Hrakfarir Söndru hræða ekki Soffíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2013 06:00 Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir. Mynd/Daníel Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar, er á leiðinni í atvinnumennsku en hún ætlar að spila með sænska liðinu Jitex á næsta ári. „Ég er á samning hjá Stjörnunni en Stjarnan hefur vitað lengi að ég væri að fara út. Ég er búin að æfa með Jitex í desember og þetta er komið nánast alla leið,“ segir Soffía. Hún er 25 ára og spilar oftast sem vinstri bakvörður en hefur einnig leyst stöðu kantmanns og miðjumanns með Stjörnunni undanfarin ár. „Ég er í mastersnámi í verkfræði í Gautaborg og valdi það út frá því að ég vissi að ég gæti komist að í fótboltanum. Ef það er einhvern tímann tímapunktur fyrir mig að fara að spila úti þá er það núna. Þetta verður smá keyrsla en það er allt hægt,“ segir Soffía. Liðsfélagi hennar Sandra Sigurðardóttir lenti upp á kant við sænska liðið fyrir nokkrum árum en Soffía hefur ekki áhyggjur af því. „Það er ný stjórn, nýtt þjálfarateymi og allt nýtt þarna. Það eru líka margir nýir leikmenn að koma inn,“ segir hún. Soffía hefur verið í aðalhlutverki í uppgangi Stjörnuliðsins. „Ég held að ég hafi komið í liðið 2004 og við Adda (Ásgerður Stefanía Baldursdóttir) erum búnar að spila níu tímabil saman og höfum gengið í gegnum súrt og sætt saman. Það er alveg erfitt að kveðja Stjörnuna en ég mun alltaf koma aftur. Ég enda alltaf á Íslandi," segir Soffía. En hvert stefnir Jitex? „Jitex-liðið hefur endað í níunda til tíunda sæti einhver fjögur ár í röð. Ég held að stefnan sé að komast hærra upp töfluna. Það er gaman að taka þátt í þessari endurnýjun og þessum tímamótum sem eru í Jitex núna," segir Soffía og bætir við: „Ég er komin með smá reynslu af því hvernig menn búa til meistaralið. Þú býrð ekki til meistaralið á einu ári og ég býst því við að næsta tímabil verði svolítið strembið," segir Soffía. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar, er á leiðinni í atvinnumennsku en hún ætlar að spila með sænska liðinu Jitex á næsta ári. „Ég er á samning hjá Stjörnunni en Stjarnan hefur vitað lengi að ég væri að fara út. Ég er búin að æfa með Jitex í desember og þetta er komið nánast alla leið,“ segir Soffía. Hún er 25 ára og spilar oftast sem vinstri bakvörður en hefur einnig leyst stöðu kantmanns og miðjumanns með Stjörnunni undanfarin ár. „Ég er í mastersnámi í verkfræði í Gautaborg og valdi það út frá því að ég vissi að ég gæti komist að í fótboltanum. Ef það er einhvern tímann tímapunktur fyrir mig að fara að spila úti þá er það núna. Þetta verður smá keyrsla en það er allt hægt,“ segir Soffía. Liðsfélagi hennar Sandra Sigurðardóttir lenti upp á kant við sænska liðið fyrir nokkrum árum en Soffía hefur ekki áhyggjur af því. „Það er ný stjórn, nýtt þjálfarateymi og allt nýtt þarna. Það eru líka margir nýir leikmenn að koma inn,“ segir hún. Soffía hefur verið í aðalhlutverki í uppgangi Stjörnuliðsins. „Ég held að ég hafi komið í liðið 2004 og við Adda (Ásgerður Stefanía Baldursdóttir) erum búnar að spila níu tímabil saman og höfum gengið í gegnum súrt og sætt saman. Það er alveg erfitt að kveðja Stjörnuna en ég mun alltaf koma aftur. Ég enda alltaf á Íslandi," segir Soffía. En hvert stefnir Jitex? „Jitex-liðið hefur endað í níunda til tíunda sæti einhver fjögur ár í röð. Ég held að stefnan sé að komast hærra upp töfluna. Það er gaman að taka þátt í þessari endurnýjun og þessum tímamótum sem eru í Jitex núna," segir Soffía og bætir við: „Ég er komin með smá reynslu af því hvernig menn búa til meistaralið. Þú býrð ekki til meistaralið á einu ári og ég býst því við að næsta tímabil verði svolítið strembið," segir Soffía.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira