NBA í nótt: 48 stig hjá Durant dugðu ekki til Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2014 09:02 Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en þar bar meðal annars hæst að Golden State Warriors vann sinn tíunda leik í röð. Þá tapaði Oklahoma City, efsta lið Vesturdeildarinnar, fyrir Utah á útivelli, 112-101, þrátt fyrir magnaða frammistöðu Kevin Durant. Hann skoraði 48 stig fyrir gestina en mátti sætta sig við tap.Gordon Hayward átti ekki síður góðan leik en hann bætti persónulegt met með því að skora 37 stig, þar af síðustu sautján stig Utah í leiknum. Hayward nýtti þrettán af sextán skotum sínum utan af velli og var þar að auki með ellefu fráköst og sjö stoðsendingar. Oklahoma City hafði unnið átta útileiki í röð og náði að minnka muninn í fimm stig, 99-94. En þá komu fimm körfur í röð frá Hayward sem gerði þar með út um leikinn.San Antonio vann Memphis, 110-108, í framlengdum leik og jafnaði þar með árangur Oklahoma City. Liðin deila því efsta sæti vesturdeildarinnar.Manu Ginobili tryggði San Antonio sigurinn með því að skora þegar 1,8 sekúnda var eftir af framlengingunni. Tim Duncan skoraði 24 stig fyrir San Antonio en Mike Conley 30 stig fyrir Memphis.Golden State vann Milwaukee, 101-80. David Lee var með 22 stig og átján fráköst í sigri sinna manna en Golden State hefur ekki átt svo langa sigurgöngu síðan 1975.Stephen Curry var með fimmtán stig en hitti illa - hann nýtti aðeins fimm af átján skotum sínum. Klay Thompson var einnig með fimmtán stig í leiknum.Cleveland vann Philadelphia, 111-93, þar sem CJ Miles bætti félagsmet með því að setja niður tíu þrista í leiknum. Hann skoraði alls 34 stig og fór fyrir sínum mönnum.Sacramento vann Portland, 123-119. DeMarcus Cousins var með 35 stig og þrettán fráköst og Rudy Gay bætti við 32 stigum. Tvö efstu lið Austurdeildarinnar, Indiana og Miami, unnu bæði sína leiki í nótt og eru þau með væna forystu á næstu lið.Úrslit næturinnar: Charlotte - Washington 83-97 Cleveland - Philadelphia 111-93 Indiana - Toronto 86-79 Miami - New Orleans 107-88 New York - Detroit 89-85 Phoenix - Chicago 92-87 Memphis - San Antonio 108-110 Milwaukee - Golden State 80-101 Dallas - LA Lakers 110-97 Denver - Boston 129-98 Utah - Oklahoma City 112-101 Sacramento - Portland 123-119 NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en þar bar meðal annars hæst að Golden State Warriors vann sinn tíunda leik í röð. Þá tapaði Oklahoma City, efsta lið Vesturdeildarinnar, fyrir Utah á útivelli, 112-101, þrátt fyrir magnaða frammistöðu Kevin Durant. Hann skoraði 48 stig fyrir gestina en mátti sætta sig við tap.Gordon Hayward átti ekki síður góðan leik en hann bætti persónulegt met með því að skora 37 stig, þar af síðustu sautján stig Utah í leiknum. Hayward nýtti þrettán af sextán skotum sínum utan af velli og var þar að auki með ellefu fráköst og sjö stoðsendingar. Oklahoma City hafði unnið átta útileiki í röð og náði að minnka muninn í fimm stig, 99-94. En þá komu fimm körfur í röð frá Hayward sem gerði þar með út um leikinn.San Antonio vann Memphis, 110-108, í framlengdum leik og jafnaði þar með árangur Oklahoma City. Liðin deila því efsta sæti vesturdeildarinnar.Manu Ginobili tryggði San Antonio sigurinn með því að skora þegar 1,8 sekúnda var eftir af framlengingunni. Tim Duncan skoraði 24 stig fyrir San Antonio en Mike Conley 30 stig fyrir Memphis.Golden State vann Milwaukee, 101-80. David Lee var með 22 stig og átján fráköst í sigri sinna manna en Golden State hefur ekki átt svo langa sigurgöngu síðan 1975.Stephen Curry var með fimmtán stig en hitti illa - hann nýtti aðeins fimm af átján skotum sínum. Klay Thompson var einnig með fimmtán stig í leiknum.Cleveland vann Philadelphia, 111-93, þar sem CJ Miles bætti félagsmet með því að setja niður tíu þrista í leiknum. Hann skoraði alls 34 stig og fór fyrir sínum mönnum.Sacramento vann Portland, 123-119. DeMarcus Cousins var með 35 stig og þrettán fráköst og Rudy Gay bætti við 32 stigum. Tvö efstu lið Austurdeildarinnar, Indiana og Miami, unnu bæði sína leiki í nótt og eru þau með væna forystu á næstu lið.Úrslit næturinnar: Charlotte - Washington 83-97 Cleveland - Philadelphia 111-93 Indiana - Toronto 86-79 Miami - New Orleans 107-88 New York - Detroit 89-85 Phoenix - Chicago 92-87 Memphis - San Antonio 108-110 Milwaukee - Golden State 80-101 Dallas - LA Lakers 110-97 Denver - Boston 129-98 Utah - Oklahoma City 112-101 Sacramento - Portland 123-119
NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira