Fótbolti

Fyrsti janúarleikurinn í tólf ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísland og Svíþjóð mætast í 15. sinn í janúar. Hér er Rúrik Gíslason í síðasta leik þjóðanna.
Ísland og Svíþjóð mætast í 15. sinn í janúar. Hér er Rúrik Gíslason í síðasta leik þjóðanna. Mynd/AFP
Knattspyrnusambönd Íslands og Svíþjóðar hafa samið um að landslið þjóðanna spili vináttulandsleik hinn 21. janúar næstkomandi og mun þessi leikur fara fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Þetta er ekki alþjóðlegur landsleikjadagur og landsliðshópurinn verður því að mestu skipaður leikmönnum sem leika hér á landi og á Norðurlöndunum. Svíar spila tvo leiki í Abú Dabí því þeir mæta Moldavíu fjórum dögum fyrr.

Þetta verður fyrsti janúarleikur A-landsliðs karla í tólf ár eða síðan liðið mætti Kúveit og Sádi-Arabíu í byrjun janúar 2012. Ísland hefur alls spilað sex landsleiki í janúar og alla undir stjórn Atla Eðvaldssonar.

Janúarleikir karlalandsliðs Íslands í fótbolta:

31. jan. 2000 0-0 jafntefli við Noreg

11. jan. 2001 1-2 tap fyrir Úrugvæ

13. jan. 2001 3-0 sigur á Indlandi

20. jan. 2001 0-2 tap fyrir Síle

8. jan. 2002 0-0 jafntefli við Kúveit

10. jan. 2002 0-1 tap fyrir Sádí-Arabíu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×