Staða Schumacher óbreytt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2014 15:38 Michael Schumacher er enn haldið sofandi. Nordic Photos / Getty Umboðsmaður Michael Schumacher segir að þýski ökuþórinn sé enn í lífshættu eftir skíðaslys þrátt fyrir að annað hafi verið fullyrt í fjölmiðlum síðustu daga. Fjölmiðlar höfðu eftir Philippe Strieff, fyrrum ökumanni í Formúlunni, að Schumacher væri ekki lengur í lífshættu eftir að hann hlaut alvarlega höfuðáverka í frönsku ölpunum fyrir rúmri viku síðan. Sabine Kehm, umboðsmaður Schumacher, gaf út yfirlýsingu í dag þar sem ítrekað var að ástand Schumacher væri óbreytt. Það væri stöðugt en Schumacher væri enn í lífshættu. Schumacher hefur nú verið haldið sofandi í átta daga en fyrstu dagana gekkst hann undir tvær aðgerðir. Losað var um þrýsting á heilann eftir miklar blæðingar sem hann hlaut eftir fallið. Ekki er áætlað að læknalið sjúkrahússins þar sem Schumacher dvelur gefi frekari upplýsingar um stöðu mála á næstu dögum nema að miklar breytingar verði á ástandi hans. Ítrekað var að aðeins væri mark takandi á upplýsingum frá sjúkrahúsinu eða teymi Schumachers. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Umboðsmaður Michael Schumacher segir að þýski ökuþórinn sé enn í lífshættu eftir skíðaslys þrátt fyrir að annað hafi verið fullyrt í fjölmiðlum síðustu daga. Fjölmiðlar höfðu eftir Philippe Strieff, fyrrum ökumanni í Formúlunni, að Schumacher væri ekki lengur í lífshættu eftir að hann hlaut alvarlega höfuðáverka í frönsku ölpunum fyrir rúmri viku síðan. Sabine Kehm, umboðsmaður Schumacher, gaf út yfirlýsingu í dag þar sem ítrekað var að ástand Schumacher væri óbreytt. Það væri stöðugt en Schumacher væri enn í lífshættu. Schumacher hefur nú verið haldið sofandi í átta daga en fyrstu dagana gekkst hann undir tvær aðgerðir. Losað var um þrýsting á heilann eftir miklar blæðingar sem hann hlaut eftir fallið. Ekki er áætlað að læknalið sjúkrahússins þar sem Schumacher dvelur gefi frekari upplýsingar um stöðu mála á næstu dögum nema að miklar breytingar verði á ástandi hans. Ítrekað var að aðeins væri mark takandi á upplýsingum frá sjúkrahúsinu eða teymi Schumachers.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira