Uppskrift að hollu snarli Ellý Ármanns skrifar 13. janúar 2014 15:15 Myndir/Gudbjartur Ísak Ásgeirsson og Rósa „Nei, ég strengdi ekki nein heit nú frekar en áður um áramót önnur en þau að horfa björtum augum fram á við og gera mitt besta í því sem ég tekst á hendur,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir matgæðingur með meiru spurð út í áramótaheitin þegar hún gefur okkur æðislega uppskrift að hollu nasli. Þegar talið berst að hreyfingu segir Rósa: „Það vill nú svo til að nú ákvað ég að byrja árið svolítið hressilega í þeim efnum og var að byrja á námskeiði hjá Siggu í Hress. Það er tíu daga „stutt og stíft“ þar sem tekið er duglega á því og markmiðið að koma fólki vel í gang og það er góð tilfinning í upphafi nýs árs. Þetta eru frábær námskeið sem auka manni orku, styrk og vellíðan. Svo er að sjá hvað tekur við í þessum efnum. Ég heimsæki líkamsræktarstöðvar í skorpum en reyni þó að hreyfa mig alltaf eitthvað, til dæmis með göngutúrum og hjóla mikið þegar veður leyfir. Síðan stefni ég nú alltaf á að fara á fullt í golfið. Það kemur að því.“ „Ég huga mjög vel að því að borða og bjóða upp á hollan og næringarríkan mat. Sjálf elda ég úr sem ferskustu hráefni hverju sinni og vil vita hvað er í fæðunni sem ég neyti og gef fjölskyldunni. Það er sífelld áskorun að búa til gómsæta og heilsusamlega rétti sem fjölskyldunni allri líkar. En auðvitað fellur maður í ýmsar aðrar freistingar, kannski minna hollar. Það er bara í góðu lagi en reyni að miða við að um 80% af mataræðinu sé heilnæm og holl fæða – því aðalatriði er að fá góða undirstöðu og leyfa sér að borða ýmislegt annað sem freistar hverju sinni. Í mínum huga er mikilvægt að njóta matarins með góðri samvisku.“Áttu holla uppskrift að hollum rétt fyrir lesendur Lífsins? „Ég er alltaf með hnetur, fræ og jafnvel þurrkaða ávexti í skál sem gott er að narta í þegar hungurtilfinningin gerir vart við sig. Afar hollt og seðjandi snarl. Oftast rista ég þetta og krydda á fjölbreyttan máta og er alltaf að prófa nýjar leiðir í þeim efnum. Mér finnst því alveg tilvalið að gefa uppskrift að slíku Hollustusnarli.“Ristaðar hnetur og fræ3 dl hnetur og fræ að eigin vali, t.d. kasjú,- og pistasíuhnetur, sólblóma- og graskersfræ1 tsk. sjávarsalt1 tsk. túrmerik½ tsk. paprikuduft½ tsk. chillípipar2 tsk. hlyn- eða agavesíróp1 eggjahvíta Hitið ofninn í 150 gráður.Aðferð: Blandið öllu saman og dreifið á bökunarplötu sem þakin hefur verið bökunarpappír.Bakið í um 20 mínútur. Látið kólna og njótið. Heilsa Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Sjá meira
„Nei, ég strengdi ekki nein heit nú frekar en áður um áramót önnur en þau að horfa björtum augum fram á við og gera mitt besta í því sem ég tekst á hendur,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir matgæðingur með meiru spurð út í áramótaheitin þegar hún gefur okkur æðislega uppskrift að hollu nasli. Þegar talið berst að hreyfingu segir Rósa: „Það vill nú svo til að nú ákvað ég að byrja árið svolítið hressilega í þeim efnum og var að byrja á námskeiði hjá Siggu í Hress. Það er tíu daga „stutt og stíft“ þar sem tekið er duglega á því og markmiðið að koma fólki vel í gang og það er góð tilfinning í upphafi nýs árs. Þetta eru frábær námskeið sem auka manni orku, styrk og vellíðan. Svo er að sjá hvað tekur við í þessum efnum. Ég heimsæki líkamsræktarstöðvar í skorpum en reyni þó að hreyfa mig alltaf eitthvað, til dæmis með göngutúrum og hjóla mikið þegar veður leyfir. Síðan stefni ég nú alltaf á að fara á fullt í golfið. Það kemur að því.“ „Ég huga mjög vel að því að borða og bjóða upp á hollan og næringarríkan mat. Sjálf elda ég úr sem ferskustu hráefni hverju sinni og vil vita hvað er í fæðunni sem ég neyti og gef fjölskyldunni. Það er sífelld áskorun að búa til gómsæta og heilsusamlega rétti sem fjölskyldunni allri líkar. En auðvitað fellur maður í ýmsar aðrar freistingar, kannski minna hollar. Það er bara í góðu lagi en reyni að miða við að um 80% af mataræðinu sé heilnæm og holl fæða – því aðalatriði er að fá góða undirstöðu og leyfa sér að borða ýmislegt annað sem freistar hverju sinni. Í mínum huga er mikilvægt að njóta matarins með góðri samvisku.“Áttu holla uppskrift að hollum rétt fyrir lesendur Lífsins? „Ég er alltaf með hnetur, fræ og jafnvel þurrkaða ávexti í skál sem gott er að narta í þegar hungurtilfinningin gerir vart við sig. Afar hollt og seðjandi snarl. Oftast rista ég þetta og krydda á fjölbreyttan máta og er alltaf að prófa nýjar leiðir í þeim efnum. Mér finnst því alveg tilvalið að gefa uppskrift að slíku Hollustusnarli.“Ristaðar hnetur og fræ3 dl hnetur og fræ að eigin vali, t.d. kasjú,- og pistasíuhnetur, sólblóma- og graskersfræ1 tsk. sjávarsalt1 tsk. túrmerik½ tsk. paprikuduft½ tsk. chillípipar2 tsk. hlyn- eða agavesíróp1 eggjahvíta Hitið ofninn í 150 gráður.Aðferð: Blandið öllu saman og dreifið á bökunarplötu sem þakin hefur verið bökunarpappír.Bakið í um 20 mínútur. Látið kólna og njótið.
Heilsa Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Sjá meira