Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Heimir Már Pétursson skrifar 6. janúar 2014 13:36 Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugðið við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. mynd/pjetur Sigurður Ólason framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir Seðlabanka Íslands í þrígang hafa orðið uppvísan að því að reikna vitlaust þegar kemur að útflutningi fyrirtækisins, sem bæði fyrirtækið og forstjóri félagsins hafa verið kærð fyrir. Sigurður skrifar pistil á heimasíðu félagsins í dag um útreikninga Seðlabankans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Samherja á gjaldeyrislögum við útflutning á sjávarafurðum. En í sem einföldustu máli felst ásökun bankans í þvi að Samherji gefi upp lægra verð til fyrirtækja sem tengjast eða eru í eigu Samherja í útlöndum en til ótengdra aðila. Í greininni segir Sigurður að Samherji hafi loks fengið í hendur hluta rannsóknargagna Seðlabankans í máli hans á hendur félaginu. Það sé ekki laust við að mönnum hafi brugðið við að skoða þá aðferðafræði og þá útreikninga sem þar séu viðhafðir.Mismunandi söluskilmálarTil að búa til hið svo kallaða undirverð leggi Seðlabanki Íslands að jöfnu sölureikninga með mismunandi söluskilmálum inn á ólík markaðssvæði. Þessir mismunandi skilmálar geri það að verkum að í öðru tilvikinu beri söluaðilinn allan kostnað upp að dyrum kaupanda, þar með talda tolla (DDP skilmálar), en í hinu tilvikinu sé það kaupandinn sem beri þann kostnað (CIF skilmálar). Sigurður segir Seðlabankann í þrígang uppvísan að því að reikna vitlaust.Sigurður Ólasonmynd/samherji„Í upphafi þegar Seðlabankinn fær húsleitarheinmildina, fara þeir fram með útreikning í karfa og þar er í rauninni skekkja upp á þúsundir prósenta sem við höfum í rauninni sýnt fram á á heimasíðunni okkar áður. Síðan aftur í maí, þá er það í annað skiptið. Þá leggja þeir fyrir gögn í Hæstarétti þar sem útreikningar eru einnig rangir og þeim gögnum leyndu þeir fyrir okkur,“ segir Sigurður. Og í nýjustu gögnunum komi fram að Seðlabankinn hafi í þriðja sinn reiknað vitlaust.Mönnum hjá Samherja brugðið„Og manni er raunverulega brugðið að sjá hvað þeir gera þar, því þeir setja fram skilgreiningu á þessum söluskilmálum CIF og DDP. Sem þýðir að þeir vita mismuninn á þessu. En samt sem áður, til að reikna þennan mismun sem þeir fá fram á þessu tímabili þá bera þeir þetta að jöfnu. Þá taka þeir ekki tillit til mismunandi kostnaðar sem er fólgin í þessum söluskilmálum,“ Sigurður.Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja er kærður af Seðlabanka Íslands sem stjórnarmaður í Ice Fresh Seafood vegna sölu á rúmum 5.000 kg af bleikju til dótturfélags Samherja í Þýskalandi og nemur fjárhæð hinna meintu brota rúmum 2 milljónum króna eða sem samsvarar 0,002% af veltu félagsins. Sigurður segir að þannig sé kært fyrir sölu sem gaf samkvæmt útreikningum Seðlabankans 21% lægra verð til tengds aðila en sem í raun skilaði 1% hærra verði til Ice Fresh Seafood þegar fyrirtækið var búið að greiða öll þau gjöld sem því var skylt samkvæmt söluskilmálum. Í öllum tilfellum hafi Seðlabankinn borið saman CIF verð til tengds aðila við DDP verð til ótengds aðila til að búa til svo kallað undirverð.Og þessir mismunandi skilmálar, það er alveg eðilegt að ykkar mat að þeir séu viðhafðir?„Þetta eru bara eðlilegir söluskilmálar. Þetta er í raun bara skilgreining á því hvor aðilinn ber tolla, aðflutningsgjöld og annað. DDP þýðir í raun að söluaðilinn ber kostnaðinn upp að dyrum kaupandans Þannig að þá er verðið á vörunni það sama,“ segir Sigurður. Mönnum sé brugðið við þessar reikningskúnstir Seðlabankans því bankinn skilji augljóslega mismuninn á þessum tveimur mismunandi verðum.Þannig að þetta mál mun falla um sjálft sig, farði það einhvern tíma fyrir dómstóla, að ykkar mati?„Ég get ekki séð annað. Því reikningarnir sem þetta byggir á, þessar kærur eru bara rangar,“ segir Sigurður Ólason. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Sigurður Ólason framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir Seðlabanka Íslands í þrígang hafa orðið uppvísan að því að reikna vitlaust þegar kemur að útflutningi fyrirtækisins, sem bæði fyrirtækið og forstjóri félagsins hafa verið kærð fyrir. Sigurður skrifar pistil á heimasíðu félagsins í dag um útreikninga Seðlabankans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Samherja á gjaldeyrislögum við útflutning á sjávarafurðum. En í sem einföldustu máli felst ásökun bankans í þvi að Samherji gefi upp lægra verð til fyrirtækja sem tengjast eða eru í eigu Samherja í útlöndum en til ótengdra aðila. Í greininni segir Sigurður að Samherji hafi loks fengið í hendur hluta rannsóknargagna Seðlabankans í máli hans á hendur félaginu. Það sé ekki laust við að mönnum hafi brugðið við að skoða þá aðferðafræði og þá útreikninga sem þar séu viðhafðir.Mismunandi söluskilmálarTil að búa til hið svo kallaða undirverð leggi Seðlabanki Íslands að jöfnu sölureikninga með mismunandi söluskilmálum inn á ólík markaðssvæði. Þessir mismunandi skilmálar geri það að verkum að í öðru tilvikinu beri söluaðilinn allan kostnað upp að dyrum kaupanda, þar með talda tolla (DDP skilmálar), en í hinu tilvikinu sé það kaupandinn sem beri þann kostnað (CIF skilmálar). Sigurður segir Seðlabankann í þrígang uppvísan að því að reikna vitlaust.Sigurður Ólasonmynd/samherji„Í upphafi þegar Seðlabankinn fær húsleitarheinmildina, fara þeir fram með útreikning í karfa og þar er í rauninni skekkja upp á þúsundir prósenta sem við höfum í rauninni sýnt fram á á heimasíðunni okkar áður. Síðan aftur í maí, þá er það í annað skiptið. Þá leggja þeir fyrir gögn í Hæstarétti þar sem útreikningar eru einnig rangir og þeim gögnum leyndu þeir fyrir okkur,“ segir Sigurður. Og í nýjustu gögnunum komi fram að Seðlabankinn hafi í þriðja sinn reiknað vitlaust.Mönnum hjá Samherja brugðið„Og manni er raunverulega brugðið að sjá hvað þeir gera þar, því þeir setja fram skilgreiningu á þessum söluskilmálum CIF og DDP. Sem þýðir að þeir vita mismuninn á þessu. En samt sem áður, til að reikna þennan mismun sem þeir fá fram á þessu tímabili þá bera þeir þetta að jöfnu. Þá taka þeir ekki tillit til mismunandi kostnaðar sem er fólgin í þessum söluskilmálum,“ Sigurður.Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja er kærður af Seðlabanka Íslands sem stjórnarmaður í Ice Fresh Seafood vegna sölu á rúmum 5.000 kg af bleikju til dótturfélags Samherja í Þýskalandi og nemur fjárhæð hinna meintu brota rúmum 2 milljónum króna eða sem samsvarar 0,002% af veltu félagsins. Sigurður segir að þannig sé kært fyrir sölu sem gaf samkvæmt útreikningum Seðlabankans 21% lægra verð til tengds aðila en sem í raun skilaði 1% hærra verði til Ice Fresh Seafood þegar fyrirtækið var búið að greiða öll þau gjöld sem því var skylt samkvæmt söluskilmálum. Í öllum tilfellum hafi Seðlabankinn borið saman CIF verð til tengds aðila við DDP verð til ótengds aðila til að búa til svo kallað undirverð.Og þessir mismunandi skilmálar, það er alveg eðilegt að ykkar mat að þeir séu viðhafðir?„Þetta eru bara eðlilegir söluskilmálar. Þetta er í raun bara skilgreining á því hvor aðilinn ber tolla, aðflutningsgjöld og annað. DDP þýðir í raun að söluaðilinn ber kostnaðinn upp að dyrum kaupandans Þannig að þá er verðið á vörunni það sama,“ segir Sigurður. Mönnum sé brugðið við þessar reikningskúnstir Seðlabankans því bankinn skilji augljóslega mismuninn á þessum tveimur mismunandi verðum.Þannig að þetta mál mun falla um sjálft sig, farði það einhvern tíma fyrir dómstóla, að ykkar mati?„Ég get ekki séð annað. Því reikningarnir sem þetta byggir á, þessar kærur eru bara rangar,“ segir Sigurður Ólason.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira