Eru bandamenn íslenskrar verslunar loks í sjónmáli? Margrét Kristmannsdóttir skrifar 21. desember 2013 06:00 Í sjónvarpsfréttum RÚV á þriðjudagskvöld var viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra þar sem hann sagði það vera algjörlega óásættanlegt fyrir íslenska verslun að sitja uppi með tvítollun og mjög háan virðisaukaskatt ofan á þá tolla – enda gæti verslunin aldrei orðið samkeppnishæf við þessar aðstæður. Bætti hann við að endurskoðun stæði til á virðisaukaskattskerfinu sem hefði þegar verið kynnt í ríkisstjórn og yrði í framhaldinu sett á fót verkefnisstjórn í að endurskoða stöðuna. Þrátt fyrir miklar annir þessa dagana hljóta allir verslunareigendur á Íslandi að hafa hoppað hæð sína af gleði við þessa frétt. Því ef satt reynist gæti verið í höfn eitt helsta baráttumál íslenskrar verslunar og jafnframt í sjónmáli ein mesta kjarabót fyrir íslensk heimili.Alhæfing Íslenskri verslun er oft legið á hálsi fyrir að vera óhagkvæm og m.a. horft til þess að hér á landi er verslunin rekin í mörgum fermetrum. En í 320.000 manna samfélagi og þegar höfðatölu er beitt verðum við Íslendingar oft „heimsmeistarar“ eða „skúrkar“. Það á hins vegar ekki einungis við þegar höfðatölureglunni er beint að versluninni. Alhæfing um óhagkvæmni er hins vegar verst og illt fyrir verslunina að sitja undir. Það er ekki spurning að sumar verslanir eru reknar í of mörgum fermetrum, en aðrar ekki. Þar sem óhagkvæmni ríkir myndast hins vegar líka tækifæri – fyrir nýja aðila að koma inn með hagkvæmari rekstur og skáka þeim sem fyrir eru. Um það eru mýmörg dæmi í íslenskri verslun – sem betur fer. Í verslun eins og í öðrum atvinnugreinum starfa án efa einstaklingar sem gætu betur varið kröftum sínum í annað. En heilt yfir stendur þessi atvinnugrein sig gríðarlega vel á þeim örmarkaði sem Ísland er. Ef í sjónmáli eru síðan langþráðar breytingar er snúa að ósanngjörnum vörugjöldum, tollum og virðisaukaskatti er framtíð íslenskrar verslunar björt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsfréttum RÚV á þriðjudagskvöld var viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra þar sem hann sagði það vera algjörlega óásættanlegt fyrir íslenska verslun að sitja uppi með tvítollun og mjög háan virðisaukaskatt ofan á þá tolla – enda gæti verslunin aldrei orðið samkeppnishæf við þessar aðstæður. Bætti hann við að endurskoðun stæði til á virðisaukaskattskerfinu sem hefði þegar verið kynnt í ríkisstjórn og yrði í framhaldinu sett á fót verkefnisstjórn í að endurskoða stöðuna. Þrátt fyrir miklar annir þessa dagana hljóta allir verslunareigendur á Íslandi að hafa hoppað hæð sína af gleði við þessa frétt. Því ef satt reynist gæti verið í höfn eitt helsta baráttumál íslenskrar verslunar og jafnframt í sjónmáli ein mesta kjarabót fyrir íslensk heimili.Alhæfing Íslenskri verslun er oft legið á hálsi fyrir að vera óhagkvæm og m.a. horft til þess að hér á landi er verslunin rekin í mörgum fermetrum. En í 320.000 manna samfélagi og þegar höfðatölu er beitt verðum við Íslendingar oft „heimsmeistarar“ eða „skúrkar“. Það á hins vegar ekki einungis við þegar höfðatölureglunni er beint að versluninni. Alhæfing um óhagkvæmni er hins vegar verst og illt fyrir verslunina að sitja undir. Það er ekki spurning að sumar verslanir eru reknar í of mörgum fermetrum, en aðrar ekki. Þar sem óhagkvæmni ríkir myndast hins vegar líka tækifæri – fyrir nýja aðila að koma inn með hagkvæmari rekstur og skáka þeim sem fyrir eru. Um það eru mýmörg dæmi í íslenskri verslun – sem betur fer. Í verslun eins og í öðrum atvinnugreinum starfa án efa einstaklingar sem gætu betur varið kröftum sínum í annað. En heilt yfir stendur þessi atvinnugrein sig gríðarlega vel á þeim örmarkaði sem Ísland er. Ef í sjónmáli eru síðan langþráðar breytingar er snúa að ósanngjörnum vörugjöldum, tollum og virðisaukaskatti er framtíð íslenskrar verslunar björt.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun