Fátækt barna á Íslandi Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 06:00 Íslenskt samfélag er eitt ríkasta samfélag í heiminum. Á undanförnum árum hefur þó þrengt að hjá mörgum, kjör fólks hafa rýrnað og ójöfnuður og fátækt aukist, ekki síst hjá barnafjölskyldum. Nú er talið að tæplega 9.000 börn á Íslandi búi við fátækt og hefur þeim farið fjölgandi. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn að njóta þeirra réttinda sem kveðið er á um í sáttmálanum og ekki má mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um að öll börn eigi rétt á að lifa og þroskast og fá að þroska hæfileika sína. Þau eiga að njóta heilbrigðisþjónustu og menntunar, hvíldar, tómstunda, skemmtana og leikja sem hæfa aldri þeirra og þroska. Sökum fátæktar geta þó sum börn ekki notið þessara mannréttinda. Ýmis heilbrigðisþjónusta, sem sum börn þurfa á að halda, er mjög kostnaðarsöm og mörgum foreldrum ofviða. Samkvæmt rannsóknum hefur ekkert neikvæðari áhrif á heilbrigði en ójöfnuður og fátækt. Skólar eru hornsteinar jafnræðis í samfélaginu, þar sem almennt er lítill munur á milli skóla á Íslandi. Skólinn hefur einstakt tækifæri til að jafna aðstöðu barna, þar sem flest börn sækja leikskóla og öll börn grunnskóla. Þó að grunnskólinn eigi að vera gjaldfrjáls er leikskólinn það ekki, auk þess fylgir mikill kostnaður grunnskólagöngu barna. Mikilvægt er að skólayfirvöld og sveitarstjórnir láti ekki stöðu og bágan efnahag foreldra bitna á börnum þeirra og tryggi að öll börn geti verið þátttakendur í því starfi sem skólinn stendur fyrir. Vitundarvakning Börn sem búa við fátækt eiga oft erfitt með að fylgja skólafélögum sínum eftir í ýmsu tómstundastarfi, eða taka þátt í leikjum eða skemmtunum. Þau geta jafnvel ekki haldið upp á viðburði og áfanga í lífi sínu eins og afmæli eða farið í afmæli hjá öðrum. Þau geta því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu með öðrum börnum. Þau fara á mis við að kynnast því fjölbreytta samfélagi menningar, íþrótta og lista, sem gæti vakið áhuga þeirra, göfgað líf og styrkt sjálfsmynd. Þau fá ekki að nýta hæfileika sína, jafnvel ekki að uppgötva eigin hæfileika og hætta er á að þau verði félagslega einangruð. Íslenskt samfélag getur ekki skorast undan því að horfast í augu við aukna barnafátækt og aukinn ójöfnuð barna á Íslandi. Það verður að vera þjóðarsátt um að útrýma fátækt og að tryggja að öll börn á Íslandi geti lifað með reisn, fái að þroskast og nýta hæfileika sína. Slíkt er fjárfesting til framtíðar. Barnaheill- Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök og vilja stuðla að vitundarvakningu um að fjöldi barna nýtur ekki þeirra réttinda sem þeim ber sökum fátæktar. Samtökin vinna að verkefni um stöðu barna á Íslandi með tilliti til stöðu og efnahags foreldra þeirra og munu þeir fjármunir sem safnast í jólapeysuátakinu m.a. renna til þess verkefnis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er eitt ríkasta samfélag í heiminum. Á undanförnum árum hefur þó þrengt að hjá mörgum, kjör fólks hafa rýrnað og ójöfnuður og fátækt aukist, ekki síst hjá barnafjölskyldum. Nú er talið að tæplega 9.000 börn á Íslandi búi við fátækt og hefur þeim farið fjölgandi. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn að njóta þeirra réttinda sem kveðið er á um í sáttmálanum og ekki má mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um að öll börn eigi rétt á að lifa og þroskast og fá að þroska hæfileika sína. Þau eiga að njóta heilbrigðisþjónustu og menntunar, hvíldar, tómstunda, skemmtana og leikja sem hæfa aldri þeirra og þroska. Sökum fátæktar geta þó sum börn ekki notið þessara mannréttinda. Ýmis heilbrigðisþjónusta, sem sum börn þurfa á að halda, er mjög kostnaðarsöm og mörgum foreldrum ofviða. Samkvæmt rannsóknum hefur ekkert neikvæðari áhrif á heilbrigði en ójöfnuður og fátækt. Skólar eru hornsteinar jafnræðis í samfélaginu, þar sem almennt er lítill munur á milli skóla á Íslandi. Skólinn hefur einstakt tækifæri til að jafna aðstöðu barna, þar sem flest börn sækja leikskóla og öll börn grunnskóla. Þó að grunnskólinn eigi að vera gjaldfrjáls er leikskólinn það ekki, auk þess fylgir mikill kostnaður grunnskólagöngu barna. Mikilvægt er að skólayfirvöld og sveitarstjórnir láti ekki stöðu og bágan efnahag foreldra bitna á börnum þeirra og tryggi að öll börn geti verið þátttakendur í því starfi sem skólinn stendur fyrir. Vitundarvakning Börn sem búa við fátækt eiga oft erfitt með að fylgja skólafélögum sínum eftir í ýmsu tómstundastarfi, eða taka þátt í leikjum eða skemmtunum. Þau geta jafnvel ekki haldið upp á viðburði og áfanga í lífi sínu eins og afmæli eða farið í afmæli hjá öðrum. Þau geta því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu með öðrum börnum. Þau fara á mis við að kynnast því fjölbreytta samfélagi menningar, íþrótta og lista, sem gæti vakið áhuga þeirra, göfgað líf og styrkt sjálfsmynd. Þau fá ekki að nýta hæfileika sína, jafnvel ekki að uppgötva eigin hæfileika og hætta er á að þau verði félagslega einangruð. Íslenskt samfélag getur ekki skorast undan því að horfast í augu við aukna barnafátækt og aukinn ójöfnuð barna á Íslandi. Það verður að vera þjóðarsátt um að útrýma fátækt og að tryggja að öll börn á Íslandi geti lifað með reisn, fái að þroskast og nýta hæfileika sína. Slíkt er fjárfesting til framtíðar. Barnaheill- Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök og vilja stuðla að vitundarvakningu um að fjöldi barna nýtur ekki þeirra réttinda sem þeim ber sökum fátæktar. Samtökin vinna að verkefni um stöðu barna á Íslandi með tilliti til stöðu og efnahags foreldra þeirra og munu þeir fjármunir sem safnast í jólapeysuátakinu m.a. renna til þess verkefnis.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun