Eru bandamenn íslenskrar verslunar loks í sjónmáli? Margrét Kristmannsdóttir skrifar 21. desember 2013 06:00 Í sjónvarpsfréttum RÚV á þriðjudagskvöld var viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra þar sem hann sagði það vera algjörlega óásættanlegt fyrir íslenska verslun að sitja uppi með tvítollun og mjög háan virðisaukaskatt ofan á þá tolla – enda gæti verslunin aldrei orðið samkeppnishæf við þessar aðstæður. Bætti hann við að endurskoðun stæði til á virðisaukaskattskerfinu sem hefði þegar verið kynnt í ríkisstjórn og yrði í framhaldinu sett á fót verkefnisstjórn í að endurskoða stöðuna. Þrátt fyrir miklar annir þessa dagana hljóta allir verslunareigendur á Íslandi að hafa hoppað hæð sína af gleði við þessa frétt. Því ef satt reynist gæti verið í höfn eitt helsta baráttumál íslenskrar verslunar og jafnframt í sjónmáli ein mesta kjarabót fyrir íslensk heimili.Alhæfing Íslenskri verslun er oft legið á hálsi fyrir að vera óhagkvæm og m.a. horft til þess að hér á landi er verslunin rekin í mörgum fermetrum. En í 320.000 manna samfélagi og þegar höfðatölu er beitt verðum við Íslendingar oft „heimsmeistarar“ eða „skúrkar“. Það á hins vegar ekki einungis við þegar höfðatölureglunni er beint að versluninni. Alhæfing um óhagkvæmni er hins vegar verst og illt fyrir verslunina að sitja undir. Það er ekki spurning að sumar verslanir eru reknar í of mörgum fermetrum, en aðrar ekki. Þar sem óhagkvæmni ríkir myndast hins vegar líka tækifæri – fyrir nýja aðila að koma inn með hagkvæmari rekstur og skáka þeim sem fyrir eru. Um það eru mýmörg dæmi í íslenskri verslun – sem betur fer. Í verslun eins og í öðrum atvinnugreinum starfa án efa einstaklingar sem gætu betur varið kröftum sínum í annað. En heilt yfir stendur þessi atvinnugrein sig gríðarlega vel á þeim örmarkaði sem Ísland er. Ef í sjónmáli eru síðan langþráðar breytingar er snúa að ósanngjörnum vörugjöldum, tollum og virðisaukaskatti er framtíð íslenskrar verslunar björt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsfréttum RÚV á þriðjudagskvöld var viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra þar sem hann sagði það vera algjörlega óásættanlegt fyrir íslenska verslun að sitja uppi með tvítollun og mjög háan virðisaukaskatt ofan á þá tolla – enda gæti verslunin aldrei orðið samkeppnishæf við þessar aðstæður. Bætti hann við að endurskoðun stæði til á virðisaukaskattskerfinu sem hefði þegar verið kynnt í ríkisstjórn og yrði í framhaldinu sett á fót verkefnisstjórn í að endurskoða stöðuna. Þrátt fyrir miklar annir þessa dagana hljóta allir verslunareigendur á Íslandi að hafa hoppað hæð sína af gleði við þessa frétt. Því ef satt reynist gæti verið í höfn eitt helsta baráttumál íslenskrar verslunar og jafnframt í sjónmáli ein mesta kjarabót fyrir íslensk heimili.Alhæfing Íslenskri verslun er oft legið á hálsi fyrir að vera óhagkvæm og m.a. horft til þess að hér á landi er verslunin rekin í mörgum fermetrum. En í 320.000 manna samfélagi og þegar höfðatölu er beitt verðum við Íslendingar oft „heimsmeistarar“ eða „skúrkar“. Það á hins vegar ekki einungis við þegar höfðatölureglunni er beint að versluninni. Alhæfing um óhagkvæmni er hins vegar verst og illt fyrir verslunina að sitja undir. Það er ekki spurning að sumar verslanir eru reknar í of mörgum fermetrum, en aðrar ekki. Þar sem óhagkvæmni ríkir myndast hins vegar líka tækifæri – fyrir nýja aðila að koma inn með hagkvæmari rekstur og skáka þeim sem fyrir eru. Um það eru mýmörg dæmi í íslenskri verslun – sem betur fer. Í verslun eins og í öðrum atvinnugreinum starfa án efa einstaklingar sem gætu betur varið kröftum sínum í annað. En heilt yfir stendur þessi atvinnugrein sig gríðarlega vel á þeim örmarkaði sem Ísland er. Ef í sjónmáli eru síðan langþráðar breytingar er snúa að ósanngjörnum vörugjöldum, tollum og virðisaukaskatti er framtíð íslenskrar verslunar björt.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun