Ég þori ekki að vera með barnið mitt nálægt mér 27. febrúar 2013 22:30 Lífið fékk senda meðfylgjandi hugleiðingu frá Sigurði Steinþórssyni 26 ára íbúa á Húsavík um baráttu hans við þunglyndi.Hér má lesa pistil Sigurðar í heild sinni: Ég heiti Sigurður Steinþórsson og langar að segja frá minni sögu. Núna hef ég verið að glíma við þunlyndi í um það bil tvö ár. Ég hef verið í sjálfsvígshugsunum í langan tíma og fengið lækni heim til mín, hef verið sóttur og snúinn niður og keyrður á geðdeild á Akureyri í desember rétt fyrir jól og þar átti að vinna í mínum málum. Þaðan var ég útskrifaður þremur tímum seinna og ekkert gert nema bent mér á hluti sem ég gæti gert og lofað fundi sem allra fyrst við sálfræðing og geðlækni sem kemur á Húsavík þar sem ég bý einu sinni í mánuði. Ég sættist á það. Auðvitað er þunglyndi sjúkdómur og það eru mun fleiri sem eru þunglyndir en við höldum. Í janúar var hringt í mig og ég var boðaður á fund með geðlækni. Vegna vinnu komst ég ekki frá og taldi læknirinn það vera í lagi og gaf mér símatíma í staðinn og vildi ekki breyta lyfjum sem ég var á þrátt fyrir að ég vildi það og óskaði eftir því. Í febrúar var mér svo boðinn tími á mánudegi sem var æðislegt og ég sá loksins fram á það að ég fengi ný lyf sem gætu hjálpað mér að yfirstíga þetta. Því miður bý ég á Húsavík og til að komst á milli Akureyrar og Húsavíkur þarf að fara leið sem heitir Víkurskarð og þar var ófært vegna veðurs sem maður svo sem skilur að læknirinn komist ekki þá.En það var ekki reynt að finna annan tíma strax því það var ekki "þörf á því" var talið svo við sem komust ekki til hans þurftum bara að bíða eftir næsta mánuði. Jú maður lætur sig hafa það en í millitíðinni fer ég upp á sjúkrahús á Húsavík og segi að ég hafi hugsanir um sjálfsvíg og tala þar við lækni sem gefur mér lyf sem heitir Diazepam og segir mér að taka það því það deyfi hugann og maður verður frekar "slow" á þeim. Ég geri það og fæ einnig svefnlyf svo ég sofni á nóttunni. Loksins er hringt og ég er boðaður á fund hjá þessum sama geðlækni á þriðjudegi því það var fullt á mánudeginum. Hann forfallast vegna veikinda og mætir svo í vinnu á Akureyri á miðvikudeginum eins og ekkert hafi verið að og við hér á Húsavík þurfum bara að bíða í enn einn mánuðinn eftir að fá hjálp. Ég hringdi í forstjóra sjúkrahússins á Húsavík og spurði hann hvað ég ætti að gera ef mig langaði að drepa mig og hann spurði mig vingjarnlega hvort ég gæti ekki bara beðið með það. Ég hef verið þekktur alla mína tíð að skrifa það sem ég hugsa og segja það sem ég hugsa. Hérna á Húsavík á einu sumri hafa sex manns reynt að fyrirfara sér, einum tókst það og var það mikill harmleikur hérna á Húsavík. Nú spyr ég sjálfan mig að því. Hefur þetta fólk leitað sér hjálpar og komið að "lokuðum dyrum" eins og ég og ákveðið að taka líf sitt. Finnst fólki þetta bara allt í lagi? Húsavík er ekki stórt samfélag en hérna þekkja allir alla og ef eitthvað gerist þá spyrst það fljótt út. Hérna búa kannski í kringum tvö þúsund manns og að sex þeirra hafi reynt að drepa sig á einu sumri finnst mér út í hött. Að bæjaryfirvöld og sjúkrahúsið skuli ekki skammast sín fyrir hvernig þetta er. Ég þori ekki að vera með barnið mitt nálægt mér ef ég get ekki einu sinni fengið hjálp við mínum vandamálum sem auðvitað ég þarf að leysa sjálfur og það er enginn annar sem gerir það fyrir mig en ég þarf að kunna að leysa úr þeim, fá ráð við þeim og ég fæ það ekki. Oft velti ég því fyrir mér hvort að það sé bara það sem þeir vilja, að fólk drepi sig, að þá sé bara einum færri að sinna. Ég hringdi í landlækni og talaði það við rosalega almennilega konu að nafni Lára og hún sagði að auðvitað ætti þetta ekki að vera svona og auðvitað á fólk að fá hjálp við vandamálum sínum. Auðvitað ætti að koma annar læknir í stað þessa sem forfallaðist eða allavega finna tíma eins fljótt og auðið er til að hjálpa fólki. Ég fékk þau svör að ef maður væri ekki á Reykjavíkursvæðinu þá væri erfitt að fá hjálp. Svo það er verið að hvetja fólk til þess að fara af þessum litlu bæjum hér og þar og flytja til Reykjavíkur sem er ekki það sem fólki langar að gera. Ég flutti á Húsavík fyrir ástina og vinnu því ég fann ekki vinnu í Reykjavík. Ég veit að ættingjar mínir lesa þetta og hugsa að þeir vissu ekki af mínum vandamálum. Móðir mín verður eflaust ekki hrifin að ég skrifa þetta undir nafni en mér finnst nóg komið og að það þurfi að gera eitthvað í þessum málum. Ef staðan er svona á Húsavík hvernig er hún á öðrum stöðum? Geðdeild er á tveim stöðum, á Akureyri og Reykjavík, og þar á fólk að fá hjálp. Ég hvet alla sem hafa hugsanir um að drepa sig og yfirgefa þetta líf að hugsa hvað þið eruð að gera fólkinu í kringum ykkur. Talið frekar við vini og ættingja og fáið skilning á ykkar vandamálum. Ef þeir skilja það ekki þá mæli ég með 1717 þar sem hægt er að tala við hlutlausan einstakling í sambandi við þetta. Ég hvet fólk til að kvarta við sinn spítala á aðstöðu ef þess er þörf. Eftir mína tilraun til sjálfsvígs þá hef ég hugsað að ég get þetta. Ég hef eitthvað að lifa fyrir og ég ætla að nota hvern dag eins og hann sé sá síðasti og ljóta hans í botn. Ekki vorkenna mér af því ég er þunglyndur eða á í vandamálum heldur stattu frekar upp og hjálpaðu þeim sem eiga við vanda að stríða. Þú þarft ekki nema brosa, faðma eða bara hrósa næstu manneskju svo henni líði betur og er það svo erfitt? Nei það er það ekki. Ég væri ekki hérna í dag að skrifa þetta ef það væri ekki fyrir fyrst og fremst hana móður mína sem hefur staðið í öllu með mér og vinum en þú veist hverjir eru vinir þínir eru þegar þú leitar til þeirra með veikindi þín.Mamma ég elska þig og þú verður alltaf hetjan mín. Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Fleiri fréttir Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Sjá meira
Lífið fékk senda meðfylgjandi hugleiðingu frá Sigurði Steinþórssyni 26 ára íbúa á Húsavík um baráttu hans við þunglyndi.Hér má lesa pistil Sigurðar í heild sinni: Ég heiti Sigurður Steinþórsson og langar að segja frá minni sögu. Núna hef ég verið að glíma við þunlyndi í um það bil tvö ár. Ég hef verið í sjálfsvígshugsunum í langan tíma og fengið lækni heim til mín, hef verið sóttur og snúinn niður og keyrður á geðdeild á Akureyri í desember rétt fyrir jól og þar átti að vinna í mínum málum. Þaðan var ég útskrifaður þremur tímum seinna og ekkert gert nema bent mér á hluti sem ég gæti gert og lofað fundi sem allra fyrst við sálfræðing og geðlækni sem kemur á Húsavík þar sem ég bý einu sinni í mánuði. Ég sættist á það. Auðvitað er þunglyndi sjúkdómur og það eru mun fleiri sem eru þunglyndir en við höldum. Í janúar var hringt í mig og ég var boðaður á fund með geðlækni. Vegna vinnu komst ég ekki frá og taldi læknirinn það vera í lagi og gaf mér símatíma í staðinn og vildi ekki breyta lyfjum sem ég var á þrátt fyrir að ég vildi það og óskaði eftir því. Í febrúar var mér svo boðinn tími á mánudegi sem var æðislegt og ég sá loksins fram á það að ég fengi ný lyf sem gætu hjálpað mér að yfirstíga þetta. Því miður bý ég á Húsavík og til að komst á milli Akureyrar og Húsavíkur þarf að fara leið sem heitir Víkurskarð og þar var ófært vegna veðurs sem maður svo sem skilur að læknirinn komist ekki þá.En það var ekki reynt að finna annan tíma strax því það var ekki "þörf á því" var talið svo við sem komust ekki til hans þurftum bara að bíða eftir næsta mánuði. Jú maður lætur sig hafa það en í millitíðinni fer ég upp á sjúkrahús á Húsavík og segi að ég hafi hugsanir um sjálfsvíg og tala þar við lækni sem gefur mér lyf sem heitir Diazepam og segir mér að taka það því það deyfi hugann og maður verður frekar "slow" á þeim. Ég geri það og fæ einnig svefnlyf svo ég sofni á nóttunni. Loksins er hringt og ég er boðaður á fund hjá þessum sama geðlækni á þriðjudegi því það var fullt á mánudeginum. Hann forfallast vegna veikinda og mætir svo í vinnu á Akureyri á miðvikudeginum eins og ekkert hafi verið að og við hér á Húsavík þurfum bara að bíða í enn einn mánuðinn eftir að fá hjálp. Ég hringdi í forstjóra sjúkrahússins á Húsavík og spurði hann hvað ég ætti að gera ef mig langaði að drepa mig og hann spurði mig vingjarnlega hvort ég gæti ekki bara beðið með það. Ég hef verið þekktur alla mína tíð að skrifa það sem ég hugsa og segja það sem ég hugsa. Hérna á Húsavík á einu sumri hafa sex manns reynt að fyrirfara sér, einum tókst það og var það mikill harmleikur hérna á Húsavík. Nú spyr ég sjálfan mig að því. Hefur þetta fólk leitað sér hjálpar og komið að "lokuðum dyrum" eins og ég og ákveðið að taka líf sitt. Finnst fólki þetta bara allt í lagi? Húsavík er ekki stórt samfélag en hérna þekkja allir alla og ef eitthvað gerist þá spyrst það fljótt út. Hérna búa kannski í kringum tvö þúsund manns og að sex þeirra hafi reynt að drepa sig á einu sumri finnst mér út í hött. Að bæjaryfirvöld og sjúkrahúsið skuli ekki skammast sín fyrir hvernig þetta er. Ég þori ekki að vera með barnið mitt nálægt mér ef ég get ekki einu sinni fengið hjálp við mínum vandamálum sem auðvitað ég þarf að leysa sjálfur og það er enginn annar sem gerir það fyrir mig en ég þarf að kunna að leysa úr þeim, fá ráð við þeim og ég fæ það ekki. Oft velti ég því fyrir mér hvort að það sé bara það sem þeir vilja, að fólk drepi sig, að þá sé bara einum færri að sinna. Ég hringdi í landlækni og talaði það við rosalega almennilega konu að nafni Lára og hún sagði að auðvitað ætti þetta ekki að vera svona og auðvitað á fólk að fá hjálp við vandamálum sínum. Auðvitað ætti að koma annar læknir í stað þessa sem forfallaðist eða allavega finna tíma eins fljótt og auðið er til að hjálpa fólki. Ég fékk þau svör að ef maður væri ekki á Reykjavíkursvæðinu þá væri erfitt að fá hjálp. Svo það er verið að hvetja fólk til þess að fara af þessum litlu bæjum hér og þar og flytja til Reykjavíkur sem er ekki það sem fólki langar að gera. Ég flutti á Húsavík fyrir ástina og vinnu því ég fann ekki vinnu í Reykjavík. Ég veit að ættingjar mínir lesa þetta og hugsa að þeir vissu ekki af mínum vandamálum. Móðir mín verður eflaust ekki hrifin að ég skrifa þetta undir nafni en mér finnst nóg komið og að það þurfi að gera eitthvað í þessum málum. Ef staðan er svona á Húsavík hvernig er hún á öðrum stöðum? Geðdeild er á tveim stöðum, á Akureyri og Reykjavík, og þar á fólk að fá hjálp. Ég hvet alla sem hafa hugsanir um að drepa sig og yfirgefa þetta líf að hugsa hvað þið eruð að gera fólkinu í kringum ykkur. Talið frekar við vini og ættingja og fáið skilning á ykkar vandamálum. Ef þeir skilja það ekki þá mæli ég með 1717 þar sem hægt er að tala við hlutlausan einstakling í sambandi við þetta. Ég hvet fólk til að kvarta við sinn spítala á aðstöðu ef þess er þörf. Eftir mína tilraun til sjálfsvígs þá hef ég hugsað að ég get þetta. Ég hef eitthvað að lifa fyrir og ég ætla að nota hvern dag eins og hann sé sá síðasti og ljóta hans í botn. Ekki vorkenna mér af því ég er þunglyndur eða á í vandamálum heldur stattu frekar upp og hjálpaðu þeim sem eiga við vanda að stríða. Þú þarft ekki nema brosa, faðma eða bara hrósa næstu manneskju svo henni líði betur og er það svo erfitt? Nei það er það ekki. Ég væri ekki hérna í dag að skrifa þetta ef það væri ekki fyrir fyrst og fremst hana móður mína sem hefur staðið í öllu með mér og vinum en þú veist hverjir eru vinir þínir eru þegar þú leitar til þeirra með veikindi þín.Mamma ég elska þig og þú verður alltaf hetjan mín.
Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Fleiri fréttir Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Sjá meira