Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Heimir Már Pétursson skrifar 6. janúar 2014 13:36 Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugðið við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. mynd/pjetur Sigurður Ólason framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir Seðlabanka Íslands í þrígang hafa orðið uppvísan að því að reikna vitlaust þegar kemur að útflutningi fyrirtækisins, sem bæði fyrirtækið og forstjóri félagsins hafa verið kærð fyrir. Sigurður skrifar pistil á heimasíðu félagsins í dag um útreikninga Seðlabankans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Samherja á gjaldeyrislögum við útflutning á sjávarafurðum. En í sem einföldustu máli felst ásökun bankans í þvi að Samherji gefi upp lægra verð til fyrirtækja sem tengjast eða eru í eigu Samherja í útlöndum en til ótengdra aðila. Í greininni segir Sigurður að Samherji hafi loks fengið í hendur hluta rannsóknargagna Seðlabankans í máli hans á hendur félaginu. Það sé ekki laust við að mönnum hafi brugðið við að skoða þá aðferðafræði og þá útreikninga sem þar séu viðhafðir.Mismunandi söluskilmálarTil að búa til hið svo kallaða undirverð leggi Seðlabanki Íslands að jöfnu sölureikninga með mismunandi söluskilmálum inn á ólík markaðssvæði. Þessir mismunandi skilmálar geri það að verkum að í öðru tilvikinu beri söluaðilinn allan kostnað upp að dyrum kaupanda, þar með talda tolla (DDP skilmálar), en í hinu tilvikinu sé það kaupandinn sem beri þann kostnað (CIF skilmálar). Sigurður segir Seðlabankann í þrígang uppvísan að því að reikna vitlaust.Sigurður Ólasonmynd/samherji„Í upphafi þegar Seðlabankinn fær húsleitarheinmildina, fara þeir fram með útreikning í karfa og þar er í rauninni skekkja upp á þúsundir prósenta sem við höfum í rauninni sýnt fram á á heimasíðunni okkar áður. Síðan aftur í maí, þá er það í annað skiptið. Þá leggja þeir fyrir gögn í Hæstarétti þar sem útreikningar eru einnig rangir og þeim gögnum leyndu þeir fyrir okkur,“ segir Sigurður. Og í nýjustu gögnunum komi fram að Seðlabankinn hafi í þriðja sinn reiknað vitlaust.Mönnum hjá Samherja brugðið„Og manni er raunverulega brugðið að sjá hvað þeir gera þar, því þeir setja fram skilgreiningu á þessum söluskilmálum CIF og DDP. Sem þýðir að þeir vita mismuninn á þessu. En samt sem áður, til að reikna þennan mismun sem þeir fá fram á þessu tímabili þá bera þeir þetta að jöfnu. Þá taka þeir ekki tillit til mismunandi kostnaðar sem er fólgin í þessum söluskilmálum,“ Sigurður.Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja er kærður af Seðlabanka Íslands sem stjórnarmaður í Ice Fresh Seafood vegna sölu á rúmum 5.000 kg af bleikju til dótturfélags Samherja í Þýskalandi og nemur fjárhæð hinna meintu brota rúmum 2 milljónum króna eða sem samsvarar 0,002% af veltu félagsins. Sigurður segir að þannig sé kært fyrir sölu sem gaf samkvæmt útreikningum Seðlabankans 21% lægra verð til tengds aðila en sem í raun skilaði 1% hærra verði til Ice Fresh Seafood þegar fyrirtækið var búið að greiða öll þau gjöld sem því var skylt samkvæmt söluskilmálum. Í öllum tilfellum hafi Seðlabankinn borið saman CIF verð til tengds aðila við DDP verð til ótengds aðila til að búa til svo kallað undirverð.Og þessir mismunandi skilmálar, það er alveg eðilegt að ykkar mat að þeir séu viðhafðir?„Þetta eru bara eðlilegir söluskilmálar. Þetta er í raun bara skilgreining á því hvor aðilinn ber tolla, aðflutningsgjöld og annað. DDP þýðir í raun að söluaðilinn ber kostnaðinn upp að dyrum kaupandans Þannig að þá er verðið á vörunni það sama,“ segir Sigurður. Mönnum sé brugðið við þessar reikningskúnstir Seðlabankans því bankinn skilji augljóslega mismuninn á þessum tveimur mismunandi verðum.Þannig að þetta mál mun falla um sjálft sig, farði það einhvern tíma fyrir dómstóla, að ykkar mati?„Ég get ekki séð annað. Því reikningarnir sem þetta byggir á, þessar kærur eru bara rangar,“ segir Sigurður Ólason. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Sigurður Ólason framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir Seðlabanka Íslands í þrígang hafa orðið uppvísan að því að reikna vitlaust þegar kemur að útflutningi fyrirtækisins, sem bæði fyrirtækið og forstjóri félagsins hafa verið kærð fyrir. Sigurður skrifar pistil á heimasíðu félagsins í dag um útreikninga Seðlabankans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Samherja á gjaldeyrislögum við útflutning á sjávarafurðum. En í sem einföldustu máli felst ásökun bankans í þvi að Samherji gefi upp lægra verð til fyrirtækja sem tengjast eða eru í eigu Samherja í útlöndum en til ótengdra aðila. Í greininni segir Sigurður að Samherji hafi loks fengið í hendur hluta rannsóknargagna Seðlabankans í máli hans á hendur félaginu. Það sé ekki laust við að mönnum hafi brugðið við að skoða þá aðferðafræði og þá útreikninga sem þar séu viðhafðir.Mismunandi söluskilmálarTil að búa til hið svo kallaða undirverð leggi Seðlabanki Íslands að jöfnu sölureikninga með mismunandi söluskilmálum inn á ólík markaðssvæði. Þessir mismunandi skilmálar geri það að verkum að í öðru tilvikinu beri söluaðilinn allan kostnað upp að dyrum kaupanda, þar með talda tolla (DDP skilmálar), en í hinu tilvikinu sé það kaupandinn sem beri þann kostnað (CIF skilmálar). Sigurður segir Seðlabankann í þrígang uppvísan að því að reikna vitlaust.Sigurður Ólasonmynd/samherji„Í upphafi þegar Seðlabankinn fær húsleitarheinmildina, fara þeir fram með útreikning í karfa og þar er í rauninni skekkja upp á þúsundir prósenta sem við höfum í rauninni sýnt fram á á heimasíðunni okkar áður. Síðan aftur í maí, þá er það í annað skiptið. Þá leggja þeir fyrir gögn í Hæstarétti þar sem útreikningar eru einnig rangir og þeim gögnum leyndu þeir fyrir okkur,“ segir Sigurður. Og í nýjustu gögnunum komi fram að Seðlabankinn hafi í þriðja sinn reiknað vitlaust.Mönnum hjá Samherja brugðið„Og manni er raunverulega brugðið að sjá hvað þeir gera þar, því þeir setja fram skilgreiningu á þessum söluskilmálum CIF og DDP. Sem þýðir að þeir vita mismuninn á þessu. En samt sem áður, til að reikna þennan mismun sem þeir fá fram á þessu tímabili þá bera þeir þetta að jöfnu. Þá taka þeir ekki tillit til mismunandi kostnaðar sem er fólgin í þessum söluskilmálum,“ Sigurður.Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja er kærður af Seðlabanka Íslands sem stjórnarmaður í Ice Fresh Seafood vegna sölu á rúmum 5.000 kg af bleikju til dótturfélags Samherja í Þýskalandi og nemur fjárhæð hinna meintu brota rúmum 2 milljónum króna eða sem samsvarar 0,002% af veltu félagsins. Sigurður segir að þannig sé kært fyrir sölu sem gaf samkvæmt útreikningum Seðlabankans 21% lægra verð til tengds aðila en sem í raun skilaði 1% hærra verði til Ice Fresh Seafood þegar fyrirtækið var búið að greiða öll þau gjöld sem því var skylt samkvæmt söluskilmálum. Í öllum tilfellum hafi Seðlabankinn borið saman CIF verð til tengds aðila við DDP verð til ótengds aðila til að búa til svo kallað undirverð.Og þessir mismunandi skilmálar, það er alveg eðilegt að ykkar mat að þeir séu viðhafðir?„Þetta eru bara eðlilegir söluskilmálar. Þetta er í raun bara skilgreining á því hvor aðilinn ber tolla, aðflutningsgjöld og annað. DDP þýðir í raun að söluaðilinn ber kostnaðinn upp að dyrum kaupandans Þannig að þá er verðið á vörunni það sama,“ segir Sigurður. Mönnum sé brugðið við þessar reikningskúnstir Seðlabankans því bankinn skilji augljóslega mismuninn á þessum tveimur mismunandi verðum.Þannig að þetta mál mun falla um sjálft sig, farði það einhvern tíma fyrir dómstóla, að ykkar mati?„Ég get ekki séð annað. Því reikningarnir sem þetta byggir á, þessar kærur eru bara rangar,“ segir Sigurður Ólason.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira