Innlent

Persónuupplýsingum á Snapchat lekið

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
4,6 milljón notendanöfnum og símanúmerum á Snapchat var lekið seint í gær. Fyrir viku greindu eigendur snjallsímaforritsins frá því að þeim hefði verið bent á öryggisgalla, þar sem auðveldlega væri hægt að komast yfir upplýsingar bandarískra Snapchat-notenda. Var þessum upplýsingum svo lekið í gær. Hafa forsvarsmenn fyrirtækisins verið gagnrýndir fyrir seinagang en auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir lekann.

Notendur Snapchat geta sjálfir valið hvort þeir gefi upp símanúmer sitt eða ekki, en uppgefið símanúmer auðveldar vinum að finna hvorn annan innan forritsins.

Nánar má lesa um málið á fréttavef Yahoo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×