Grunur um að vitnum í Stokkseyrarmálinu hafi verið hótað Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. desember 2013 07:00 Í þessu húsi á Stokkseyri fór hluti brotanna fram í svokölluðu Stokkseyrarmáli. Mynd/sigurjón Grunur leikur á um að einhverjum vitnum og sakborningum í Stokkseyrarmálinu hafi verið hótað ofbeldi eða einhvers konar hefndaraðgerðum ef þau segðu rétt frá atburðum. Þriðja degi aðalmeðferðar málsins lauk í gær en þar gaf skýrslu vitni sem bar fyrir sig minnisleysi, þrátt fyrir að hafa gefið nokkuð nákvæma skýrslu um atburði hjá lögreglu við rannsókn málsins. Annað vitni hafði gert slíkt hið sama í sínum vitnisburði og bæði vitnin sögðust hafa verið undir áhrifum vímuefna þegar þau gáfu skýrslu hjá lögreglu. Þá neituðu þeir sakborningar sem ekki eru taldir höfuðpaurar í málinu að tjá sig nokkuð um þátt annarra en sinn eigin í árásunum og mannránunum. „Ástæða þess að óskað var eftir því að vitni fengju að gefa sínar skýrslur án þess að sakborningar væru viðstaddir er ótti þeirra við þessa menn og hefndaraðgerðir,“ sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við Fréttablaðið.Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari.Mynd/PjeturGreint var frá því í október að lögreglan hefði til rannsóknar líkamsárás á eitt lykilvitna málsins, húsráðanda í húsinu á Stokkseyri. Ráðist var á hann og brotnir á honum fingur og handarbak með hamri. Maðurinn hefur ekki enn látið sjá sig til að bera vitni fyrir héraðsdómi og mun halda til í Bandaríkjunum. Eitt fórnarlambið greindi frá því að skilaboðum hefði verið komið til hans um að „halda kjafti“.Vantar úrræði til verndar vitnumStaðan í íslensku réttarkerfi er með þeim hætti að óttist vitni hefndaraðgerðir ofbeldismanna standa lögregluyfirvöld úrræðalaus gagnvart slíkum hótunum. „Það vantar öll úrræði til þess að hægt sé að hjálpa þessu fólki. Til dæmis einhvers konar öryggishnapp sem fólk gæti fengið eða að lögregla hafi úrræði til að tryggja þessu fólki einhverja aðstoð,“ segir Helgi Magnús. Stokkseyrarmálið Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Grunur leikur á um að einhverjum vitnum og sakborningum í Stokkseyrarmálinu hafi verið hótað ofbeldi eða einhvers konar hefndaraðgerðum ef þau segðu rétt frá atburðum. Þriðja degi aðalmeðferðar málsins lauk í gær en þar gaf skýrslu vitni sem bar fyrir sig minnisleysi, þrátt fyrir að hafa gefið nokkuð nákvæma skýrslu um atburði hjá lögreglu við rannsókn málsins. Annað vitni hafði gert slíkt hið sama í sínum vitnisburði og bæði vitnin sögðust hafa verið undir áhrifum vímuefna þegar þau gáfu skýrslu hjá lögreglu. Þá neituðu þeir sakborningar sem ekki eru taldir höfuðpaurar í málinu að tjá sig nokkuð um þátt annarra en sinn eigin í árásunum og mannránunum. „Ástæða þess að óskað var eftir því að vitni fengju að gefa sínar skýrslur án þess að sakborningar væru viðstaddir er ótti þeirra við þessa menn og hefndaraðgerðir,“ sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við Fréttablaðið.Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari.Mynd/PjeturGreint var frá því í október að lögreglan hefði til rannsóknar líkamsárás á eitt lykilvitna málsins, húsráðanda í húsinu á Stokkseyri. Ráðist var á hann og brotnir á honum fingur og handarbak með hamri. Maðurinn hefur ekki enn látið sjá sig til að bera vitni fyrir héraðsdómi og mun halda til í Bandaríkjunum. Eitt fórnarlambið greindi frá því að skilaboðum hefði verið komið til hans um að „halda kjafti“.Vantar úrræði til verndar vitnumStaðan í íslensku réttarkerfi er með þeim hætti að óttist vitni hefndaraðgerðir ofbeldismanna standa lögregluyfirvöld úrræðalaus gagnvart slíkum hótunum. „Það vantar öll úrræði til þess að hægt sé að hjálpa þessu fólki. Til dæmis einhvers konar öryggishnapp sem fólk gæti fengið eða að lögregla hafi úrræði til að tryggja þessu fólki einhverja aðstoð,“ segir Helgi Magnús.
Stokkseyrarmálið Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira