Kostar níu þúsund krónur að fylgjast með Anítu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2014 09:00 Aníta fagnar sigri á HM 17 ára og yngri í Úkraínu í fyrra. Nordicphotos/Getty Þrjár af fljótustu ungu hlaupakonum heimsins leiða saman hesta sína á Millrose-leikunum í New York þann 15. febrúar. Aníta Hinriksdóttir er ein hinna þriggja en miðasala á mótið stendur yfir. Millrose-leikarnir eru eitt stærsta innanhússmótið sem haldið er vestanhafs ár hvert. Mótshaldarar lögðu mikið upp úr því að fá efnilegustu hlaupakonur heimsins til að leiða saman hesta sína í 800 metra hlaupinu. Það gekk eftir og fyrir vikið er greinin ein af aðalgreinum dagsins.Aníta Hinriksdóttir úr ÍR, heimsmeistari 17 ára og yngri og Evrópumeistari 19 ára og yngri í 800 metrunum, mætir vonarstjörnum Bandaríkjanna, Mary Cane og Ajee Wilson. Hin bandaríska Cane verður á heimavelli í New York en hlaupamærin á best 1:59,51 mínútur í 800 metrunum utanhúss. Cane er jafngömul Anítu en keppti þó ekki á HM 19 ára og yngri í Úkraínu síðastliðið sumar. Hún kaus að keppa á HM fullorðinna í Moskvu þar sem hún komst í úrslit og hafnaði í 10. sæti í 1500 metra hlaupi. Wilson er tveimur árum eldri en þær Aníta og Cane. Hún var heimsmeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri árið 2012. Segja má að Wilson sé einnig á heimavelli enda uppalin í New Jersey, handan árinnar. Wilson á best 1:58,21 mínútur í greininni frá því í fyrra.Mary Cain.Nordicphotos/GettyÞá verður Natoya Goule, 22 ára hlaupakona frá Jamaíka, einnig á meðal keppenda. Goule rauf tveggja mínútna múrinn í Kingston síðastliðið sumar er hún kom í mark á tímanum 1:59,93 mínútur. Allir ofantaldir tímar eru úr hlaupum utanhúss. Íslandsmet Anítu utanhúss er 2:00,49 mínútur en met hennar innanhúss er 2:03,27 mínútur. Miðasala á Millrose leikana stendur yfir á heimasíðu þeirra, sjá hér. Keppni hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 18:30. Keppni í helstu greinum, þar á meðal 800 metra hlaupinu, fer fram einhvers staðar á milli klukkan 15 og 17. Ódýrustu miðarnir kosta 80 dali eða rúmlega 9.200 krónur. Þá er einnig hægt að bæta við tólf þúsund krónum til að fá sæti á besta stað en í þeim pakka fylgja ókeypis veitingar. Nánari upplýsingar um mótið má fá á heimasíðu þess þar sem ítarlega er fjallað um 800 metra hlaupið, sjá hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Þrjár af fljótustu ungu hlaupakonum heimsins leiða saman hesta sína á Millrose-leikunum í New York þann 15. febrúar. Aníta Hinriksdóttir er ein hinna þriggja en miðasala á mótið stendur yfir. Millrose-leikarnir eru eitt stærsta innanhússmótið sem haldið er vestanhafs ár hvert. Mótshaldarar lögðu mikið upp úr því að fá efnilegustu hlaupakonur heimsins til að leiða saman hesta sína í 800 metra hlaupinu. Það gekk eftir og fyrir vikið er greinin ein af aðalgreinum dagsins.Aníta Hinriksdóttir úr ÍR, heimsmeistari 17 ára og yngri og Evrópumeistari 19 ára og yngri í 800 metrunum, mætir vonarstjörnum Bandaríkjanna, Mary Cane og Ajee Wilson. Hin bandaríska Cane verður á heimavelli í New York en hlaupamærin á best 1:59,51 mínútur í 800 metrunum utanhúss. Cane er jafngömul Anítu en keppti þó ekki á HM 19 ára og yngri í Úkraínu síðastliðið sumar. Hún kaus að keppa á HM fullorðinna í Moskvu þar sem hún komst í úrslit og hafnaði í 10. sæti í 1500 metra hlaupi. Wilson er tveimur árum eldri en þær Aníta og Cane. Hún var heimsmeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri árið 2012. Segja má að Wilson sé einnig á heimavelli enda uppalin í New Jersey, handan árinnar. Wilson á best 1:58,21 mínútur í greininni frá því í fyrra.Mary Cain.Nordicphotos/GettyÞá verður Natoya Goule, 22 ára hlaupakona frá Jamaíka, einnig á meðal keppenda. Goule rauf tveggja mínútna múrinn í Kingston síðastliðið sumar er hún kom í mark á tímanum 1:59,93 mínútur. Allir ofantaldir tímar eru úr hlaupum utanhúss. Íslandsmet Anítu utanhúss er 2:00,49 mínútur en met hennar innanhúss er 2:03,27 mínútur. Miðasala á Millrose leikana stendur yfir á heimasíðu þeirra, sjá hér. Keppni hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 18:30. Keppni í helstu greinum, þar á meðal 800 metra hlaupinu, fer fram einhvers staðar á milli klukkan 15 og 17. Ódýrustu miðarnir kosta 80 dali eða rúmlega 9.200 krónur. Þá er einnig hægt að bæta við tólf þúsund krónum til að fá sæti á besta stað en í þeim pakka fylgja ókeypis veitingar. Nánari upplýsingar um mótið má fá á heimasíðu þess þar sem ítarlega er fjallað um 800 metra hlaupið, sjá hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira