Spá óðaverðbólgu í Miðgarði Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2014 10:44 Drekinn Smeyginn ræðir hér við hobbitan Bilbo. Skjáskot Í nýjum Markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka er miklu verðhruni gulls og demanta spáð í Miðgarði, ævintýraheiminum sem J. R. R. Tolkien skapaði. Nái dvergarnir að endurheimta fjársjóð drekans Smeygin. Starfsmenn deildarinnar eru meðal þeirra 58.000 íslendinga sem séð hafa aðra kvikmyndina í þríleiknum um hobbitan yfir jólin. „Þótt myndin hafi verið hin besta skemmtun og erfitt annað en að hrífast með föruneyti dverganna sem reyna að endurheimta heimkynni sín í fjallinu Sindarin Erebor verður þó ekki hjá því vikist að hagræn áhrif farar þeirra gætu orðið mikil og jafnvel neikvæð,“ segir í markaðspunktum. Drekinn Smeyginn lúrir nefnilega á verulegum fjársjóði, sem gæti umturnað mörgum efnahagsstærðum og eignaverði í hagkerfi Miðgarðs væri honum ráðstafað hratt. „Í Markaðspunktum dagsins fjallar greiningardeild um það hvernig hobbitar, dvergar, álfar og aðrir fjárfestar í Miðgarði geta brynjað sig fyrir áhrifum þessa. Þeir lesendur Markaðspunkta sem eru ekkert af ofangreindu geta þó vonandi haft bæði gagn og gaman af vangaveltunum.“ Margir hafa reiknað út hve stór Smeygins er í raun, en samkvæmt nýjasta mati tímaritsins Forbes, sem gefur út lista yfir 15 ríkustu skáldsagnapersónur veraldar, var andvirði fjársjóðsins 6.300 milljarðar króna. Sem samsvarar hátt í ferfaldri landsframleiðslu Íslands. Erfitt er fyrir Greiningardeildina að segja til um hve stór fjársjóðurinn sé í hlutfalli við hagkerfi Miðgarðs, en þó er ljóst að í hlutfalli við íbúafjölda er um verulegar upphæðir að tefla, einkum í gulli.Stærstur hluti fjársjóðs Smeygins er úr gulli og silfri.Skjáskot af Markaðspunktum„Það er því eðlilegt að álykta sem svo að ef fjársjóðurinn kæmist í umferð, þá væri það ígildi þess að peningamagn ykist mjög, enda eru mýmörg dæmi þess í mannkynssögunni að gullmynt hafi verið notuð til greiðslumiðlunar.“ „Þannig mætti í raun líta á Smeyginn sem eins konar íhaldssaman seðlabankastjóra (n.k. Paul Volcker Miðgarðs) sem hert hefði verulega á peningalegu aðhaldi með því að leggjast á gullið. Með því að drepa drekann og dreifa gullinu um byggðir heimsins væri verið að slaka aftur á aðhaldsstigi peningastefnunnar, með þeim áhrifum að umsvif í hagkerfinu ykjust í fyrstu en óðaverðbólga tæki síðan við.“ Greiningardeildin setur hinsvegar ákveðna fyrirvara við greininguna, því fátt er til marks um að gull sé notað til greiðslumiðlunar í Miðgarði. Silfur virðist vera aðalgjaldmiðillinn í viðskiptum íbúa. Samanber myntina Castar, sem notuð er í ríkinu Gondor. „Reyndar er skammarlega lítið fjallað um skipan peningamála í bókum Tolkiens, og því er erfitt að fullyrða um það með vissu hver aðalgjaldmiðill Miðgarðs er – greiningardeild er opin fyrir frekari ábendingum um efnið.“ Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í nýjum Markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka er miklu verðhruni gulls og demanta spáð í Miðgarði, ævintýraheiminum sem J. R. R. Tolkien skapaði. Nái dvergarnir að endurheimta fjársjóð drekans Smeygin. Starfsmenn deildarinnar eru meðal þeirra 58.000 íslendinga sem séð hafa aðra kvikmyndina í þríleiknum um hobbitan yfir jólin. „Þótt myndin hafi verið hin besta skemmtun og erfitt annað en að hrífast með föruneyti dverganna sem reyna að endurheimta heimkynni sín í fjallinu Sindarin Erebor verður þó ekki hjá því vikist að hagræn áhrif farar þeirra gætu orðið mikil og jafnvel neikvæð,“ segir í markaðspunktum. Drekinn Smeyginn lúrir nefnilega á verulegum fjársjóði, sem gæti umturnað mörgum efnahagsstærðum og eignaverði í hagkerfi Miðgarðs væri honum ráðstafað hratt. „Í Markaðspunktum dagsins fjallar greiningardeild um það hvernig hobbitar, dvergar, álfar og aðrir fjárfestar í Miðgarði geta brynjað sig fyrir áhrifum þessa. Þeir lesendur Markaðspunkta sem eru ekkert af ofangreindu geta þó vonandi haft bæði gagn og gaman af vangaveltunum.“ Margir hafa reiknað út hve stór Smeygins er í raun, en samkvæmt nýjasta mati tímaritsins Forbes, sem gefur út lista yfir 15 ríkustu skáldsagnapersónur veraldar, var andvirði fjársjóðsins 6.300 milljarðar króna. Sem samsvarar hátt í ferfaldri landsframleiðslu Íslands. Erfitt er fyrir Greiningardeildina að segja til um hve stór fjársjóðurinn sé í hlutfalli við hagkerfi Miðgarðs, en þó er ljóst að í hlutfalli við íbúafjölda er um verulegar upphæðir að tefla, einkum í gulli.Stærstur hluti fjársjóðs Smeygins er úr gulli og silfri.Skjáskot af Markaðspunktum„Það er því eðlilegt að álykta sem svo að ef fjársjóðurinn kæmist í umferð, þá væri það ígildi þess að peningamagn ykist mjög, enda eru mýmörg dæmi þess í mannkynssögunni að gullmynt hafi verið notuð til greiðslumiðlunar.“ „Þannig mætti í raun líta á Smeyginn sem eins konar íhaldssaman seðlabankastjóra (n.k. Paul Volcker Miðgarðs) sem hert hefði verulega á peningalegu aðhaldi með því að leggjast á gullið. Með því að drepa drekann og dreifa gullinu um byggðir heimsins væri verið að slaka aftur á aðhaldsstigi peningastefnunnar, með þeim áhrifum að umsvif í hagkerfinu ykjust í fyrstu en óðaverðbólga tæki síðan við.“ Greiningardeildin setur hinsvegar ákveðna fyrirvara við greininguna, því fátt er til marks um að gull sé notað til greiðslumiðlunar í Miðgarði. Silfur virðist vera aðalgjaldmiðillinn í viðskiptum íbúa. Samanber myntina Castar, sem notuð er í ríkinu Gondor. „Reyndar er skammarlega lítið fjallað um skipan peningamála í bókum Tolkiens, og því er erfitt að fullyrða um það með vissu hver aðalgjaldmiðill Miðgarðs er – greiningardeild er opin fyrir frekari ábendingum um efnið.“
Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira