Kostar níu þúsund krónur að fylgjast með Anítu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2014 09:00 Aníta fagnar sigri á HM 17 ára og yngri í Úkraínu í fyrra. Nordicphotos/Getty Þrjár af fljótustu ungu hlaupakonum heimsins leiða saman hesta sína á Millrose-leikunum í New York þann 15. febrúar. Aníta Hinriksdóttir er ein hinna þriggja en miðasala á mótið stendur yfir. Millrose-leikarnir eru eitt stærsta innanhússmótið sem haldið er vestanhafs ár hvert. Mótshaldarar lögðu mikið upp úr því að fá efnilegustu hlaupakonur heimsins til að leiða saman hesta sína í 800 metra hlaupinu. Það gekk eftir og fyrir vikið er greinin ein af aðalgreinum dagsins.Aníta Hinriksdóttir úr ÍR, heimsmeistari 17 ára og yngri og Evrópumeistari 19 ára og yngri í 800 metrunum, mætir vonarstjörnum Bandaríkjanna, Mary Cane og Ajee Wilson. Hin bandaríska Cane verður á heimavelli í New York en hlaupamærin á best 1:59,51 mínútur í 800 metrunum utanhúss. Cane er jafngömul Anítu en keppti þó ekki á HM 19 ára og yngri í Úkraínu síðastliðið sumar. Hún kaus að keppa á HM fullorðinna í Moskvu þar sem hún komst í úrslit og hafnaði í 10. sæti í 1500 metra hlaupi. Wilson er tveimur árum eldri en þær Aníta og Cane. Hún var heimsmeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri árið 2012. Segja má að Wilson sé einnig á heimavelli enda uppalin í New Jersey, handan árinnar. Wilson á best 1:58,21 mínútur í greininni frá því í fyrra.Mary Cain.Nordicphotos/GettyÞá verður Natoya Goule, 22 ára hlaupakona frá Jamaíka, einnig á meðal keppenda. Goule rauf tveggja mínútna múrinn í Kingston síðastliðið sumar er hún kom í mark á tímanum 1:59,93 mínútur. Allir ofantaldir tímar eru úr hlaupum utanhúss. Íslandsmet Anítu utanhúss er 2:00,49 mínútur en met hennar innanhúss er 2:03,27 mínútur. Miðasala á Millrose leikana stendur yfir á heimasíðu þeirra, sjá hér. Keppni hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 18:30. Keppni í helstu greinum, þar á meðal 800 metra hlaupinu, fer fram einhvers staðar á milli klukkan 15 og 17. Ódýrustu miðarnir kosta 80 dali eða rúmlega 9.200 krónur. Þá er einnig hægt að bæta við tólf þúsund krónum til að fá sæti á besta stað en í þeim pakka fylgja ókeypis veitingar. Nánari upplýsingar um mótið má fá á heimasíðu þess þar sem ítarlega er fjallað um 800 metra hlaupið, sjá hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Þrjár af fljótustu ungu hlaupakonum heimsins leiða saman hesta sína á Millrose-leikunum í New York þann 15. febrúar. Aníta Hinriksdóttir er ein hinna þriggja en miðasala á mótið stendur yfir. Millrose-leikarnir eru eitt stærsta innanhússmótið sem haldið er vestanhafs ár hvert. Mótshaldarar lögðu mikið upp úr því að fá efnilegustu hlaupakonur heimsins til að leiða saman hesta sína í 800 metra hlaupinu. Það gekk eftir og fyrir vikið er greinin ein af aðalgreinum dagsins.Aníta Hinriksdóttir úr ÍR, heimsmeistari 17 ára og yngri og Evrópumeistari 19 ára og yngri í 800 metrunum, mætir vonarstjörnum Bandaríkjanna, Mary Cane og Ajee Wilson. Hin bandaríska Cane verður á heimavelli í New York en hlaupamærin á best 1:59,51 mínútur í 800 metrunum utanhúss. Cane er jafngömul Anítu en keppti þó ekki á HM 19 ára og yngri í Úkraínu síðastliðið sumar. Hún kaus að keppa á HM fullorðinna í Moskvu þar sem hún komst í úrslit og hafnaði í 10. sæti í 1500 metra hlaupi. Wilson er tveimur árum eldri en þær Aníta og Cane. Hún var heimsmeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri árið 2012. Segja má að Wilson sé einnig á heimavelli enda uppalin í New Jersey, handan árinnar. Wilson á best 1:58,21 mínútur í greininni frá því í fyrra.Mary Cain.Nordicphotos/GettyÞá verður Natoya Goule, 22 ára hlaupakona frá Jamaíka, einnig á meðal keppenda. Goule rauf tveggja mínútna múrinn í Kingston síðastliðið sumar er hún kom í mark á tímanum 1:59,93 mínútur. Allir ofantaldir tímar eru úr hlaupum utanhúss. Íslandsmet Anítu utanhúss er 2:00,49 mínútur en met hennar innanhúss er 2:03,27 mínútur. Miðasala á Millrose leikana stendur yfir á heimasíðu þeirra, sjá hér. Keppni hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 18:30. Keppni í helstu greinum, þar á meðal 800 metra hlaupinu, fer fram einhvers staðar á milli klukkan 15 og 17. Ódýrustu miðarnir kosta 80 dali eða rúmlega 9.200 krónur. Þá er einnig hægt að bæta við tólf þúsund krónum til að fá sæti á besta stað en í þeim pakka fylgja ókeypis veitingar. Nánari upplýsingar um mótið má fá á heimasíðu þess þar sem ítarlega er fjallað um 800 metra hlaupið, sjá hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks Sjá meira