Vaxtalaus bílalán eru ekki ókeypis Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 13. janúar 2014 10:21 Frosti varar við vaxtalausu bílalánunum. vísir/stefán/pjetur Minnst fjögur bílaumboð hafa auglýst vaxtalaus bílalán að undanförnu, en BL reið á vaðið í síðustu viku og kynnti vaxta- og kostnaðarlaus lán til kaupa á nýjum bifreiðum hjá umboðinu.Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir í pistli á heimasíðu sinni að þegar betur sé að gáð séu vaxtalausu lánin alls ekki ókeypis. „Því „vaxtalaus“ lán frá bifreiðaumboði bjóðast bara þeim sem sætta sig við að fá ekki afslætti eða aukahluti í kaupbæti sem bjóðast þeim sem staðgreiða eða greiða með venjulegu bílaláni. Það geta vart talist góðir viðskiptahættir að auglýsa að lán sé vaxtalaust ef neytandinn greiðir ígildi vaxta með öðrum hætti,“ segir Frosti í pistlinum. Hann segir að í lögum um neytendalán sé skylda lögð á lánveitendur að birta lántakendum árlega hlutfallstölu kostnaðar, það er vexti, lántökukostnað, lántökugjöld, seðilgjöld og fleira. Ákvæðinu sé ætlað að auðvelda neytendum að gera samanburð á heildarkostnaði ólíkra lána og þannig stuðla að virkari samkeppni. „Bifreiðaumboð sem auglýsa vaxtalaus lán hafa mér vitanlega ekki birt lántakendum árlega hlutfallstölu kostnaðar af þeim lánum. Sé það ekki gert þarf að bæta úr því. Ég vil ekki trúa því að bifreiðaumboðin vilji sniðganga lög um neytendavernd. Vaxtalaus lán bílaumboða geta verið álíka óhagstæð og hefðbundin vaxtaberandi bílalán eins og þetta dæmi sýnir: Tiltekinn bíll er til sölu á listaverði sem er 10 milljónir króna. Afsláttur og aukahlutir sem bjóðast við staðgreiðslu eru metnir á samtals 800 þúsund krónur. Umboðið býður kaupanda vaxtalaust lán upp á 40% af verðinu til 3 ára, en þá býðst hvorki afsláttur né aukahlutir. Lánið er þá 4 milljónir og óbeinn kostnaður þess er 800 þúsund. Þetta vaxtalausa lán virðist meinleysislegt, en árleg hlutfallstala kostnaðar er samt heil 13%. Það er svipaður kostnaður og er á bílalánum sem bera vexti. Það er ekki góð þróun ef uppgefið söluverð bíla og annara neysluvara fer að innifela kostnað af vaxtalausu láni til einhverra ára. Það mun aðeins þýða að verðlag mun verða hærra en annars væri. Það mun svo hafa áhrif til hækkunar á neysluvísitölu og hærri neysluvísitala hækkar skuldir heimilanna. Hvert eitt prósent sem neysluvísitalan hækkar kostar heimilin 14 milljarða í hækkun verðtryggðra íbúðalána. Það er heldur ekki gott að neytendur séu að kaupa neysluvarning eins og bíla á lánum. Vextir af neyslulánum eru gríðarlega háir og varningurinn fellur hratt í verði eftir kaupin. Það er mun æskilegra að safna fyrir neysluvörum og staðgreiða þær,“ segir Frosti. Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira
Minnst fjögur bílaumboð hafa auglýst vaxtalaus bílalán að undanförnu, en BL reið á vaðið í síðustu viku og kynnti vaxta- og kostnaðarlaus lán til kaupa á nýjum bifreiðum hjá umboðinu.Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir í pistli á heimasíðu sinni að þegar betur sé að gáð séu vaxtalausu lánin alls ekki ókeypis. „Því „vaxtalaus“ lán frá bifreiðaumboði bjóðast bara þeim sem sætta sig við að fá ekki afslætti eða aukahluti í kaupbæti sem bjóðast þeim sem staðgreiða eða greiða með venjulegu bílaláni. Það geta vart talist góðir viðskiptahættir að auglýsa að lán sé vaxtalaust ef neytandinn greiðir ígildi vaxta með öðrum hætti,“ segir Frosti í pistlinum. Hann segir að í lögum um neytendalán sé skylda lögð á lánveitendur að birta lántakendum árlega hlutfallstölu kostnaðar, það er vexti, lántökukostnað, lántökugjöld, seðilgjöld og fleira. Ákvæðinu sé ætlað að auðvelda neytendum að gera samanburð á heildarkostnaði ólíkra lána og þannig stuðla að virkari samkeppni. „Bifreiðaumboð sem auglýsa vaxtalaus lán hafa mér vitanlega ekki birt lántakendum árlega hlutfallstölu kostnaðar af þeim lánum. Sé það ekki gert þarf að bæta úr því. Ég vil ekki trúa því að bifreiðaumboðin vilji sniðganga lög um neytendavernd. Vaxtalaus lán bílaumboða geta verið álíka óhagstæð og hefðbundin vaxtaberandi bílalán eins og þetta dæmi sýnir: Tiltekinn bíll er til sölu á listaverði sem er 10 milljónir króna. Afsláttur og aukahlutir sem bjóðast við staðgreiðslu eru metnir á samtals 800 þúsund krónur. Umboðið býður kaupanda vaxtalaust lán upp á 40% af verðinu til 3 ára, en þá býðst hvorki afsláttur né aukahlutir. Lánið er þá 4 milljónir og óbeinn kostnaður þess er 800 þúsund. Þetta vaxtalausa lán virðist meinleysislegt, en árleg hlutfallstala kostnaðar er samt heil 13%. Það er svipaður kostnaður og er á bílalánum sem bera vexti. Það er ekki góð þróun ef uppgefið söluverð bíla og annara neysluvara fer að innifela kostnað af vaxtalausu láni til einhverra ára. Það mun aðeins þýða að verðlag mun verða hærra en annars væri. Það mun svo hafa áhrif til hækkunar á neysluvísitölu og hærri neysluvísitala hækkar skuldir heimilanna. Hvert eitt prósent sem neysluvísitalan hækkar kostar heimilin 14 milljarða í hækkun verðtryggðra íbúðalána. Það er heldur ekki gott að neytendur séu að kaupa neysluvarning eins og bíla á lánum. Vextir af neyslulánum eru gríðarlega háir og varningurinn fellur hratt í verði eftir kaupin. Það er mun æskilegra að safna fyrir neysluvörum og staðgreiða þær,“ segir Frosti.
Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira