Darri í Dexter, pabbastelpa og AA-samtökin 19. desember 2013 00:01 Með umtöluðustu greinum á árinu. Margar fréttir vöktu mikla athygli og umtal hér á Lífinu á Vísi á árinu sem er að líða. Við tókum saman nokkrar af þeim sem flugu hvað hæst.Tanja Ýr og stelpurnar í Ungfrú Ísland.Tanja Ýr Ungfrú Ísland 2013Tanja Ýr Ástþórsdóttir var kosin Ungfrú Ísland 2013 í fegurðarsamkeppni Íslands sem fram fór á veitingahúsinu Broadway í kvöld. Hún var einnig valin ljósmyndafyrirsæta ársins. Hildur Karen Jóhannsdóttir varð í öðru sæti, Karítas Maren Sveinsdóttir í því þriðja og Hildur María Leifsdóttir landaði fjórða sætinu. Þá var Bryndís Hera Gísladóttir í fimmta sæti en hún var einnig valin púkastelpa keppninnar.Darri Ingólfsson.Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Darri Ingólfsson er búinn að koma sér á kortið í Hollywood. Hlutverk hans í nýjustu seríunni af Dexter er ansi veigamikið og opnar vafalaust margar dyr fyrir leikarann sem hefur verið búsettur í Los Angeles síðastliðin fjögur ár.Darri þekkti ekki nokkurn einasta mann í Hollywood þegar hann flutti út en með þrautsegju og harki hefur honum smátt og smátt tekist að koma sér inn á rétta fólkið og nú loksins er árangurinn farinn að skila sér.Jórunn Guðrún Hólm.Slapp naumlega - varð undir 15 tonna vöruflutningabíl „Tíminn eftir slysið var rosalega erfiður. Fjölskylda mín hélt í 30 mínútur eða svo að ég væri látin. Það var ekkert hægt að komast að mér fyrsta hálftímann. Tengivagninum var lyft upp af traktorumog slökkviliðinu og ég hugsaði allan tímann að nú væri minn tíminn kominn og ég væri að deyja. Fyrsta sem ég hugsaði og vildi gera þegar einn af hetjunum sem björguðu mér var að fá síma hjá honum og hringja í mömmu og kveðja hana þar sem ég var viss um að ég myndi ekki lifa þetta af. Mamma og pabbi voru efst í huga mínum allan tímann. Ég var 19 ára þegar þetta gerðist. Líf mitt breyttist allt á þessum rúmum klukkutíma sem ég var föst og andadrátturinn varð alltaf erfiðari og erfiðari. Ég fékk hrikalega innilokunarkennd enda ekki mikið pláss í kringum mig," segir Jórunn Guðrún Hólm.Margrét með pabba sínum, Bjarna Benediktssyni, á góðri stund.Þótt hann sé formaður - er hann samt alltaf pabbi minn „Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar að pabbi tilkynnti mér að hann væri mögulega að fara á þing innan sólarhrings. Ég hef stutt hann í þeirri ákvörðun síðan, alveg eins og hann hefur stutt mig í öllu sem að ég tek mér fyrir hendur en margt hefur breyst síðan að hann tók þessa ákvörðun, bæði jákvætt og neikvætt. Það jákvæða hefur þó verið ríkjandi," segir Margrét Bjarnadóttir, dóttir fjármálaráðherra Íslands, Bjarna Benediktssonar. Ágústa Eva Erlendsdóttir.Ágústa Eva gagnrýnir AA-samtökin Ágústa Eva sannfærðist um að hún væri alkóhólisti þegar hún gekk fyrir rælni inn á AA fund, rúmlega tvítug að aldri. Þá tók á móti henni hópur karlmanna á fimmtugsaldri sem allir áttu jafn erfitt. Í viðtalinu lýsir hún eigin vanlíðan og segist hafa liðið eins og hún væri að koma loks heim. Heill her fólks var tilbúinn til að hjálpa henni að láta sér sér líða betur og hún sveif á skýi, að eigin sögn.Sigurður Steinþórsson.Ég þori ekki að vera með barnið mitt nálægt mér Lífið fékk senda meðfylgjandi hugleiðingu frá Sigurði Steinþórssyni 26 ára íbúa á Húsavík um baráttu hans við þunglyndi.„Ég heiti Sigurður Steinþórsson og langar að segja frá minni sögu. Núna hef ég verið að glíma við þunlyndi í um það bil tvö ár. Ég hef verið í sjálfsvígshugsunum í langan tíma og fengið lækni heim til mín, hef verið sóttur og snúinn niður og keyrður á geðdeild á Akureyri í desember rétt fyrir jól og þar átti að vinna í mínum málum,“ segir Sigurður meðal annars í pistlinum. Fréttir ársins 2013 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Margar fréttir vöktu mikla athygli og umtal hér á Lífinu á Vísi á árinu sem er að líða. Við tókum saman nokkrar af þeim sem flugu hvað hæst.Tanja Ýr og stelpurnar í Ungfrú Ísland.Tanja Ýr Ungfrú Ísland 2013Tanja Ýr Ástþórsdóttir var kosin Ungfrú Ísland 2013 í fegurðarsamkeppni Íslands sem fram fór á veitingahúsinu Broadway í kvöld. Hún var einnig valin ljósmyndafyrirsæta ársins. Hildur Karen Jóhannsdóttir varð í öðru sæti, Karítas Maren Sveinsdóttir í því þriðja og Hildur María Leifsdóttir landaði fjórða sætinu. Þá var Bryndís Hera Gísladóttir í fimmta sæti en hún var einnig valin púkastelpa keppninnar.Darri Ingólfsson.Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Darri Ingólfsson er búinn að koma sér á kortið í Hollywood. Hlutverk hans í nýjustu seríunni af Dexter er ansi veigamikið og opnar vafalaust margar dyr fyrir leikarann sem hefur verið búsettur í Los Angeles síðastliðin fjögur ár.Darri þekkti ekki nokkurn einasta mann í Hollywood þegar hann flutti út en með þrautsegju og harki hefur honum smátt og smátt tekist að koma sér inn á rétta fólkið og nú loksins er árangurinn farinn að skila sér.Jórunn Guðrún Hólm.Slapp naumlega - varð undir 15 tonna vöruflutningabíl „Tíminn eftir slysið var rosalega erfiður. Fjölskylda mín hélt í 30 mínútur eða svo að ég væri látin. Það var ekkert hægt að komast að mér fyrsta hálftímann. Tengivagninum var lyft upp af traktorumog slökkviliðinu og ég hugsaði allan tímann að nú væri minn tíminn kominn og ég væri að deyja. Fyrsta sem ég hugsaði og vildi gera þegar einn af hetjunum sem björguðu mér var að fá síma hjá honum og hringja í mömmu og kveðja hana þar sem ég var viss um að ég myndi ekki lifa þetta af. Mamma og pabbi voru efst í huga mínum allan tímann. Ég var 19 ára þegar þetta gerðist. Líf mitt breyttist allt á þessum rúmum klukkutíma sem ég var föst og andadrátturinn varð alltaf erfiðari og erfiðari. Ég fékk hrikalega innilokunarkennd enda ekki mikið pláss í kringum mig," segir Jórunn Guðrún Hólm.Margrét með pabba sínum, Bjarna Benediktssyni, á góðri stund.Þótt hann sé formaður - er hann samt alltaf pabbi minn „Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar að pabbi tilkynnti mér að hann væri mögulega að fara á þing innan sólarhrings. Ég hef stutt hann í þeirri ákvörðun síðan, alveg eins og hann hefur stutt mig í öllu sem að ég tek mér fyrir hendur en margt hefur breyst síðan að hann tók þessa ákvörðun, bæði jákvætt og neikvætt. Það jákvæða hefur þó verið ríkjandi," segir Margrét Bjarnadóttir, dóttir fjármálaráðherra Íslands, Bjarna Benediktssonar. Ágústa Eva Erlendsdóttir.Ágústa Eva gagnrýnir AA-samtökin Ágústa Eva sannfærðist um að hún væri alkóhólisti þegar hún gekk fyrir rælni inn á AA fund, rúmlega tvítug að aldri. Þá tók á móti henni hópur karlmanna á fimmtugsaldri sem allir áttu jafn erfitt. Í viðtalinu lýsir hún eigin vanlíðan og segist hafa liðið eins og hún væri að koma loks heim. Heill her fólks var tilbúinn til að hjálpa henni að láta sér sér líða betur og hún sveif á skýi, að eigin sögn.Sigurður Steinþórsson.Ég þori ekki að vera með barnið mitt nálægt mér Lífið fékk senda meðfylgjandi hugleiðingu frá Sigurði Steinþórssyni 26 ára íbúa á Húsavík um baráttu hans við þunglyndi.„Ég heiti Sigurður Steinþórsson og langar að segja frá minni sögu. Núna hef ég verið að glíma við þunlyndi í um það bil tvö ár. Ég hef verið í sjálfsvígshugsunum í langan tíma og fengið lækni heim til mín, hef verið sóttur og snúinn niður og keyrður á geðdeild á Akureyri í desember rétt fyrir jól og þar átti að vinna í mínum málum,“ segir Sigurður meðal annars í pistlinum.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira