Síðasti dagur vitnaleiðslna í Stokkseyrarmálinu svokallaða hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir mun tísta frá vitnaleiðslunum.
Í dag gefa skýrslur húsráðandinn á Stokkseyri, vinkona ákærðu í málinu og þá verður spiluð upptaka af skýrslutöku af vitni sem er látið.
Aðalmeðferðina í dag sækja aðeins ákærðu Gísli Þór Gunnarsson og Hinrik Geir Helgason. Davíð Freyr Magnússon, Stefán Sívarsson og Stefán Blackburn eru fjarverandi.
Húsráðandi á Stokkseyri, þar sem annað fórnarlambanna var misþyrmt, sagði í vitnisburði sínum, hafa leyft Davíð að koma í heimsókn en ekkert vitað hvaðan á sig stóð veðrið þegar þeir komu með fórnarlambið með sér. Hann sagði það hafa verið ljóst að fórnarlambið hafi lent í slagsmálum, hann hafi verið bólginn og sést á honum.
Stokkseyrarmálið: Segir ljóst að fórnarlambið hafi lent í slagsmálum
