stig fyrir Pelicans og Eric Gordon 20.Úrslit næturinnar:Toronto Raptors – Brooklyn Nets 96-80Washington Wizards – Houston Rockets 107-114Detroit Pistons – Phoenix Suns 110-108Philadelphia 76ers – New York Knicks 92-102Chicago Bulls – Charlotte Bobcats 103-97Oklahoma City Thunder – Milwaukee Bucks 101-85Dallas Mavericks – New Orleans Pelicans 110-107Denver Nuggets – Orlando Magic 120-94Portland Trail Blazers – Boston Celtics 112-104
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira