Er stærð 12 yfirstærð? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. janúar 2014 17:00 Ekki eru allir á eitt sáttir með nýju fatalínu spænska fatarisans Mango sem setti nýverið á markað línuna Violeta fyrir konur í yfirstærð. Klæðnaðurinn fæst í stærðum 12 til 24 og blöskrar mörgum að forsvarsmenn Mango telji að konur sem noti stærri stærðir en 10 séu í yfirstærð. Neytendur á Spáni og í Bretlandi hafa notað Twitter til að kvarta yfir línunni en í henni eru fjögur hundruð flíkur sem fóru í sölu á netinu í dag en koma í verslanir á morgun. Spænskir viðskiptavinir tískurisans ganga svo langt að fara fram á að sölu á Violeta verði hætt. Lögfræðingurinn Arantxa Calvera hefur stofnað undirskriftarlista þess efnis og hafa 57 þúsund manns skrifað undir nú þegar. „Að telja að stærð 12 sé yfirstærð sýnir mjög brenglaða mynd af raunveruleikanum,“ segir Arantxa. „Tilgangur Violeta by Mango er að klæða ungar konur í stærðum 12 til 24 í flíkur sem hannaðar eru til að vera þægilegar, kvenlegar og nútímalegar,“ segir talskona Mango.Umdeild lína. Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Ekki eru allir á eitt sáttir með nýju fatalínu spænska fatarisans Mango sem setti nýverið á markað línuna Violeta fyrir konur í yfirstærð. Klæðnaðurinn fæst í stærðum 12 til 24 og blöskrar mörgum að forsvarsmenn Mango telji að konur sem noti stærri stærðir en 10 séu í yfirstærð. Neytendur á Spáni og í Bretlandi hafa notað Twitter til að kvarta yfir línunni en í henni eru fjögur hundruð flíkur sem fóru í sölu á netinu í dag en koma í verslanir á morgun. Spænskir viðskiptavinir tískurisans ganga svo langt að fara fram á að sölu á Violeta verði hætt. Lögfræðingurinn Arantxa Calvera hefur stofnað undirskriftarlista þess efnis og hafa 57 þúsund manns skrifað undir nú þegar. „Að telja að stærð 12 sé yfirstærð sýnir mjög brenglaða mynd af raunveruleikanum,“ segir Arantxa. „Tilgangur Violeta by Mango er að klæða ungar konur í stærðum 12 til 24 í flíkur sem hannaðar eru til að vera þægilegar, kvenlegar og nútímalegar,“ segir talskona Mango.Umdeild lína.
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira