Sport

Aníta hefur bætt Íslandsmetið um átta sekúndur á tveimur árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir stakk þær erlendu af.
Aníta Hinriksdóttir stakk þær erlendu af. Vísir/Valli
Hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir stóðst pressuna og átti sviðsljósið í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum í gær.

Aníta vann yfirburðarsigur á tveimur erlendum keppendum í 800 metra hlaupinu og setti ekki aðeins nýtt glæsilega Íslandsmet heldur kom hún einnig í mark á nýju Evrópumeti unglinga.

Aníta þarna sitt fjórða Íslandsmet í 800 metra hlaupi innanhúss á ferlinum og hefur nú bætt metið samtals um rétt tæpar átta sekúndur á undanförnum tveimur árum.



Íslandsmet Anítu Hinriksdóttur í 800 metra hlaupi innanhúss:

1) 21. janúar 2012 - 2:05,96 mínútur

Bætti 35 ára met Lilju Guðmundsdóttur (2:09,72 mínútur frá 26. febrúar 1977) um tæpar 4 sekúndur.

2) 19. janúar 2013 - 2:04,79 mínútur

Bætti met sitt um rúma sekúndu.

3) 2. febrúar 2013 - 2:03,27 mínútur

Bætti met sitt um eina og hálfa sekúndu.

4) 19. janúar 2014 - 2:01,81 mínútur

Bætti met sitt um eina og hálfa sekúndu. Metið er einnig Evrópumet í flokki 19 ára og yngri.



Á tveimur árum hefur Íslandsmetið í 800 metra hlaupi, met sem stóð í 35 ár, farið úr 2:09,72 mínútum niður í 2:01,81 mínútur. Mögnuð frammistaða hjá einni efnilegustu frjálsíþróttakonu Evrópu á árinu 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×