Orðsending til jólasveina og foreldra Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 11. desember 2013 06:00 Nú nálgast jólin og jólasveinar fara að gera sig tilbúna til bæjarferða með ýmislegt spennandi í pokahorninu í skóinn fyrir börnin. Við Íslendingar látum okkur ekki nægja einn jólasvein eins og flestar þjóðir gera, heldur þrettán sem koma einn af öðrum. Það hljóta að fylgja þessu gjafastússi mikil útgjöld á jólasveinaheimilinu, því svo virðist sem að jólasveinarnir séu hættir að búa gjafirnar til sjálfir. Þeir hafa líklega ekki kynnt sér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, a.m.k ekki 2. grein sáttmálans, því stundum mismuna þeir börnum. Meðan sum þeirra fá mandarínu í skóinn sinn, eða jafnvel ekkert, fá önnur rándýr leikföng eða tæki. Ungur maður trúði mér fyrir því að hann hefði eitt sinn verið að leik með vini sínum allan daginn og þeir báðir hegðað sér óskaplega vel, en næsta dag kom í ljós að sveinki hafði mismunað þeim all verulega. Honum sárnaði út í jólasveininn. Kæru jólasveinar Mig langar að biðja ykkur að hætta að mismuna börnum. Mig langar líka að segja ykkur að börn tala saman og bera sig saman hvert við annað. Mig langar líka að benda ykkur á að þó ykkur langi að gefa sumum börnum dýra og flotta hluti, þá er óþarfi að íþyngja litlum skóm með stórum gjöfum. Og þá er komið að okkur foreldrunum. Það er nefnilega svo sérstakt að það virðast vera sömu börnin sem fá stóru og dýru jólagjafirnar frá foreldrum sínum og fengu þessar stóru í skóinn. Kæru foreldrar Við viljum öll gera börnunum okkar vel og þó við höfum efni á því að gefa stórar gjafir, þá er það ekki stærðin og verðmiðinn sem skiptir öllu máli. Við berum ábyrgð á því að kenna börnunum að meta þær gjafir sem þau fá og eitt besta veganesti sem við gefum þeim út í lífið er að þau þurfi að hafa eilítið fyrir hlutunum. Ef við gefum þeim of mikið, of snemma, erum við yfirleitt ekki að uppfylla þeirra eigin þarfir, heldur okkar sjálfra. Ofdekur getur auk þess verið ein birtingarmynd vanrækslu, sem við viljum auðvitað ekki gerast sek um. Munið líka að börnin okkar eru í samfélagi annarra barna. Þarna úti eru börn sem fá litlar, eða jafnvel engar jólagjafir. Þetta eru líklega sömu börnin og fengu lítið sem ekkert frá jólasveinunum. Þið megið líka hugsa til þessara barna og gauka einhverju að þeim. Þið megið líka hugsa til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, sem nú eru að skoða málefni barna sem búa við fátækt, en þau telja næstum 9.000 börn hér á landi. Með því að fara inn á www.jolapeysan.is getið þið styrkt verkefnið með áheitum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu starfi samtakanna. Öll börn eiga að njóta þeirra réttinda sem kveðið er á um í Barnasáttmálanum og ekki má mismuna þeim sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar að sjá til þess að öll börn geti lifað með reisn. Hjálpumst að við að gera öllum börnum aðventuna og jólin ánægjuleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Nú nálgast jólin og jólasveinar fara að gera sig tilbúna til bæjarferða með ýmislegt spennandi í pokahorninu í skóinn fyrir börnin. Við Íslendingar látum okkur ekki nægja einn jólasvein eins og flestar þjóðir gera, heldur þrettán sem koma einn af öðrum. Það hljóta að fylgja þessu gjafastússi mikil útgjöld á jólasveinaheimilinu, því svo virðist sem að jólasveinarnir séu hættir að búa gjafirnar til sjálfir. Þeir hafa líklega ekki kynnt sér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, a.m.k ekki 2. grein sáttmálans, því stundum mismuna þeir börnum. Meðan sum þeirra fá mandarínu í skóinn sinn, eða jafnvel ekkert, fá önnur rándýr leikföng eða tæki. Ungur maður trúði mér fyrir því að hann hefði eitt sinn verið að leik með vini sínum allan daginn og þeir báðir hegðað sér óskaplega vel, en næsta dag kom í ljós að sveinki hafði mismunað þeim all verulega. Honum sárnaði út í jólasveininn. Kæru jólasveinar Mig langar að biðja ykkur að hætta að mismuna börnum. Mig langar líka að segja ykkur að börn tala saman og bera sig saman hvert við annað. Mig langar líka að benda ykkur á að þó ykkur langi að gefa sumum börnum dýra og flotta hluti, þá er óþarfi að íþyngja litlum skóm með stórum gjöfum. Og þá er komið að okkur foreldrunum. Það er nefnilega svo sérstakt að það virðast vera sömu börnin sem fá stóru og dýru jólagjafirnar frá foreldrum sínum og fengu þessar stóru í skóinn. Kæru foreldrar Við viljum öll gera börnunum okkar vel og þó við höfum efni á því að gefa stórar gjafir, þá er það ekki stærðin og verðmiðinn sem skiptir öllu máli. Við berum ábyrgð á því að kenna börnunum að meta þær gjafir sem þau fá og eitt besta veganesti sem við gefum þeim út í lífið er að þau þurfi að hafa eilítið fyrir hlutunum. Ef við gefum þeim of mikið, of snemma, erum við yfirleitt ekki að uppfylla þeirra eigin þarfir, heldur okkar sjálfra. Ofdekur getur auk þess verið ein birtingarmynd vanrækslu, sem við viljum auðvitað ekki gerast sek um. Munið líka að börnin okkar eru í samfélagi annarra barna. Þarna úti eru börn sem fá litlar, eða jafnvel engar jólagjafir. Þetta eru líklega sömu börnin og fengu lítið sem ekkert frá jólasveinunum. Þið megið líka hugsa til þessara barna og gauka einhverju að þeim. Þið megið líka hugsa til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, sem nú eru að skoða málefni barna sem búa við fátækt, en þau telja næstum 9.000 börn hér á landi. Með því að fara inn á www.jolapeysan.is getið þið styrkt verkefnið með áheitum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu starfi samtakanna. Öll börn eiga að njóta þeirra réttinda sem kveðið er á um í Barnasáttmálanum og ekki má mismuna þeim sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar að sjá til þess að öll börn geti lifað með reisn. Hjálpumst að við að gera öllum börnum aðventuna og jólin ánægjuleg.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun