Aníta: Passaði mig á því að byrja ekki of hratt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2014 15:38 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Valli „Ég var búin að stefna á þetta met en ég átti ekki alveg von á svona góðum tíma strax. Ég er mjög kát með þetta," sagði Aníta Hinriksdóttir í viðtali við Hauk Harðarson í útsendingu RÚV frá frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Aníta veitt sjónvarpsviðtal í beinni útsendingu sem er nú ekki daglegt brauð hjá þessari hógværu og hlédrægu stúlku. Aníta vann frábæran sigur í 800 metra hlaupi en hin írska og hin þýska áttu ekki möguleika í íslensku hlaupastjörnuna sem setti bæði Íslandsmet fullorðinna og Evrópumet unglinga í hlaupinu. „Ég ætlaði fyrst og fremst að passa mig á því að byrja ekki of hratt eins og ég hef tilhneigingu til að gera. Það gekk allt eftir og þetta var rosalega jafnt hlaup sem þýddi að ég átti nóg eftir í endann," sagði Aníta um hlaupið í dag. „Það er erfitt að stilla sig af og þá sérstaklega þegar maður er svona stressaður. Ég reyndi bara að vera yfirveguð og spara kraftana þar til í endann," sagði Aníta. „Þetta er ákveðinn áfangi á leiðinni. Ég stefni mest á þessu innanhússtímabili núna á mót í New York í febrúar þar sem ég mæti mjög sterkum stelpum í sama aldursflokki og svo HM innanhúss sem verður í Póllandi," segir Aníta. Mótið í New York er auglýst sem einvígi þriggja af bestu ungu millivegahlaupakvenna heimsins. „Þær eru báðar mjög sterkar og eiga báðar betri tíma en ég. Ég hlakka til að mæta þeim. Ég held að ég eigi alveg erindi í þetta hlaup. Ég æfi mikið innanhúss á Íslandi útaf veðrinu og svona. Ég er því skóluð í þessu innanhússhlaupum," segir Aníta en nú þegar Evrópumetið er fallið er heimsmetið nokkuð í hættu? „Ég veit ekki með það en ég stefni á það að gera enn betur," sagði Aníta að lokum í þessu sjónvarpsviðtali við Hauk Harðarson.Vísir/Valli Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta setti einnig Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, setti ekki bara Íslandsmet innanhúss þegar hún vann 800 metra hlaup í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:30 Gunnar Páll: Gæti ekki verið stoltari "Maður gæti einfaldlega ekki verið stoltari, þetta gekk upp alveg eftir bókinni,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttir kampakátur eftir hlaupið. 19. janúar 2014 15:02 Aníta setti glæsilegt Íslandsmet og vann örugglega Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet þegar hún tryggði sér glæsilegan sigur í 800 metra hlaupi í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:20 Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Sjá meira
„Ég var búin að stefna á þetta met en ég átti ekki alveg von á svona góðum tíma strax. Ég er mjög kát með þetta," sagði Aníta Hinriksdóttir í viðtali við Hauk Harðarson í útsendingu RÚV frá frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Aníta veitt sjónvarpsviðtal í beinni útsendingu sem er nú ekki daglegt brauð hjá þessari hógværu og hlédrægu stúlku. Aníta vann frábæran sigur í 800 metra hlaupi en hin írska og hin þýska áttu ekki möguleika í íslensku hlaupastjörnuna sem setti bæði Íslandsmet fullorðinna og Evrópumet unglinga í hlaupinu. „Ég ætlaði fyrst og fremst að passa mig á því að byrja ekki of hratt eins og ég hef tilhneigingu til að gera. Það gekk allt eftir og þetta var rosalega jafnt hlaup sem þýddi að ég átti nóg eftir í endann," sagði Aníta um hlaupið í dag. „Það er erfitt að stilla sig af og þá sérstaklega þegar maður er svona stressaður. Ég reyndi bara að vera yfirveguð og spara kraftana þar til í endann," sagði Aníta. „Þetta er ákveðinn áfangi á leiðinni. Ég stefni mest á þessu innanhússtímabili núna á mót í New York í febrúar þar sem ég mæti mjög sterkum stelpum í sama aldursflokki og svo HM innanhúss sem verður í Póllandi," segir Aníta. Mótið í New York er auglýst sem einvígi þriggja af bestu ungu millivegahlaupakvenna heimsins. „Þær eru báðar mjög sterkar og eiga báðar betri tíma en ég. Ég hlakka til að mæta þeim. Ég held að ég eigi alveg erindi í þetta hlaup. Ég æfi mikið innanhúss á Íslandi útaf veðrinu og svona. Ég er því skóluð í þessu innanhússhlaupum," segir Aníta en nú þegar Evrópumetið er fallið er heimsmetið nokkuð í hættu? „Ég veit ekki með það en ég stefni á það að gera enn betur," sagði Aníta að lokum í þessu sjónvarpsviðtali við Hauk Harðarson.Vísir/Valli
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta setti einnig Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, setti ekki bara Íslandsmet innanhúss þegar hún vann 800 metra hlaup í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:30 Gunnar Páll: Gæti ekki verið stoltari "Maður gæti einfaldlega ekki verið stoltari, þetta gekk upp alveg eftir bókinni,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttir kampakátur eftir hlaupið. 19. janúar 2014 15:02 Aníta setti glæsilegt Íslandsmet og vann örugglega Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet þegar hún tryggði sér glæsilegan sigur í 800 metra hlaupi í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:20 Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Sjá meira
Aníta setti einnig Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, setti ekki bara Íslandsmet innanhúss þegar hún vann 800 metra hlaup í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:30
Gunnar Páll: Gæti ekki verið stoltari "Maður gæti einfaldlega ekki verið stoltari, þetta gekk upp alveg eftir bókinni,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttir kampakátur eftir hlaupið. 19. janúar 2014 15:02
Aníta setti glæsilegt Íslandsmet og vann örugglega Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet þegar hún tryggði sér glæsilegan sigur í 800 metra hlaupi í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. 19. janúar 2014 14:20