Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 96-105 | Grindavík stoppaði KR Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. janúar 2014 16:46 Mynd/Valli Grindavík varð fyrst liða til að leggja KR að velli í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld þegar Grindavík vann leik liðanna í DHL-höllinni 105-96.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í DHL-höllinni í kvöld og náði þessum skemmtilegum myndum hér fyrir ofan og neðan. Grindavík byrjaði leikinn af krafti og átti í fullu tré við toppliðið. Grindavík var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 25-20. KR skoraði tíu fyrstu stig annars leikhluta en liðið bætti í varnarleikinn og fann greiða leið að körfu Grindavíkur. KR komst mest átta stigum yfir í öðrum leikhluta 38-30 en leikmenn Grindavíkur börðust eins og ljón og uppskáru þegar liðið skoraði 17 stig í röð og komst í 47-38. Grindavík bætti um betur og skoraði alls 21 stig gegn tveimur á fjögurra mínútna kafla og lagði grunninn að níu stiga forystu í hálfleik 51-42. Það er ekkert unnið með því að vera yfir í hálfleik gegn KR. Heimamenn mættu brjálaðir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu 19 stig gegn 4 á þremur mínútum og 20 sekúndum og komustu yfir 61-55. Þá jafnaðist leikurinn og ekki munaði nema þremur stigum þegar aðeins fjórði leikhluti var eftir 73-70. Grindavík náði fljótt frumkvæðinu í fjórða leikhluta. Liðið barðist af krafti, lék frábæra vörn og óttaðist KR ekkert. Grindavík komst tíu stigum yfir 95-85 þegar rétt rúm mínúta var eftir og þó KR hitti vel síðustu mínútuna þá náði Grindavík að skila sigrinum í hús á vítalínunni undir lokin. Grindavík er enn í þriðja sæti deildarinnar, nú með 16 stig. KR er á toppnum með 22 stig en liðið er ekki lengur með fullt hús stiga.KR-Grindavík 98-105 (20-25, 22-26, 31-19, 25-35)KR: Pavel Ermolinskij 24, Martin Hermannsson 21/7 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 16/8 fráköst/6 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 14/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 10, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 7/4 fráköst, Terry Leake Jr. 6/5 fráköst.Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 34/6 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 24/12 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 17, Ómar Örn Sævarsson 14/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 11/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 3, Jón Axel Guðmundsson 2. Sverrir Þór: Erum eitt af bestu liðum landsins„Þetta var mjög flottur sigur hjá okkur. Leikurinn var sveiflukenndur en heilt yfir var þetta mjög gott,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur. „Það bar að hrósa strákunum fyrir það hvernig við tækluðum seinni hálfleikinn. Þetta var hraður leikur og mikið skorað. „Við höfum verið gloppóttir og teljum okkur eiga mikið inni og við komum með flottan leik hér í kvöld og við þurfum að byggja á þessu,“ sagði Sverrir en Grindavík sýndi mikinn karakter að brotna ekki við frábæra byrjun KR á seinni hálfleiks eins og margir andstæðingar KR hafa gert á leiktíðinni. „Við erum með okkar markmið og teljum okkur vera eitt af bestu liðum á landinu og erum að stefna á landa titlum og við þurfum að vinna svona lið eins og KR til að sýna að við erum verðugir þess að berjast um titlana. „Menn voru ákveðnir og seldu sig dýrt. Við brotnuðum ekki þrátt fyrir mikla mótspyrnu á loka mínútunum,“ sagði Sverrir. Grindavík lét vel fyrir sér finna og gaf KR ekki þumlung eftir. Það má ætla að það sé uppskriftin að því að leggja KR að velli. „KR er mjög jafnt og gott lið. Það geta allir í byrjunarliði og sjött og sjöundi maður liggur við líka 10 til 15 stig og það þarf að vera einbeittur allan tímann. Þeir hætta aldrei og voru alltaf að narta í okkur og þó maður héldi á síðustu sekúndunum að þetta væri komið þá settu þeir niður þrist og brutu og treystu á að við myndum klikka. „Við erum búnir að sýna að við getum unnið þá en nú er það áfram gakk hjá okkur,“ sagði Sverrir. Finnur: Varnarleikurinn var glataður„Við förum í alla leiki til að vinna og mér er slétt sama hversu marga leiki maður er búinn að vinna eða tapa á undan,“ sagði Finnur Stefánsson þjálfari KR eftir leikinn í kvöld. „Þetta var léleg frammistaða hér í kvöld og við áttum aldrei skilið að vinna. „Mér leið eins og við værum tilbúnir að gera það sem við þurftum. Þegar við komumst yfir þá dettum við alveg niður á milli. Sérstaklega var varnarleikurinn glataður,“ sagði Finnur en fyrir leikinn í kvöld hafði KR fengið mest 84 stig á sig deildinni í vetur. „Við gefum fáránlega auðveldar körfur og förum í heimskulegar róteringar. Menn klikkuðu gjörsamlega á sínum skildum. Það er ljóst að við þurfum að fara til baka inn á æfingagólfið og laga og vinna í hlutunum. „Mér fannst við eiga fínar æfingar yfir jólin og leggja hart að sér. Kannski blekktu síðustu leikirnir fyrir jól okkur eitthvað og menn haldið að við værum að fara í auðveldan pakka. „Þetta er hörkudeild og ef menn eru ekki tilbúnir að mæta til leiks og leggja sig fram og spila hörku vörn þá gerist ekki neitt,“ sagði Finnur. Leik lokið (96-105): Grindavík er fyrst liða til að leggja KR að velli40. mínúta (93-97): Brynjar með þrist eftir að Jóhann Árni nær aftur bara að setja annað vítið niður.40. mínúta (88-96): Pavel með þrist og Jóhann Árni setur eitt víti niður. Þetta er ekki búið þó staða Grindavíkur sé vænleg.39. mínúta (85-95): Sigurður með þriggja stiga fléttu og 10 stiga munur.38. mínúta (83-90): Sigurður með sniðskot, kominn með 19 stig sá stóri.37. mínúta (81-88): Lewis kominn með 28 stig og Grindavík í mjög vænlegri stöðu þegar þrjár mínútur eru eftir.37. mínúta (81-86): Jóhann Árni með risa stóran þrist. Skref á Pavel í næstu sókn KR og Grindavík með boltann.36. mínúta (80-81): Martin kominn með 17 stig fyrir KR eins og Pavel.34. mínúta (77-81): Grindavík heldur KR tveimur sóknum frá sér.33. mínúta (75-79): Finnur Stefánsson þjálfari KR er ekki sáttur og tekur leikhlé. Fimm leikmenn Grindavíkur eru komnir með 10 stig og meira.33. mínúta (75-77): Jóhann Árni með þrist og Grindavík er komið yfir.32. mínúta (75-74): Ómar Örn Sævarsson með gott skot í teignum.31. mínúta (75-72): Lewis er kominn með 26 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar fyrir Grindavík.3. leikhluta lokið (73-70): 12 stiga sveifla KR í hag en það getur allt gerst í þessum leik.29. mínúta (68-66): Allt í járnum.28. mínúta (66-64): Grindavík er búin að jafna sig og spennan tekur völdin.26. mínúta (64-59): Þetta er bara fimm stig.25. mínúta (61-55): 19-4 sprettur í upphafi seinni hálfleiks. KR að leik frábærlega eftir slakan fyrri hálfleik.24. mínúta (57-55): Helgi Már með enn einn þristinn. Hann er kominn með 14 stig og KR er komið yfir.23. mínúta (54-55): KR er ekki lengi að þessu.22. mínúta (50-53): Hraður leikur hér í upphafi seinni hálfleiks.21. mínúta (48-51): Helgi Már byrjar seinni hálfleikinn á þriggja stiga köfru og Darri bætir annarri við strax í næstu sókn.Hálfleikur: Pavel er stigahæstur hjá KR með 11 stig, öll í fyrsta leikhluta. Martin skoraði 9 og Darri 7.Hálfleikur: Sigurður Þorsteinsson fór á kostum í fyrri hálfleik og þá sérstaklega hér í öðrum leikhluta. Hann er með 17 stig og 8 fráköst. Earnest Lewis er næst stigahæstur hjá Grindavík með 15 stig en hann hefur tekið 6 fráköst og gefið 4 stoðsendingar.Hálfleikur (42-51): Ótrúlegur sprettur hjá Grindavík, 21-2, á fjórum mínútum lagði grunninn að því að liðið er níu stigum yfir í hálflleik.19. mínúta (38-47): Sýning Sigurðar Þorsteinssonar heldur áfram. Kominn með 17 stig og 8 fráköst. 17 stig í röð hjá Grindavík.19. mínúta (38-44): 14 stig í röð hjá Grindavík, Lewis með þrist.18. mínúta (38-41): Sigurður kominn með 8 stig í röð og 14 alls.18. mínúta (38-39): Grindavík er komið yfir á ný. Sigurður Þorsteinsson öflugur undir körfunni og er kominn með 12 stig og 6 fráköst.16. mínúta (38-37): Gestirnir eru mættir til að berjast og sýna það með 7 stigum í röð á innan við tveimur mínútum.15. mínúta (36-30): Martin er kominn með 9 stig.14. mínúta (30-25): 10-0 byrjun á öðrum leikhluta. Darri með þrist nú síðast.13. mínúta (26-25): Pavel kominn með þrjár villur og sestur á bekkinn en KR samt komið yfir enda liðið heldur betur hert á vörninni.11. mínúta (25-25): Brynjar með þrist og Darri með sniðskot. Jafn leikur.1. leikhluta lokið (20-25): Grindavík lék mjög vel í fyrsta leikhluta og er verðskuldað yfir. Lewis skoraði 10 stig fyrir Grindavík og Pavel 11 fyrir KR.9. mínúta (19-23): Lewis er kominn með 8 stig fyrir Grindavík8. mínúta (17-22): Grindavík heldur frumkvæðinu.7. mínúta (17-18): Helgi Már kom KR yfir en Ómar Sævarsson svaraði að bragði.6. mínúta (15-16): Pavel er kominn með 10 af 15 stigum KR.6. mínúta (12-16): Það er allt niður þessa stundina. Glæsilegur körfubolti.5. mínúta (7-11): Jóhann Árni Ólafsson setur tvö af þremur vítum niður eftir að Sigurður Þorsteinsson komst fyrst á blað. Gestirnir aftur komnir yfir.4. mínúta (7-7): Pavel kann ekki við að vera undir og jafnar með þrist.3. mínúta (4-7): Gestirnir byrja vel.2. mínúta (2-5): Martin jafnaði en Lewis svaraði með þrist.1. mínúta (0-2): Ómar Örn Sævarsson skorar fyrstu körfu leiksins.Fyrir leik: Þegar liðin áttust við í fyrstu umferð deildarinnar vann KR 20 stiga sigur í Grindavík 94-74.Fyrir leik: KR er í efsta sæti með fullt hús stiga en Grindavík er með 14 stig.Fyrir leik: Hér mætast liðin í fyrsta og þriðja sæti en þó munar heilum átta stigum á liðunum eftir ellefu leiki.Mynd/ValliMynd/ValliMynd/ValliMynd/ValliMynd/ValliMynd/ValliMynd/Valli Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Grindavík varð fyrst liða til að leggja KR að velli í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld þegar Grindavík vann leik liðanna í DHL-höllinni 105-96.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í DHL-höllinni í kvöld og náði þessum skemmtilegum myndum hér fyrir ofan og neðan. Grindavík byrjaði leikinn af krafti og átti í fullu tré við toppliðið. Grindavík var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 25-20. KR skoraði tíu fyrstu stig annars leikhluta en liðið bætti í varnarleikinn og fann greiða leið að körfu Grindavíkur. KR komst mest átta stigum yfir í öðrum leikhluta 38-30 en leikmenn Grindavíkur börðust eins og ljón og uppskáru þegar liðið skoraði 17 stig í röð og komst í 47-38. Grindavík bætti um betur og skoraði alls 21 stig gegn tveimur á fjögurra mínútna kafla og lagði grunninn að níu stiga forystu í hálfleik 51-42. Það er ekkert unnið með því að vera yfir í hálfleik gegn KR. Heimamenn mættu brjálaðir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu 19 stig gegn 4 á þremur mínútum og 20 sekúndum og komustu yfir 61-55. Þá jafnaðist leikurinn og ekki munaði nema þremur stigum þegar aðeins fjórði leikhluti var eftir 73-70. Grindavík náði fljótt frumkvæðinu í fjórða leikhluta. Liðið barðist af krafti, lék frábæra vörn og óttaðist KR ekkert. Grindavík komst tíu stigum yfir 95-85 þegar rétt rúm mínúta var eftir og þó KR hitti vel síðustu mínútuna þá náði Grindavík að skila sigrinum í hús á vítalínunni undir lokin. Grindavík er enn í þriðja sæti deildarinnar, nú með 16 stig. KR er á toppnum með 22 stig en liðið er ekki lengur með fullt hús stiga.KR-Grindavík 98-105 (20-25, 22-26, 31-19, 25-35)KR: Pavel Ermolinskij 24, Martin Hermannsson 21/7 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 16/8 fráköst/6 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 14/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 10, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 7/4 fráköst, Terry Leake Jr. 6/5 fráköst.Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 34/6 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 24/12 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 17, Ómar Örn Sævarsson 14/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 11/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 3, Jón Axel Guðmundsson 2. Sverrir Þór: Erum eitt af bestu liðum landsins„Þetta var mjög flottur sigur hjá okkur. Leikurinn var sveiflukenndur en heilt yfir var þetta mjög gott,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur. „Það bar að hrósa strákunum fyrir það hvernig við tækluðum seinni hálfleikinn. Þetta var hraður leikur og mikið skorað. „Við höfum verið gloppóttir og teljum okkur eiga mikið inni og við komum með flottan leik hér í kvöld og við þurfum að byggja á þessu,“ sagði Sverrir en Grindavík sýndi mikinn karakter að brotna ekki við frábæra byrjun KR á seinni hálfleiks eins og margir andstæðingar KR hafa gert á leiktíðinni. „Við erum með okkar markmið og teljum okkur vera eitt af bestu liðum á landinu og erum að stefna á landa titlum og við þurfum að vinna svona lið eins og KR til að sýna að við erum verðugir þess að berjast um titlana. „Menn voru ákveðnir og seldu sig dýrt. Við brotnuðum ekki þrátt fyrir mikla mótspyrnu á loka mínútunum,“ sagði Sverrir. Grindavík lét vel fyrir sér finna og gaf KR ekki þumlung eftir. Það má ætla að það sé uppskriftin að því að leggja KR að velli. „KR er mjög jafnt og gott lið. Það geta allir í byrjunarliði og sjött og sjöundi maður liggur við líka 10 til 15 stig og það þarf að vera einbeittur allan tímann. Þeir hætta aldrei og voru alltaf að narta í okkur og þó maður héldi á síðustu sekúndunum að þetta væri komið þá settu þeir niður þrist og brutu og treystu á að við myndum klikka. „Við erum búnir að sýna að við getum unnið þá en nú er það áfram gakk hjá okkur,“ sagði Sverrir. Finnur: Varnarleikurinn var glataður„Við förum í alla leiki til að vinna og mér er slétt sama hversu marga leiki maður er búinn að vinna eða tapa á undan,“ sagði Finnur Stefánsson þjálfari KR eftir leikinn í kvöld. „Þetta var léleg frammistaða hér í kvöld og við áttum aldrei skilið að vinna. „Mér leið eins og við værum tilbúnir að gera það sem við þurftum. Þegar við komumst yfir þá dettum við alveg niður á milli. Sérstaklega var varnarleikurinn glataður,“ sagði Finnur en fyrir leikinn í kvöld hafði KR fengið mest 84 stig á sig deildinni í vetur. „Við gefum fáránlega auðveldar körfur og förum í heimskulegar róteringar. Menn klikkuðu gjörsamlega á sínum skildum. Það er ljóst að við þurfum að fara til baka inn á æfingagólfið og laga og vinna í hlutunum. „Mér fannst við eiga fínar æfingar yfir jólin og leggja hart að sér. Kannski blekktu síðustu leikirnir fyrir jól okkur eitthvað og menn haldið að við værum að fara í auðveldan pakka. „Þetta er hörkudeild og ef menn eru ekki tilbúnir að mæta til leiks og leggja sig fram og spila hörku vörn þá gerist ekki neitt,“ sagði Finnur. Leik lokið (96-105): Grindavík er fyrst liða til að leggja KR að velli40. mínúta (93-97): Brynjar með þrist eftir að Jóhann Árni nær aftur bara að setja annað vítið niður.40. mínúta (88-96): Pavel með þrist og Jóhann Árni setur eitt víti niður. Þetta er ekki búið þó staða Grindavíkur sé vænleg.39. mínúta (85-95): Sigurður með þriggja stiga fléttu og 10 stiga munur.38. mínúta (83-90): Sigurður með sniðskot, kominn með 19 stig sá stóri.37. mínúta (81-88): Lewis kominn með 28 stig og Grindavík í mjög vænlegri stöðu þegar þrjár mínútur eru eftir.37. mínúta (81-86): Jóhann Árni með risa stóran þrist. Skref á Pavel í næstu sókn KR og Grindavík með boltann.36. mínúta (80-81): Martin kominn með 17 stig fyrir KR eins og Pavel.34. mínúta (77-81): Grindavík heldur KR tveimur sóknum frá sér.33. mínúta (75-79): Finnur Stefánsson þjálfari KR er ekki sáttur og tekur leikhlé. Fimm leikmenn Grindavíkur eru komnir með 10 stig og meira.33. mínúta (75-77): Jóhann Árni með þrist og Grindavík er komið yfir.32. mínúta (75-74): Ómar Örn Sævarsson með gott skot í teignum.31. mínúta (75-72): Lewis er kominn með 26 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar fyrir Grindavík.3. leikhluta lokið (73-70): 12 stiga sveifla KR í hag en það getur allt gerst í þessum leik.29. mínúta (68-66): Allt í járnum.28. mínúta (66-64): Grindavík er búin að jafna sig og spennan tekur völdin.26. mínúta (64-59): Þetta er bara fimm stig.25. mínúta (61-55): 19-4 sprettur í upphafi seinni hálfleiks. KR að leik frábærlega eftir slakan fyrri hálfleik.24. mínúta (57-55): Helgi Már með enn einn þristinn. Hann er kominn með 14 stig og KR er komið yfir.23. mínúta (54-55): KR er ekki lengi að þessu.22. mínúta (50-53): Hraður leikur hér í upphafi seinni hálfleiks.21. mínúta (48-51): Helgi Már byrjar seinni hálfleikinn á þriggja stiga köfru og Darri bætir annarri við strax í næstu sókn.Hálfleikur: Pavel er stigahæstur hjá KR með 11 stig, öll í fyrsta leikhluta. Martin skoraði 9 og Darri 7.Hálfleikur: Sigurður Þorsteinsson fór á kostum í fyrri hálfleik og þá sérstaklega hér í öðrum leikhluta. Hann er með 17 stig og 8 fráköst. Earnest Lewis er næst stigahæstur hjá Grindavík með 15 stig en hann hefur tekið 6 fráköst og gefið 4 stoðsendingar.Hálfleikur (42-51): Ótrúlegur sprettur hjá Grindavík, 21-2, á fjórum mínútum lagði grunninn að því að liðið er níu stigum yfir í hálflleik.19. mínúta (38-47): Sýning Sigurðar Þorsteinssonar heldur áfram. Kominn með 17 stig og 8 fráköst. 17 stig í röð hjá Grindavík.19. mínúta (38-44): 14 stig í röð hjá Grindavík, Lewis með þrist.18. mínúta (38-41): Sigurður kominn með 8 stig í röð og 14 alls.18. mínúta (38-39): Grindavík er komið yfir á ný. Sigurður Þorsteinsson öflugur undir körfunni og er kominn með 12 stig og 6 fráköst.16. mínúta (38-37): Gestirnir eru mættir til að berjast og sýna það með 7 stigum í röð á innan við tveimur mínútum.15. mínúta (36-30): Martin er kominn með 9 stig.14. mínúta (30-25): 10-0 byrjun á öðrum leikhluta. Darri með þrist nú síðast.13. mínúta (26-25): Pavel kominn með þrjár villur og sestur á bekkinn en KR samt komið yfir enda liðið heldur betur hert á vörninni.11. mínúta (25-25): Brynjar með þrist og Darri með sniðskot. Jafn leikur.1. leikhluta lokið (20-25): Grindavík lék mjög vel í fyrsta leikhluta og er verðskuldað yfir. Lewis skoraði 10 stig fyrir Grindavík og Pavel 11 fyrir KR.9. mínúta (19-23): Lewis er kominn með 8 stig fyrir Grindavík8. mínúta (17-22): Grindavík heldur frumkvæðinu.7. mínúta (17-18): Helgi Már kom KR yfir en Ómar Sævarsson svaraði að bragði.6. mínúta (15-16): Pavel er kominn með 10 af 15 stigum KR.6. mínúta (12-16): Það er allt niður þessa stundina. Glæsilegur körfubolti.5. mínúta (7-11): Jóhann Árni Ólafsson setur tvö af þremur vítum niður eftir að Sigurður Þorsteinsson komst fyrst á blað. Gestirnir aftur komnir yfir.4. mínúta (7-7): Pavel kann ekki við að vera undir og jafnar með þrist.3. mínúta (4-7): Gestirnir byrja vel.2. mínúta (2-5): Martin jafnaði en Lewis svaraði með þrist.1. mínúta (0-2): Ómar Örn Sævarsson skorar fyrstu körfu leiksins.Fyrir leik: Þegar liðin áttust við í fyrstu umferð deildarinnar vann KR 20 stiga sigur í Grindavík 94-74.Fyrir leik: KR er í efsta sæti með fullt hús stiga en Grindavík er með 14 stig.Fyrir leik: Hér mætast liðin í fyrsta og þriðja sæti en þó munar heilum átta stigum á liðunum eftir ellefu leiki.Mynd/ValliMynd/ValliMynd/ValliMynd/ValliMynd/ValliMynd/ValliMynd/Valli
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira