Nýtt upplýsingafyrirtæki býður upp á ódýrari þjónustu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 2. janúar 2014 15:29 Nýtt fyrirtæki, 1819, sem veitir upplýsingar um símanúmer fyrirtækja og einstaklinga hefur tekið til starfa. Vefsíða fyrirtækisins opnar formlega síðar í þessum mánuði og á sama tíma mun fyrirtækið byrja að svara í upplýsingasíma. Nákvæm dagsetning hefur ekki verið ákveðin en að sögn Jóhanns Kristjánssonar, stjórnarmanns 1819, verður dagsetningin tilkynnt fljótlega. Fyrirtækið mun koma til með að starfa í beinni samkeppni við Já. „Samkvæmt því sem við erum búin að reikna þá er hægt að bjóða upp á þessa þjónustu allt að 62 prósent ódýrar en verið er að gera núna. Það er algjör óþarfi að borga svona mikið fyrir þessa þjónustu eins og nú þarf að gera,“ segir Jóhann. Fyrirtæki og einstaklingar geta skráð sig á síðuna vilji þau að 1819 geti gefið upplýsingar um símanúmer þeirra. „Ef fólk vill fá lægra verð fyrir upplýsingaþjónustu þá er um að gera að það skrái sig hjá okkur." Nú þegar er hægt að skrá upplýsingar á síðuna en Jóhann segist ekki vera kominn með nákvæmar tölur um hversu mörg númer hafi verið skráð enn sem komið er.Kominn tími á samkeppni „Notendurnir byggja upp vefinn, ef þeir vilja ódýrari þjónustu þá gera þeir það með því að styðja við ódýrari kostinn. Notendurnir stýra því hvernig þetta verður,“ segir Jóhann. Einnig býður fyrirtækið upp á að senda sms á síðunni. Þjónustan verður ekki einskorðuð við ákveðin fyrirtæki og því getur hver sem er sent sms hvert sem er. Jóhann segir að þetta snúist fyrst og fremst um að neytendur hafi val og ekki sé verið að okra á fólki. „Það er alveg kominn tími á samkeppni,“ segir hann. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Nýtt fyrirtæki, 1819, sem veitir upplýsingar um símanúmer fyrirtækja og einstaklinga hefur tekið til starfa. Vefsíða fyrirtækisins opnar formlega síðar í þessum mánuði og á sama tíma mun fyrirtækið byrja að svara í upplýsingasíma. Nákvæm dagsetning hefur ekki verið ákveðin en að sögn Jóhanns Kristjánssonar, stjórnarmanns 1819, verður dagsetningin tilkynnt fljótlega. Fyrirtækið mun koma til með að starfa í beinni samkeppni við Já. „Samkvæmt því sem við erum búin að reikna þá er hægt að bjóða upp á þessa þjónustu allt að 62 prósent ódýrar en verið er að gera núna. Það er algjör óþarfi að borga svona mikið fyrir þessa þjónustu eins og nú þarf að gera,“ segir Jóhann. Fyrirtæki og einstaklingar geta skráð sig á síðuna vilji þau að 1819 geti gefið upplýsingar um símanúmer þeirra. „Ef fólk vill fá lægra verð fyrir upplýsingaþjónustu þá er um að gera að það skrái sig hjá okkur." Nú þegar er hægt að skrá upplýsingar á síðuna en Jóhann segist ekki vera kominn með nákvæmar tölur um hversu mörg númer hafi verið skráð enn sem komið er.Kominn tími á samkeppni „Notendurnir byggja upp vefinn, ef þeir vilja ódýrari þjónustu þá gera þeir það með því að styðja við ódýrari kostinn. Notendurnir stýra því hvernig þetta verður,“ segir Jóhann. Einnig býður fyrirtækið upp á að senda sms á síðunni. Þjónustan verður ekki einskorðuð við ákveðin fyrirtæki og því getur hver sem er sent sms hvert sem er. Jóhann segir að þetta snúist fyrst og fremst um að neytendur hafi val og ekki sé verið að okra á fólki. „Það er alveg kominn tími á samkeppni,“ segir hann.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira