Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2014 21:48 Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda annars þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. Miðlar 365 hafa á undanförnum vikum unnið að fréttaskýringu um flugslysið og birtist fyrsti hluti umfjöllunarinnar í Fréttablaðinu í dag. Annar hluti birtist síðan í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen. Í Íslandi í dag var rætt m.a við Kristján Skjóldal sem var með þeim fyrstu á vettvang þegar slysið varð og bræðurna Mikael og Rolf Tryggvasyni en bróðir þeirra Pétur Róbert Tryggvason lést í slysinu. Þá er sýnt myndband af slysinu sjálfu sem þangað til í dag hafði ekki komið fyrir almenningssjónir. Takmarkaðar upplýsingar um mál sem varðar almannahagsmuni Sagan af slysinu hefur aldrei verið fyllilega sögð og fram að þessu verið til staðar takmarkaðar upplýsingar um orsakir þess. Þegar flugvélin var tæpum 20 kílómetrum frá Akureyrarflugvelli sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því viðflugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sendi frá sér bráðabirgðaskýrslu hinn 5. október sl. um slysið á Hlíðarfjallsvegi. Þar segir að þegar flugvélinni hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún misst hæð. Hvað þýðir það þegar vél missir hæð? Fréttastofan leitaði til sérfræðinga í flugöryggismálum til að fá skýringar á hugtakinu. Fjöldi sérfræðinga vildi ekki tjá sig. Einn þeirra talaði um samtryggingu þagnarinnar í þessum efnum. Eins og er algengt í kunningjasamfélaginu Íslandi gengur erfiðlega að fá menn til að tjá sig um viðkvæm mál. Svo fjölmiðlar geti rækt hlutverk sitt í lýðræðisþjóðfélagi verða þeir að vera í stöðu til að afhjúpa mál, kryfja þau og greina. Þá fyrst er hægt að draga af þeim lærdóm. Í skýrslu Isavia um flugslysaæfingu frá síðasta ári segir: Mótorbilun á seinasta kafla aðflugs leiddi til þess að vélin missti hæð og skall til jarðar og brotnaði og eldar kviknuðu.Þarna er gengið út frá því að bilun orsaki hæðarmissi. Það að missa hæð í tungutaki flugmanna felur í sér að einhverjir ytri utanaðkomandi þættir hafi ráðið för. Þegar flugmaður tekur meðvitaða ákvörðun um að lækka flugið þá er vélin sem hann stýrir ekki að "missa hæð." Í bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um flygslysið viðHlíðarfjallsveg segir: „Ekki barst tilkynning um bilun eða neyðarástand frááhöfn flugvélarinnar á meðan á fluginu stóð.“ Á hvaða tímapunkti missir flugvélin hæð? Hvers vegna fullyrðir rannsóknarnefnd samgönguslysa að vélin hafi misst hæð? Fréttastofan óskaði eftir viðtali við Þorkel Ágústsson, rannsakanda hjárannsóknarnefnd samgönguslysa vegna þessarar skýrslu, en hann skrifaði textann sem sendur var út í nafni nefndarinnar. Þorkell baðst undan viðtali. Hið sama gerði Geirþrúður Alfreðsdóttir, flugmaður og formaður rannsóknarnefndarinnar. Geirþrúður sagði að margar ástæður gætu orsakað það að vélin missir flugið. Engin skýrsla tekin af mikilvægu vitni Kristján Skjóldal varð vitni að slysinu og var með þeim fyrstu á vettvang áslysstað. Kristján segist hafa talið að það hafi verið meðvituð ákvörðun að fljúga vélinni svona lágt. Þannig hafi hún komið inn í aðfluginu. Þetta hafi ekki litið þannig út að vélin hafi verið að missa hæð yfir akstursíþróttabrautinni. Athygli vekur að hvorki lögreglan á Akureyri né rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa séð ástæðu til að taka skýrslu af Kristjáni Skjóldal. Vélin tók það sem flugmenn kalla low pass, eða lágt flug skammt frá jörðu, yfir flugbrautina. Reglur um flughæð koma fram í flugreglum og í Flugmálahandbók Íslands. Þar segir: „Loftförum skal ekki flogið neðan lágmarksflughæða nema við flugtök og lendingar. Haga skal flugi þannig að það skapi ekki ónauðsynlegan hávaða néhættu fyrir fólk og eignir komi til nauðlendingar. Lágmarkshæð yfir borgum,öðrum þéttbýlum svæðum og yfir útisamkomum skal vera að minnsta kosti 1000 fet (300 m) yfir hæstu hindrun innan 600 m fjarlægðar frá loftfarinu.“ Þess má geta að þessi hæð, lágmarksflughæð, er eins og fjórum Hallgrímskirkjuturnum væri raðað ofan á hvorn annan. Lágflug af þessu tagi, á skjön við reglur, og óvenjulegar flugleiðir voru algengar hjá Mýflugi. Björn Gunnarsson hafði starfað sem læknir við sjúkraflugið frá Akureyri í um áratug þegar hann sagði upp störfum fyrir um einu og hálfu ári. Hann var læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugsins frá árinu 2006. Björn segir í samtali við fréttastofu 365 að hann hafi endurtekið átt fundi meðLeifi Hallgrímssyni, framkvæmdastjóra Mýflugs, en það hafi verið erfitt að ræða við Leif. Hann hafi annað hvort farið upp á hátt c eða hlegið. Björn segir að flugmenn Mýflugs hafi ítrekað farið í lágflug eða low-pass á ýmsum stöðum. Hann nefnir sem dæmi heimferð eftir sjúkraflug þegar haldinn var flugdagur hátíðlegur á Akureyrarflugvelli. „Þeir spyrja hvort þeir megi fara í low pass og ég segi já - ef þið farið varlega.Það loddi við fara í einhver „show off“ og þetta skipti varð ég virkilega hræddur. Það var langt út fyrir öll þægindamörk. Leifur reif upp vélina í krappa beygju þannig að maður fékk mörg g í þyngdarkraft. Ég hélt að minn síðasti dagur væri kominn." Þessi orð Björns staðfesta að lágflug af þessu tagi tíðkaðist hjá Mýflugi. Þá segist Rolf Tryggvason tvisvar sinnum hafa lent í því að vera um borð í TF-MYX þegar hún flaug yfir akstursíþróttabrautina við Hlíðarfjallsveg. Í annað skiptið var um low-pass að ræða. Aðrir kannast ekki við óvenjulega starfshætti. Jón Knutsen sjúkraflutningamaður kannast ekki við tilvik þar sem starfshættir flugmanna Mýflugs orkuðu tvímælis. Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Mýflugs, var í viðtali í þættinum Um land allt hinn 16. desember 2012 en þar ræddi hann um starfsemi stærri flugfélaga og frelsið sem fylgir því að fljúga fyrir Mýflug. „Þetta er nú bara svona eins og að keyra strætó, held ég, að fljúga svona þotum. Að minnsta kosti þeir sem hafa komið og verið að fljúga hjá okkur – komið frá þessum stóru félögum, við höfum fengið svoleiðis menn – það er pínulítið eins og þegar kúnum er hleypt út á vorin. Það er bara svoleiðis, sko. Þetta er allt svo niðurnjörvað á þessum þotum. Þú mátt ekki gera neitt. Það er fylgst með þér og horft yfir öxlina á þér og þú ert látinn svara til saka ef þú beygir meira en 30 gráður – og þar fram eftir götunum,“ sagði Leifur í viðtalinu. Ekki er hægt að draga of víðtækar ályktanir af þessu viðtali við Leif, en ummæli hans um kröfur sem gerðar eru til flugmanna hjá stórum flugfélögunum vekjaóneitanlega athygli.Mun aldrei um heilt gróa Leifur Hallgrímsson hefur alltaf neitað fréttastofu um viðtal, en hann sagði í samtali við blaðamann símleiðis: „Þetta slys markaði djúp spor í rekstur okkar flugfélags. Á þann hátt að það mun aldrei um heilt gróa." Bræðurnir Mikael og Rolf Tryggvasynir, bræður Pétur Róberts Tryggvasonar, sjúkraflutningamanns sem lést í slysinu, takast nú á við bróðurmissinn. Þeir misstu ekki bara bróður sinn heldur góðan vin í blóma lífsins. Rolf og Mikael voru á ferðalagi í sitt hvoru lagi þegar hin vofeiflegu tíðindi bárust. Rolf er sjálfur sjúkraflutningamaður og með marga tugi flugferða að baki með Mýflugi. Rolf segir að þetta hefði eins getað verið hann um borð í vélinni. Fjölskylda Pétur Róberts vill fara fram á rannsókn, sakamálarannsókn hjálögreglu á því sem gerðist við Hlíðarfjallsveg. Rolf starfar enn hjá Mýflugi. Þrátt fyrir erfiðleikana og sorgina sem fylgir bróðurmissinum horfist hann í augu við aðstæður af jafnvægi og segist ekki bera kala til stjórnenda eða eigenda Mýflugs.Almannahagsmunir mæla með birtingu myndbands Fréttastofa 365 telur að brýnir almannahagsmunir mæli með birtingu myndbands af flugslysinu af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi verði að upplýsa um nákvæmlega hvað gerðist þegar TF-MYX brotlenti við Hlíðarfjallsveg til að draga af því lærdóm. Í öðru lagi er rannsóknarnefnd samgönguslysa opinber nefnd sem fjármögnuð er með skattfé. Í þriðja lagi annast fyrirtækið Mýflug sjúkraflug á grundvelli opinbers samnings að undangengnu útboði. Kostnaður vegna sjúkraflugsins á grundvelli þessa samnings greiðist úr ríkissjóði. Fréttastofan telur að umfjöllun um flugslysið við Hlíðarfjallsveg sé innlegg í umræðu um rannsókn á flugslysum á Íslandi og starfsháttum þeirra sem annast sjúkraflug á grundvelli opinbers samnings. Af þessum sökum eigi birting myndbandsins og önnur umfjöllun um málið brýnt erindi við almenning. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttaskýringar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vettvangsrannsókn á slysstað í Hlíðarfjalli er lokið 6. ágúst 2013 18:06 Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30 Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Könnun Mýflugs: „Ekkert ábótavant sem þarf að bregðast við“ "Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur,“ segir flugöryggisfulltrúi Mýflugs. 6. janúar 2014 13:44 Þriðja slysið í lágflugi á fjórum árum Flugslysið við Hlíðarfjall á Akureyri í fyrra sem Vísir hefur fjallað um í dag er það þriðja á rúmum fjórum árum þar sem flugvél var í lágflugi. 6. janúar 2014 17:00 Bráðabirgðaskýrsla um flugslysið: Flak og hreyflar skoðaðir frekar Skrokkur vélarinnar brotnaði og hafnaði um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð, segir í skýrslunni. 4. október 2013 15:53 Læknir óttaðist um líf sitt og spáði að sjúkraflug Mýflugs myndi enda illa Fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Hann hafi verið hætt kominn í lágflugi Leifs Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Mýflugs. 7. janúar 2014 07:00 60-70 manns leituðu áfallahjálpar Tíu manna áfallahjálparteymi Rauða krossins á Norðurlandi hlúir nú að aðstandendum og sjónarvottum eftir flugslys nálægt Akureyri í dag 5. ágúst 2013 16:56 „Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15 Ályktanir rannsóknarnefndar stangast á við framburð vitna Lögmaður barna Péturs Tryggvasonar sjúkraflutningamannsins sem lést í flugslysinu í Hlíðarfjalli, segir nú til vandlegrar skoðunar að óska opinberrar rannsóknar á brotlendingunni og tildrögum hennar. 6. janúar 2014 09:17 Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt 6. janúar 2014 07:00 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda annars þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. Miðlar 365 hafa á undanförnum vikum unnið að fréttaskýringu um flugslysið og birtist fyrsti hluti umfjöllunarinnar í Fréttablaðinu í dag. Annar hluti birtist síðan í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen. Í Íslandi í dag var rætt m.a við Kristján Skjóldal sem var með þeim fyrstu á vettvang þegar slysið varð og bræðurna Mikael og Rolf Tryggvasyni en bróðir þeirra Pétur Róbert Tryggvason lést í slysinu. Þá er sýnt myndband af slysinu sjálfu sem þangað til í dag hafði ekki komið fyrir almenningssjónir. Takmarkaðar upplýsingar um mál sem varðar almannahagsmuni Sagan af slysinu hefur aldrei verið fyllilega sögð og fram að þessu verið til staðar takmarkaðar upplýsingar um orsakir þess. Þegar flugvélin var tæpum 20 kílómetrum frá Akureyrarflugvelli sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því viðflugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sendi frá sér bráðabirgðaskýrslu hinn 5. október sl. um slysið á Hlíðarfjallsvegi. Þar segir að þegar flugvélinni hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún misst hæð. Hvað þýðir það þegar vél missir hæð? Fréttastofan leitaði til sérfræðinga í flugöryggismálum til að fá skýringar á hugtakinu. Fjöldi sérfræðinga vildi ekki tjá sig. Einn þeirra talaði um samtryggingu þagnarinnar í þessum efnum. Eins og er algengt í kunningjasamfélaginu Íslandi gengur erfiðlega að fá menn til að tjá sig um viðkvæm mál. Svo fjölmiðlar geti rækt hlutverk sitt í lýðræðisþjóðfélagi verða þeir að vera í stöðu til að afhjúpa mál, kryfja þau og greina. Þá fyrst er hægt að draga af þeim lærdóm. Í skýrslu Isavia um flugslysaæfingu frá síðasta ári segir: Mótorbilun á seinasta kafla aðflugs leiddi til þess að vélin missti hæð og skall til jarðar og brotnaði og eldar kviknuðu.Þarna er gengið út frá því að bilun orsaki hæðarmissi. Það að missa hæð í tungutaki flugmanna felur í sér að einhverjir ytri utanaðkomandi þættir hafi ráðið för. Þegar flugmaður tekur meðvitaða ákvörðun um að lækka flugið þá er vélin sem hann stýrir ekki að "missa hæð." Í bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um flygslysið viðHlíðarfjallsveg segir: „Ekki barst tilkynning um bilun eða neyðarástand frááhöfn flugvélarinnar á meðan á fluginu stóð.“ Á hvaða tímapunkti missir flugvélin hæð? Hvers vegna fullyrðir rannsóknarnefnd samgönguslysa að vélin hafi misst hæð? Fréttastofan óskaði eftir viðtali við Þorkel Ágústsson, rannsakanda hjárannsóknarnefnd samgönguslysa vegna þessarar skýrslu, en hann skrifaði textann sem sendur var út í nafni nefndarinnar. Þorkell baðst undan viðtali. Hið sama gerði Geirþrúður Alfreðsdóttir, flugmaður og formaður rannsóknarnefndarinnar. Geirþrúður sagði að margar ástæður gætu orsakað það að vélin missir flugið. Engin skýrsla tekin af mikilvægu vitni Kristján Skjóldal varð vitni að slysinu og var með þeim fyrstu á vettvang áslysstað. Kristján segist hafa talið að það hafi verið meðvituð ákvörðun að fljúga vélinni svona lágt. Þannig hafi hún komið inn í aðfluginu. Þetta hafi ekki litið þannig út að vélin hafi verið að missa hæð yfir akstursíþróttabrautinni. Athygli vekur að hvorki lögreglan á Akureyri né rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa séð ástæðu til að taka skýrslu af Kristjáni Skjóldal. Vélin tók það sem flugmenn kalla low pass, eða lágt flug skammt frá jörðu, yfir flugbrautina. Reglur um flughæð koma fram í flugreglum og í Flugmálahandbók Íslands. Þar segir: „Loftförum skal ekki flogið neðan lágmarksflughæða nema við flugtök og lendingar. Haga skal flugi þannig að það skapi ekki ónauðsynlegan hávaða néhættu fyrir fólk og eignir komi til nauðlendingar. Lágmarkshæð yfir borgum,öðrum þéttbýlum svæðum og yfir útisamkomum skal vera að minnsta kosti 1000 fet (300 m) yfir hæstu hindrun innan 600 m fjarlægðar frá loftfarinu.“ Þess má geta að þessi hæð, lágmarksflughæð, er eins og fjórum Hallgrímskirkjuturnum væri raðað ofan á hvorn annan. Lágflug af þessu tagi, á skjön við reglur, og óvenjulegar flugleiðir voru algengar hjá Mýflugi. Björn Gunnarsson hafði starfað sem læknir við sjúkraflugið frá Akureyri í um áratug þegar hann sagði upp störfum fyrir um einu og hálfu ári. Hann var læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugsins frá árinu 2006. Björn segir í samtali við fréttastofu 365 að hann hafi endurtekið átt fundi meðLeifi Hallgrímssyni, framkvæmdastjóra Mýflugs, en það hafi verið erfitt að ræða við Leif. Hann hafi annað hvort farið upp á hátt c eða hlegið. Björn segir að flugmenn Mýflugs hafi ítrekað farið í lágflug eða low-pass á ýmsum stöðum. Hann nefnir sem dæmi heimferð eftir sjúkraflug þegar haldinn var flugdagur hátíðlegur á Akureyrarflugvelli. „Þeir spyrja hvort þeir megi fara í low pass og ég segi já - ef þið farið varlega.Það loddi við fara í einhver „show off“ og þetta skipti varð ég virkilega hræddur. Það var langt út fyrir öll þægindamörk. Leifur reif upp vélina í krappa beygju þannig að maður fékk mörg g í þyngdarkraft. Ég hélt að minn síðasti dagur væri kominn." Þessi orð Björns staðfesta að lágflug af þessu tagi tíðkaðist hjá Mýflugi. Þá segist Rolf Tryggvason tvisvar sinnum hafa lent í því að vera um borð í TF-MYX þegar hún flaug yfir akstursíþróttabrautina við Hlíðarfjallsveg. Í annað skiptið var um low-pass að ræða. Aðrir kannast ekki við óvenjulega starfshætti. Jón Knutsen sjúkraflutningamaður kannast ekki við tilvik þar sem starfshættir flugmanna Mýflugs orkuðu tvímælis. Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Mýflugs, var í viðtali í þættinum Um land allt hinn 16. desember 2012 en þar ræddi hann um starfsemi stærri flugfélaga og frelsið sem fylgir því að fljúga fyrir Mýflug. „Þetta er nú bara svona eins og að keyra strætó, held ég, að fljúga svona þotum. Að minnsta kosti þeir sem hafa komið og verið að fljúga hjá okkur – komið frá þessum stóru félögum, við höfum fengið svoleiðis menn – það er pínulítið eins og þegar kúnum er hleypt út á vorin. Það er bara svoleiðis, sko. Þetta er allt svo niðurnjörvað á þessum þotum. Þú mátt ekki gera neitt. Það er fylgst með þér og horft yfir öxlina á þér og þú ert látinn svara til saka ef þú beygir meira en 30 gráður – og þar fram eftir götunum,“ sagði Leifur í viðtalinu. Ekki er hægt að draga of víðtækar ályktanir af þessu viðtali við Leif, en ummæli hans um kröfur sem gerðar eru til flugmanna hjá stórum flugfélögunum vekjaóneitanlega athygli.Mun aldrei um heilt gróa Leifur Hallgrímsson hefur alltaf neitað fréttastofu um viðtal, en hann sagði í samtali við blaðamann símleiðis: „Þetta slys markaði djúp spor í rekstur okkar flugfélags. Á þann hátt að það mun aldrei um heilt gróa." Bræðurnir Mikael og Rolf Tryggvasynir, bræður Pétur Róberts Tryggvasonar, sjúkraflutningamanns sem lést í slysinu, takast nú á við bróðurmissinn. Þeir misstu ekki bara bróður sinn heldur góðan vin í blóma lífsins. Rolf og Mikael voru á ferðalagi í sitt hvoru lagi þegar hin vofeiflegu tíðindi bárust. Rolf er sjálfur sjúkraflutningamaður og með marga tugi flugferða að baki með Mýflugi. Rolf segir að þetta hefði eins getað verið hann um borð í vélinni. Fjölskylda Pétur Róberts vill fara fram á rannsókn, sakamálarannsókn hjálögreglu á því sem gerðist við Hlíðarfjallsveg. Rolf starfar enn hjá Mýflugi. Þrátt fyrir erfiðleikana og sorgina sem fylgir bróðurmissinum horfist hann í augu við aðstæður af jafnvægi og segist ekki bera kala til stjórnenda eða eigenda Mýflugs.Almannahagsmunir mæla með birtingu myndbands Fréttastofa 365 telur að brýnir almannahagsmunir mæli með birtingu myndbands af flugslysinu af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi verði að upplýsa um nákvæmlega hvað gerðist þegar TF-MYX brotlenti við Hlíðarfjallsveg til að draga af því lærdóm. Í öðru lagi er rannsóknarnefnd samgönguslysa opinber nefnd sem fjármögnuð er með skattfé. Í þriðja lagi annast fyrirtækið Mýflug sjúkraflug á grundvelli opinbers samnings að undangengnu útboði. Kostnaður vegna sjúkraflugsins á grundvelli þessa samnings greiðist úr ríkissjóði. Fréttastofan telur að umfjöllun um flugslysið við Hlíðarfjallsveg sé innlegg í umræðu um rannsókn á flugslysum á Íslandi og starfsháttum þeirra sem annast sjúkraflug á grundvelli opinbers samnings. Af þessum sökum eigi birting myndbandsins og önnur umfjöllun um málið brýnt erindi við almenning.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttaskýringar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vettvangsrannsókn á slysstað í Hlíðarfjalli er lokið 6. ágúst 2013 18:06 Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30 Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Könnun Mýflugs: „Ekkert ábótavant sem þarf að bregðast við“ "Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur,“ segir flugöryggisfulltrúi Mýflugs. 6. janúar 2014 13:44 Þriðja slysið í lágflugi á fjórum árum Flugslysið við Hlíðarfjall á Akureyri í fyrra sem Vísir hefur fjallað um í dag er það þriðja á rúmum fjórum árum þar sem flugvél var í lágflugi. 6. janúar 2014 17:00 Bráðabirgðaskýrsla um flugslysið: Flak og hreyflar skoðaðir frekar Skrokkur vélarinnar brotnaði og hafnaði um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð, segir í skýrslunni. 4. október 2013 15:53 Læknir óttaðist um líf sitt og spáði að sjúkraflug Mýflugs myndi enda illa Fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Hann hafi verið hætt kominn í lágflugi Leifs Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Mýflugs. 7. janúar 2014 07:00 60-70 manns leituðu áfallahjálpar Tíu manna áfallahjálparteymi Rauða krossins á Norðurlandi hlúir nú að aðstandendum og sjónarvottum eftir flugslys nálægt Akureyri í dag 5. ágúst 2013 16:56 „Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15 Ályktanir rannsóknarnefndar stangast á við framburð vitna Lögmaður barna Péturs Tryggvasonar sjúkraflutningamannsins sem lést í flugslysinu í Hlíðarfjalli, segir nú til vandlegrar skoðunar að óska opinberrar rannsóknar á brotlendingunni og tildrögum hennar. 6. janúar 2014 09:17 Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt 6. janúar 2014 07:00 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30
Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00
Könnun Mýflugs: „Ekkert ábótavant sem þarf að bregðast við“ "Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur,“ segir flugöryggisfulltrúi Mýflugs. 6. janúar 2014 13:44
Þriðja slysið í lágflugi á fjórum árum Flugslysið við Hlíðarfjall á Akureyri í fyrra sem Vísir hefur fjallað um í dag er það þriðja á rúmum fjórum árum þar sem flugvél var í lágflugi. 6. janúar 2014 17:00
Bráðabirgðaskýrsla um flugslysið: Flak og hreyflar skoðaðir frekar Skrokkur vélarinnar brotnaði og hafnaði um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð, segir í skýrslunni. 4. október 2013 15:53
Læknir óttaðist um líf sitt og spáði að sjúkraflug Mýflugs myndi enda illa Fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Hann hafi verið hætt kominn í lágflugi Leifs Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Mýflugs. 7. janúar 2014 07:00
60-70 manns leituðu áfallahjálpar Tíu manna áfallahjálparteymi Rauða krossins á Norðurlandi hlúir nú að aðstandendum og sjónarvottum eftir flugslys nálægt Akureyri í dag 5. ágúst 2013 16:56
„Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15
Ályktanir rannsóknarnefndar stangast á við framburð vitna Lögmaður barna Péturs Tryggvasonar sjúkraflutningamannsins sem lést í flugslysinu í Hlíðarfjalli, segir nú til vandlegrar skoðunar að óska opinberrar rannsóknar á brotlendingunni og tildrögum hennar. 6. janúar 2014 09:17
Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt 6. janúar 2014 07:00