Samgöngur eru akkillesarhællinn Svavar Hávarðsson skrifar 8. janúar 2014 09:02 Í stefnumótun Ferðamálasamtaka Vestfjarða felst sérstaðan í ósnortinni náttúru, einstakri friðsæld og öðruvísi upplifun, og á því skal byggja. Fréttablaðið/Anton Helsti veikleiki ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum eru samgöngurnar á svæðinu. Hins vegar felast helstu tækifærin í sjálfbærri nýtingu á náttúru svæðisins, og því mikilvægt að fara sér hægt við uppbyggingu atvinnustarfsemi sem mögulega gæti skaðað ímynd Vestfjarða sem óspillts svæðis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Gústafs Gústafssonar, fyrrverandi forstöðumanns Markaðsstofu Vestfjarða, um tækifæri í ferðaþjónustu í fjórðungnum, en skýrslan er unnin að beiðni Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), sem Orri Vigfússon veitir forstöðu. Orri sagði við upphaf kynningar á skýrslunni í gær að hvati NASF til að láta taka út ferðaþjónustuna á Vestfjörðum væri það að alls staðar við Norður-Atlantshaf væri nú reynt að nýta náttúrulega sérstöðu svæða til að byggja upp ný atvinnutækifæri. Áhyggjur Orra og NASF af hugmyndum um stórfellt laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum eru vel kynntar. Því vill NASF nokkru til kosta til að kanna þá möguleika sem fyrir eru á svæðinu, áður en ráðist er í slíkt eldi eða annan atvinnurekstur sem spillt getur ímynd og sérstöðu Vestfjarða. „Því vildum við gera úttekt á því hvað hægt er að gera á Vestfjörðum; fá fólk til að hrinda af stað fleiri verkefnum í ferðaþjónustu. Þar kemur gríðarlega margt til greina; skíðaferðir, sjóstangaveiði, lax- og silungsveiði og gönguferðir upp um fjöll og firnindi,“ sagði Orri.Útlínur Eins og staðan er í dag má segja að Vestfirðir verði af stórum hópi ferðamanna af ýmsum ástæðum. Skýrsluhöfundur tilgreinir sérstaklega samgöngur sem helsta veikleika svæðisins, þó finna megi ýmsar samgöngubætur sem hafa verið til bóta. „Verulega skortir á að bæta flugsamgöngur, tengja þarf norður- og suðursvæðið saman með heilsársvegi og byggja upp heilsársveg á suðurfjörðunum og á Ströndum. Einnig er fjarskiptum og rafmagnsöryggi ábótavant í fjórðungnum,“ skrifar Gústaf sem bindur miklar vonir við að staðið verði við núverandi samgönguáætlun, en samkvæmt henni mun vinna við Dýrafjarðargöng hefjast á næsta ári með tilheyrandi úrbótum. Það ber ekki að skilja sem svo að uppgangur ferðaþjónustunnar síðasta áratuginn hafi ekki náð vestur – ferðaþjónusta er vaxtarsprotinn sem vonir eru bundnar við eins og víðar. Til ferðaþjónustunnar er litið til að breyta ímynd, íbúaþróun og möguleikum svæðisins í samspili við sjávarútveginn sem fyrir er sterkur.Framþróun ekki sjálfsögð Gústaf, sem var veðurtepptur í gær og talaði til fundarmanna í gegnum fjarfundarbúnað, sagði ljóst að „þolinmótt fjármagn“ þurfi að koma til ef uppbygging ferðaþjónustunnar á að takast og tryggja nýliðun. Hann sagði að greinin sjálf þurfi að spýta í lófana og fjölga þurfi fyrirtækjum sem starfa allt árið um kring. „En íslenska ríkið og sveitarfélögin á svæðinu þurfa að hlúa að þörfum greinarinnar, að mínu mati, og ákveða hvort ferðaþjónustan á að verða einn af burðarstólpum byggðar hér – og þá með bættum samgöngum, skýrri stefnumótun og umhverfisvænu skipulagi á sjálfbærri nýtingu svæðisins.“ Gústaf sagði að ferðaþjónustan á Vestfjörðum gæti þróast í ólíkar áttir. Hún gæti blómstrað, en annar möguleiki væri sá að aðrar atvinnugreinar, og þá þær sem vinna gegn hreinni ímynd villtrar náttúru, rýri möguleikana. Gústaf segir að það gæti óöryggis í ferðaþjónustunni á Vestfjörðum gagnvart stefnu ríkis og sveitarfélaga varðandi nýtingu náttúrunnar. Slík umræða hafi risið í tengslum við olíuhreinsunarstöð í Arnarfirði og þetta sé að endurtaka sig „varðandi uppbyggingu sjókvíaeldis víðsvegar á Vestfjörðum“. Gústaf bætir við að „fjárfestar þurfa tryggingu fyrir því að grunninum verði ekki kippt undan þeirri starfsemi sem þeir vilja byggja upp og það þarf varla að benda á að samkeppni svæða um fjárfestingu er gríðarleg. Í viðtölum við aðila sem hyggja á fjárfestingu í ferðaþjónustu á Vestfjörðum kom skýrt fram að grunnforsenda frekari uppbyggingar er ósnortin náttúra svæðisins.“ Fréttaskýringar Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Helsti veikleiki ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum eru samgöngurnar á svæðinu. Hins vegar felast helstu tækifærin í sjálfbærri nýtingu á náttúru svæðisins, og því mikilvægt að fara sér hægt við uppbyggingu atvinnustarfsemi sem mögulega gæti skaðað ímynd Vestfjarða sem óspillts svæðis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Gústafs Gústafssonar, fyrrverandi forstöðumanns Markaðsstofu Vestfjarða, um tækifæri í ferðaþjónustu í fjórðungnum, en skýrslan er unnin að beiðni Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), sem Orri Vigfússon veitir forstöðu. Orri sagði við upphaf kynningar á skýrslunni í gær að hvati NASF til að láta taka út ferðaþjónustuna á Vestfjörðum væri það að alls staðar við Norður-Atlantshaf væri nú reynt að nýta náttúrulega sérstöðu svæða til að byggja upp ný atvinnutækifæri. Áhyggjur Orra og NASF af hugmyndum um stórfellt laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum eru vel kynntar. Því vill NASF nokkru til kosta til að kanna þá möguleika sem fyrir eru á svæðinu, áður en ráðist er í slíkt eldi eða annan atvinnurekstur sem spillt getur ímynd og sérstöðu Vestfjarða. „Því vildum við gera úttekt á því hvað hægt er að gera á Vestfjörðum; fá fólk til að hrinda af stað fleiri verkefnum í ferðaþjónustu. Þar kemur gríðarlega margt til greina; skíðaferðir, sjóstangaveiði, lax- og silungsveiði og gönguferðir upp um fjöll og firnindi,“ sagði Orri.Útlínur Eins og staðan er í dag má segja að Vestfirðir verði af stórum hópi ferðamanna af ýmsum ástæðum. Skýrsluhöfundur tilgreinir sérstaklega samgöngur sem helsta veikleika svæðisins, þó finna megi ýmsar samgöngubætur sem hafa verið til bóta. „Verulega skortir á að bæta flugsamgöngur, tengja þarf norður- og suðursvæðið saman með heilsársvegi og byggja upp heilsársveg á suðurfjörðunum og á Ströndum. Einnig er fjarskiptum og rafmagnsöryggi ábótavant í fjórðungnum,“ skrifar Gústaf sem bindur miklar vonir við að staðið verði við núverandi samgönguáætlun, en samkvæmt henni mun vinna við Dýrafjarðargöng hefjast á næsta ári með tilheyrandi úrbótum. Það ber ekki að skilja sem svo að uppgangur ferðaþjónustunnar síðasta áratuginn hafi ekki náð vestur – ferðaþjónusta er vaxtarsprotinn sem vonir eru bundnar við eins og víðar. Til ferðaþjónustunnar er litið til að breyta ímynd, íbúaþróun og möguleikum svæðisins í samspili við sjávarútveginn sem fyrir er sterkur.Framþróun ekki sjálfsögð Gústaf, sem var veðurtepptur í gær og talaði til fundarmanna í gegnum fjarfundarbúnað, sagði ljóst að „þolinmótt fjármagn“ þurfi að koma til ef uppbygging ferðaþjónustunnar á að takast og tryggja nýliðun. Hann sagði að greinin sjálf þurfi að spýta í lófana og fjölga þurfi fyrirtækjum sem starfa allt árið um kring. „En íslenska ríkið og sveitarfélögin á svæðinu þurfa að hlúa að þörfum greinarinnar, að mínu mati, og ákveða hvort ferðaþjónustan á að verða einn af burðarstólpum byggðar hér – og þá með bættum samgöngum, skýrri stefnumótun og umhverfisvænu skipulagi á sjálfbærri nýtingu svæðisins.“ Gústaf sagði að ferðaþjónustan á Vestfjörðum gæti þróast í ólíkar áttir. Hún gæti blómstrað, en annar möguleiki væri sá að aðrar atvinnugreinar, og þá þær sem vinna gegn hreinni ímynd villtrar náttúru, rýri möguleikana. Gústaf segir að það gæti óöryggis í ferðaþjónustunni á Vestfjörðum gagnvart stefnu ríkis og sveitarfélaga varðandi nýtingu náttúrunnar. Slík umræða hafi risið í tengslum við olíuhreinsunarstöð í Arnarfirði og þetta sé að endurtaka sig „varðandi uppbyggingu sjókvíaeldis víðsvegar á Vestfjörðum“. Gústaf bætir við að „fjárfestar þurfa tryggingu fyrir því að grunninum verði ekki kippt undan þeirri starfsemi sem þeir vilja byggja upp og það þarf varla að benda á að samkeppni svæða um fjárfestingu er gríðarleg. Í viðtölum við aðila sem hyggja á fjárfestingu í ferðaþjónustu á Vestfjörðum kom skýrt fram að grunnforsenda frekari uppbyggingar er ósnortin náttúra svæðisins.“
Fréttaskýringar Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira