Vaxtalaus bílalán eru ekki ókeypis Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 13. janúar 2014 10:21 Frosti varar við vaxtalausu bílalánunum. vísir/stefán/pjetur Minnst fjögur bílaumboð hafa auglýst vaxtalaus bílalán að undanförnu, en BL reið á vaðið í síðustu viku og kynnti vaxta- og kostnaðarlaus lán til kaupa á nýjum bifreiðum hjá umboðinu.Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir í pistli á heimasíðu sinni að þegar betur sé að gáð séu vaxtalausu lánin alls ekki ókeypis. „Því „vaxtalaus“ lán frá bifreiðaumboði bjóðast bara þeim sem sætta sig við að fá ekki afslætti eða aukahluti í kaupbæti sem bjóðast þeim sem staðgreiða eða greiða með venjulegu bílaláni. Það geta vart talist góðir viðskiptahættir að auglýsa að lán sé vaxtalaust ef neytandinn greiðir ígildi vaxta með öðrum hætti,“ segir Frosti í pistlinum. Hann segir að í lögum um neytendalán sé skylda lögð á lánveitendur að birta lántakendum árlega hlutfallstölu kostnaðar, það er vexti, lántökukostnað, lántökugjöld, seðilgjöld og fleira. Ákvæðinu sé ætlað að auðvelda neytendum að gera samanburð á heildarkostnaði ólíkra lána og þannig stuðla að virkari samkeppni. „Bifreiðaumboð sem auglýsa vaxtalaus lán hafa mér vitanlega ekki birt lántakendum árlega hlutfallstölu kostnaðar af þeim lánum. Sé það ekki gert þarf að bæta úr því. Ég vil ekki trúa því að bifreiðaumboðin vilji sniðganga lög um neytendavernd. Vaxtalaus lán bílaumboða geta verið álíka óhagstæð og hefðbundin vaxtaberandi bílalán eins og þetta dæmi sýnir: Tiltekinn bíll er til sölu á listaverði sem er 10 milljónir króna. Afsláttur og aukahlutir sem bjóðast við staðgreiðslu eru metnir á samtals 800 þúsund krónur. Umboðið býður kaupanda vaxtalaust lán upp á 40% af verðinu til 3 ára, en þá býðst hvorki afsláttur né aukahlutir. Lánið er þá 4 milljónir og óbeinn kostnaður þess er 800 þúsund. Þetta vaxtalausa lán virðist meinleysislegt, en árleg hlutfallstala kostnaðar er samt heil 13%. Það er svipaður kostnaður og er á bílalánum sem bera vexti. Það er ekki góð þróun ef uppgefið söluverð bíla og annara neysluvara fer að innifela kostnað af vaxtalausu láni til einhverra ára. Það mun aðeins þýða að verðlag mun verða hærra en annars væri. Það mun svo hafa áhrif til hækkunar á neysluvísitölu og hærri neysluvísitala hækkar skuldir heimilanna. Hvert eitt prósent sem neysluvísitalan hækkar kostar heimilin 14 milljarða í hækkun verðtryggðra íbúðalána. Það er heldur ekki gott að neytendur séu að kaupa neysluvarning eins og bíla á lánum. Vextir af neyslulánum eru gríðarlega háir og varningurinn fellur hratt í verði eftir kaupin. Það er mun æskilegra að safna fyrir neysluvörum og staðgreiða þær,“ segir Frosti. Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Minnst fjögur bílaumboð hafa auglýst vaxtalaus bílalán að undanförnu, en BL reið á vaðið í síðustu viku og kynnti vaxta- og kostnaðarlaus lán til kaupa á nýjum bifreiðum hjá umboðinu.Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir í pistli á heimasíðu sinni að þegar betur sé að gáð séu vaxtalausu lánin alls ekki ókeypis. „Því „vaxtalaus“ lán frá bifreiðaumboði bjóðast bara þeim sem sætta sig við að fá ekki afslætti eða aukahluti í kaupbæti sem bjóðast þeim sem staðgreiða eða greiða með venjulegu bílaláni. Það geta vart talist góðir viðskiptahættir að auglýsa að lán sé vaxtalaust ef neytandinn greiðir ígildi vaxta með öðrum hætti,“ segir Frosti í pistlinum. Hann segir að í lögum um neytendalán sé skylda lögð á lánveitendur að birta lántakendum árlega hlutfallstölu kostnaðar, það er vexti, lántökukostnað, lántökugjöld, seðilgjöld og fleira. Ákvæðinu sé ætlað að auðvelda neytendum að gera samanburð á heildarkostnaði ólíkra lána og þannig stuðla að virkari samkeppni. „Bifreiðaumboð sem auglýsa vaxtalaus lán hafa mér vitanlega ekki birt lántakendum árlega hlutfallstölu kostnaðar af þeim lánum. Sé það ekki gert þarf að bæta úr því. Ég vil ekki trúa því að bifreiðaumboðin vilji sniðganga lög um neytendavernd. Vaxtalaus lán bílaumboða geta verið álíka óhagstæð og hefðbundin vaxtaberandi bílalán eins og þetta dæmi sýnir: Tiltekinn bíll er til sölu á listaverði sem er 10 milljónir króna. Afsláttur og aukahlutir sem bjóðast við staðgreiðslu eru metnir á samtals 800 þúsund krónur. Umboðið býður kaupanda vaxtalaust lán upp á 40% af verðinu til 3 ára, en þá býðst hvorki afsláttur né aukahlutir. Lánið er þá 4 milljónir og óbeinn kostnaður þess er 800 þúsund. Þetta vaxtalausa lán virðist meinleysislegt, en árleg hlutfallstala kostnaðar er samt heil 13%. Það er svipaður kostnaður og er á bílalánum sem bera vexti. Það er ekki góð þróun ef uppgefið söluverð bíla og annara neysluvara fer að innifela kostnað af vaxtalausu láni til einhverra ára. Það mun aðeins þýða að verðlag mun verða hærra en annars væri. Það mun svo hafa áhrif til hækkunar á neysluvísitölu og hærri neysluvísitala hækkar skuldir heimilanna. Hvert eitt prósent sem neysluvísitalan hækkar kostar heimilin 14 milljarða í hækkun verðtryggðra íbúðalána. Það er heldur ekki gott að neytendur séu að kaupa neysluvarning eins og bíla á lánum. Vextir af neyslulánum eru gríðarlega háir og varningurinn fellur hratt í verði eftir kaupin. Það er mun æskilegra að safna fyrir neysluvörum og staðgreiða þær,“ segir Frosti.
Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira