Mál hjúkrunarfræðings hjá ríkissaksóknara Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2013 07:00 Atvikið gerðist á gjörgæsludeild Landspítlans í október í fyrra. Mynd úr safni. Mynd/Vilhelm Lögreglurannsókn á máli hjúkrunarfræðings, sem grunaður er um mistök eða vanrækslu í starfi sem leiddi til þess að maður lést á gjörgæsludeild Landspítalans í október á síðasta ári, er nú lokið. Málið er komið á borð ríkissaksóknara og mun koma í ljós á næstunni hvort gefin verði út ákæra í málinu eða ekki. Það verður þá í fyrsta skipti sem heilbrigðisstarfsmaður á Íslandi er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í Svíþjóð kom upp mál fyrir um tíu árum þegar hjúkrunarfræðingur var dæmdur sekur í hæstarétti fyrir manndráp af gáleysi. Ákæran og dómsorðið vöktu sterk viðbrögð og gagnrýni, meðal annars vegna þess að bent var á einn ákveðinn blóraböggul í stað þess að greina kringumstæður málsins, verklag, skipulag og starfsaðstæður og fyrirbyggja að mistök hendi aftur. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir starfsfólk spítalans harma þetta atvik og verkferlar hafi verið bættir í kjölfar þess. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir starfsmenn spítalans hafa brugðist hárrétt við þegar upp kom grunur um mistök. „Starfsmenn létu vita af atvikinu og um leið hófst innri rannsókn hér á spítalanum. Þeirri rannsókn er lokið og kom í ljós að samverkandi þættir urðu þess valdandi að mistök urðu sem við höfum brugðist við með umbótum. Staða hjúkrunarfræðingsins í málinu er nýr veruleiki fyrir okkur og gríðarlegt áfall fyrir alla.“ Sigríður segir svona atburð breyta lífi allra sem koma að honum. „Umfram allt þá hörmum við að svona hafi farið. Við höfum verið í góðu sambandi við aðstandendur og hugur okkar er hjá þeim.“ Hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir starfar ekki lengur á gjörgæsludeild þar sem atvikið átti sér stað heldur á annarri deild spítalans. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lögreglurannsókn á máli hjúkrunarfræðings, sem grunaður er um mistök eða vanrækslu í starfi sem leiddi til þess að maður lést á gjörgæsludeild Landspítalans í október á síðasta ári, er nú lokið. Málið er komið á borð ríkissaksóknara og mun koma í ljós á næstunni hvort gefin verði út ákæra í málinu eða ekki. Það verður þá í fyrsta skipti sem heilbrigðisstarfsmaður á Íslandi er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í Svíþjóð kom upp mál fyrir um tíu árum þegar hjúkrunarfræðingur var dæmdur sekur í hæstarétti fyrir manndráp af gáleysi. Ákæran og dómsorðið vöktu sterk viðbrögð og gagnrýni, meðal annars vegna þess að bent var á einn ákveðinn blóraböggul í stað þess að greina kringumstæður málsins, verklag, skipulag og starfsaðstæður og fyrirbyggja að mistök hendi aftur. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir starfsfólk spítalans harma þetta atvik og verkferlar hafi verið bættir í kjölfar þess. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir starfsmenn spítalans hafa brugðist hárrétt við þegar upp kom grunur um mistök. „Starfsmenn létu vita af atvikinu og um leið hófst innri rannsókn hér á spítalanum. Þeirri rannsókn er lokið og kom í ljós að samverkandi þættir urðu þess valdandi að mistök urðu sem við höfum brugðist við með umbótum. Staða hjúkrunarfræðingsins í málinu er nýr veruleiki fyrir okkur og gríðarlegt áfall fyrir alla.“ Sigríður segir svona atburð breyta lífi allra sem koma að honum. „Umfram allt þá hörmum við að svona hafi farið. Við höfum verið í góðu sambandi við aðstandendur og hugur okkar er hjá þeim.“ Hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir starfar ekki lengur á gjörgæsludeild þar sem atvikið átti sér stað heldur á annarri deild spítalans.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira