Innlent

Tifandi tímasprengjur um land allt segir systir byssumanns í Hraunbæ

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Bróðir Sigríðar Óskar Jónasdóttur lést í Hraunbær 20 í gær.
Bróðir Sigríðar Óskar Jónasdóttur lést í Hraunbær 20 í gær. Fréttablaðið/GVA
„Þetta er bein afleiðing af lélegu heilbrigðiskerfi fyrir geðfatlaða,“ segir Sigríður Ósk Jónasdóttir, systir mannsins sem lést í skotbardaga í Árbæ í gær.

„Þetta lá í loftinu, hann var í mjög slæmu ástandi sem versnaði og versnaði,“ segir Sigríður. „Það eru engin úrræði fyrir þetta fólk og það er fullt af fólki úti um allt land sem er tifandi tímasprengjur.“

Sigríður segir ýmis slæm teikn hafa verið á lofti undanfarið varðandi bróður hennar. Hún hafi reynt að finna úrræði fyrir hann. „En það er einhvern veginn ekkert gert og ekki hlustað á mann fyrr en allt er komið í vitleysu,“ segir hún.

Bróðir Sigríðar var á Kleppi fyrir nokkru, síðan á heimili fyrir geðfatlaða. Hann fékk svo félagslega íbúð í Hraunbænum og var þar undir eftirliti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×