„Við getum ekki endalaust skotið sama fjallið“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. janúar 2014 13:58 Tökur á Everest fara fram í Nepal, Englandi og á Ítalíu. vísir: anton/getty Tökur hófust í Nepal á kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, á mánudag. Baltasar segir hæpið að einhver hluti takanna fari fram hér á landi eins og til stóð og telur hann íslensk stjórnvöld ekki vera að fullnýta þá möguleika sem felast í framleiðslu erlendra kvikmynda hér á landi. „Þetta er pólitískt og leiðinlegt mál,“ segir Baltasar í samtali við Vísi um ástæður þess að flytja þurfti verkefnið frá Íslandi. „Það var ekki hægt að fá Universal, framleiðanda myndarinnar, til þess að leggja út fyrir 20 prósentunum sem íslenska ríkið endurgreiðir.“ Stjörnvöld endurgreiða erlendum framleiðendum sem taka kvikmyndir og sjónvarpsþætti hér á landi 20 prósent af framleiðslukostnaði, en að sögn Baltasars tók langan tíma að fá umrædda endurgreiðslu fyrir myndina Oblivion, sem tekin var hér á landi í fyrra. „Þetta er mjög mikilvægur þáttur í ferlinu. Að lánafyrirtækin sem leggja út fyrir 20 prósentunum geti treyst því að fá endurgreitt. Í þessu tilfelli dróst það fram úr öllu. Svo fengu þeir á endanum greitt en þá var það orðið of seint. Þetta er skaði sem þarf að laga.“Kerfið ekki nógu vakandi Baltasar segir að þó mikið af erlendum stórmyndum hafi verið teknar hér á landi undanfarið sé í flestum tilfellum um fjallatökur að ræða. Hann segir að nauðsynlegt sé að erlendir framleiðendur hafi traust á íslenska kerfinu og þá muni hugsanlega koma hingað til lands verkefni í heilu lagi. „Við getum ekki endalaust skotið sama fjallið. Það verður að vera vit í þessu peningalega. Við erum með sendinefndir þegar kemur að álverum. Það vantar einhverja til að liðka fyrir til að menn hafi traust á kerfinu, þó Íslandsstofa standi sig ágætlega. Ég er ekki að ásaka neinn um klúður heldur að benda á að kerfið er ekki nógu vakandi. Það er pirrandi að fara með 60 milljón dollara verkefni til Ítalíu þegar ég gæti tekið það hér.“Leifur P. Dagfinnsson hjá True North segir að gera þurfi kvikmyndagerð hagstæðari hér á landi.vísir/gvaGera þarf iðnaðinn meira viðvarandi Baltasar er ekki fyrsti kvikmyndagerðarmaðurinn til að benda á hvað betur megi fara þegar kemur að framleiðslu erlendra kvikmynda hér á landi. Í samtali við Vísi í apríl á síðasta ári sagði Leifur P. Dagfinnsson hjá True North að gera þyrfti kvikmyndagerð hagstæðari hér á landi. „Það eru margir sem halda að það sé allt svo frábært en það er ekki rétt. Við sem hrærumst í þessu daginn út og inn vitum það.“ Líkt og Baltasar segir Leifur að nauðsynlegt sé að ná heilum verkefnum hingað til lands. „Eins og hugmynd sem ég kom með um daginn varðandi gjaldeyrishöftin, þessar aflandskrónur. Af hverju bjóðum við það ekki út til framleiðenda sem eru að gera myndir fyrir minna en fimm til tíu milljónir dala og leyfum þeim að kaupa íslenska krónu á lægra gengi? Það væri ekki afsláttur sem ríkið væri að gefa heldur fjármagnseigendur, og Seðlabankinn er með útboð á. Af hverju gerum við ekki eitthvað sniðugt með það og bætum við fimmtán eða tuttugu prósenta afslætti í viðbót? Þá værum við að tala um fjörutíu prósent. Þegar ég segi stúdíóunum þetta úti er spurt „Hvað eruð þið með mörg kvikmyndaver? Hvað getum við skotið margar myndir í einu?“. Þá byrja þær spurningar, hvort hægt sé að færa verkefni í heild sinni hingað til að gera iðnaðinn meira viðvarandi, ekki bara hvort hægt sé að koma í tvær vikur og skjóta í einhverri auðn.“ Tengdar fréttir Ingvar E. með stórt hlutverk í Everest Leikur rússneska fjallgöngumanninn Anatoli Boukreev í nýjustu mynd Baltasars Kormáks. 8. janúar 2014 11:53 Ísland meðal tökustaða í Transformers Meðal verkefna sem framleiðslufyrirtækið Truenorth kom að á árinu voru kvikmyndirnar Transformers: Age of Extinction eftir Michael Bay og Jupiter Ascending í leikstjórn Wachowski-systkinanna. 10. október 2013 16:36 Baltasar fær tæplega 120 milljóna styrk Leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur fengið veglegan styrk frá kvikmyndasjóði ítalska héraðsins Suður-Týról upp á eina milljón Bandaríkjadali eða um 118 milljónir íslenskra króna vegna nýjustu myndar sinnar Everest. 11. desember 2013 13:56 Baltasar í viðræðum við stórstjörnur Josh Brolin, Jake Gyllenhaal, John Hawkes og Jason Clark orðaðir við Everest. 19. júlí 2013 00:01 Segir mögulegt að gera mun betur Leifur P. Dagfinnsson hjá Truenorth hvetur stjórnvöld til að hjálpa til við að ná kvikmyndaverkefnum hingað til lands í heilu lagi. 11. apríl 2013 18:12 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Tökur hófust í Nepal á kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, á mánudag. Baltasar segir hæpið að einhver hluti takanna fari fram hér á landi eins og til stóð og telur hann íslensk stjórnvöld ekki vera að fullnýta þá möguleika sem felast í framleiðslu erlendra kvikmynda hér á landi. „Þetta er pólitískt og leiðinlegt mál,“ segir Baltasar í samtali við Vísi um ástæður þess að flytja þurfti verkefnið frá Íslandi. „Það var ekki hægt að fá Universal, framleiðanda myndarinnar, til þess að leggja út fyrir 20 prósentunum sem íslenska ríkið endurgreiðir.“ Stjörnvöld endurgreiða erlendum framleiðendum sem taka kvikmyndir og sjónvarpsþætti hér á landi 20 prósent af framleiðslukostnaði, en að sögn Baltasars tók langan tíma að fá umrædda endurgreiðslu fyrir myndina Oblivion, sem tekin var hér á landi í fyrra. „Þetta er mjög mikilvægur þáttur í ferlinu. Að lánafyrirtækin sem leggja út fyrir 20 prósentunum geti treyst því að fá endurgreitt. Í þessu tilfelli dróst það fram úr öllu. Svo fengu þeir á endanum greitt en þá var það orðið of seint. Þetta er skaði sem þarf að laga.“Kerfið ekki nógu vakandi Baltasar segir að þó mikið af erlendum stórmyndum hafi verið teknar hér á landi undanfarið sé í flestum tilfellum um fjallatökur að ræða. Hann segir að nauðsynlegt sé að erlendir framleiðendur hafi traust á íslenska kerfinu og þá muni hugsanlega koma hingað til lands verkefni í heilu lagi. „Við getum ekki endalaust skotið sama fjallið. Það verður að vera vit í þessu peningalega. Við erum með sendinefndir þegar kemur að álverum. Það vantar einhverja til að liðka fyrir til að menn hafi traust á kerfinu, þó Íslandsstofa standi sig ágætlega. Ég er ekki að ásaka neinn um klúður heldur að benda á að kerfið er ekki nógu vakandi. Það er pirrandi að fara með 60 milljón dollara verkefni til Ítalíu þegar ég gæti tekið það hér.“Leifur P. Dagfinnsson hjá True North segir að gera þurfi kvikmyndagerð hagstæðari hér á landi.vísir/gvaGera þarf iðnaðinn meira viðvarandi Baltasar er ekki fyrsti kvikmyndagerðarmaðurinn til að benda á hvað betur megi fara þegar kemur að framleiðslu erlendra kvikmynda hér á landi. Í samtali við Vísi í apríl á síðasta ári sagði Leifur P. Dagfinnsson hjá True North að gera þyrfti kvikmyndagerð hagstæðari hér á landi. „Það eru margir sem halda að það sé allt svo frábært en það er ekki rétt. Við sem hrærumst í þessu daginn út og inn vitum það.“ Líkt og Baltasar segir Leifur að nauðsynlegt sé að ná heilum verkefnum hingað til lands. „Eins og hugmynd sem ég kom með um daginn varðandi gjaldeyrishöftin, þessar aflandskrónur. Af hverju bjóðum við það ekki út til framleiðenda sem eru að gera myndir fyrir minna en fimm til tíu milljónir dala og leyfum þeim að kaupa íslenska krónu á lægra gengi? Það væri ekki afsláttur sem ríkið væri að gefa heldur fjármagnseigendur, og Seðlabankinn er með útboð á. Af hverju gerum við ekki eitthvað sniðugt með það og bætum við fimmtán eða tuttugu prósenta afslætti í viðbót? Þá værum við að tala um fjörutíu prósent. Þegar ég segi stúdíóunum þetta úti er spurt „Hvað eruð þið með mörg kvikmyndaver? Hvað getum við skotið margar myndir í einu?“. Þá byrja þær spurningar, hvort hægt sé að færa verkefni í heild sinni hingað til að gera iðnaðinn meira viðvarandi, ekki bara hvort hægt sé að koma í tvær vikur og skjóta í einhverri auðn.“
Tengdar fréttir Ingvar E. með stórt hlutverk í Everest Leikur rússneska fjallgöngumanninn Anatoli Boukreev í nýjustu mynd Baltasars Kormáks. 8. janúar 2014 11:53 Ísland meðal tökustaða í Transformers Meðal verkefna sem framleiðslufyrirtækið Truenorth kom að á árinu voru kvikmyndirnar Transformers: Age of Extinction eftir Michael Bay og Jupiter Ascending í leikstjórn Wachowski-systkinanna. 10. október 2013 16:36 Baltasar fær tæplega 120 milljóna styrk Leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur fengið veglegan styrk frá kvikmyndasjóði ítalska héraðsins Suður-Týról upp á eina milljón Bandaríkjadali eða um 118 milljónir íslenskra króna vegna nýjustu myndar sinnar Everest. 11. desember 2013 13:56 Baltasar í viðræðum við stórstjörnur Josh Brolin, Jake Gyllenhaal, John Hawkes og Jason Clark orðaðir við Everest. 19. júlí 2013 00:01 Segir mögulegt að gera mun betur Leifur P. Dagfinnsson hjá Truenorth hvetur stjórnvöld til að hjálpa til við að ná kvikmyndaverkefnum hingað til lands í heilu lagi. 11. apríl 2013 18:12 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Ingvar E. með stórt hlutverk í Everest Leikur rússneska fjallgöngumanninn Anatoli Boukreev í nýjustu mynd Baltasars Kormáks. 8. janúar 2014 11:53
Ísland meðal tökustaða í Transformers Meðal verkefna sem framleiðslufyrirtækið Truenorth kom að á árinu voru kvikmyndirnar Transformers: Age of Extinction eftir Michael Bay og Jupiter Ascending í leikstjórn Wachowski-systkinanna. 10. október 2013 16:36
Baltasar fær tæplega 120 milljóna styrk Leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur fengið veglegan styrk frá kvikmyndasjóði ítalska héraðsins Suður-Týról upp á eina milljón Bandaríkjadali eða um 118 milljónir íslenskra króna vegna nýjustu myndar sinnar Everest. 11. desember 2013 13:56
Baltasar í viðræðum við stórstjörnur Josh Brolin, Jake Gyllenhaal, John Hawkes og Jason Clark orðaðir við Everest. 19. júlí 2013 00:01
Segir mögulegt að gera mun betur Leifur P. Dagfinnsson hjá Truenorth hvetur stjórnvöld til að hjálpa til við að ná kvikmyndaverkefnum hingað til lands í heilu lagi. 11. apríl 2013 18:12