Slæmar fréttir frá UEFA: Ísland verður í fimmta styrkleikaflokki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2013 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen eftir tapið í Króatíu. Besti árangur Íslands frá upphafi kemur íslenska liðinu ekki upp úr fimmta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í EM 2016. Mynd/Vilhelm Fótbolti Íslenska knattspyrnulandsliðið var aðeins hársbreidd frá því að vera ein af þrettán Evrópuþjóðum á HM í Brasilíu næsta sumar en þegar dregið verður í undankeppni EM 2016 í febrúar á næsta ári þá verða 36 þjóðir fyrir ofan Ísland á styrkleika. Undankeppni HM 2014 gildir aðeins 40 prósent þegar UEFA raðar upp í styrkleikaflokka sína fyrir dráttinn í febrúar sem þýðir að þjóðir eins og Slóvenía, Noregur, Skotland, Finnland, Wales, Eistland og Hvíta-Rússland verða öll fyrir ofan Ísland.Geir er í nefndinni Fyrirkomulagið hefur ekki verið endanlega staðfest en líklegt fyrirkomulag er að tvö efstu liðin í níu riðlum komast beint á EM ásamt því liði sem er með bestan árangur í þriðja sætinu. Hin átta liðin sem enda í þriðja sæti riðlanna fara síðan í umspil um fjögur laus sæti. Öll liðin í þriðja sæti eiga enn möguleika en liðið með bestan árangurinn fer beint á EM. „Ég er í nefndinni sem var að fara yfir reglugerðina sem hefur ekki verið staðfest af framkvæmdastjórninni en það gerist væntanlega á næsta fundi hennar. Ég veit því allt um þessa breytingar sem eru að verða á landsliðshléunum og það sem kallað er „Week of football“. Landsleikjunum er dreift niður á dagana,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ og það er von á róttækum breytingum á leikdögum í undankeppnunum. „Hingað til hafa þjóðirnar í sama riðli hist tveimur vikum eða mánuði síðar þar sem menn hafa síðan farið að þræta um það hvenær við spilum heima á móti þessum og svo framvegis. Núna er það úr sögunni því hér eftir mun tölva raða þessu niður svipað og gert er í Meistaradeildinni,“ segir Geir en „dauðir“ dagar í landsleikjahléum heyra nú sögunni til. Nú verða leikir spilaðir frá fimmtudegi til þriðjudags. Geir fékk þær upplýsingar í gær frá sínum manni hjá UEFA að íslenska landsliðið verður í fimmta styrkleikaflokki þegar dregið verður í níu riðla í undankeppni EM í Frakklandi 2016.Tvær daprar undankeppnir „Það eru þrjár keppnir sem gilda, þessi og svo forkeppni og lokakeppni síðustu EM og svo forkeppni og lokakeppni síðustu HM. Við erum með tvær daprar undankeppnir á undan þessari. Það lítur því út fyrir að við verðum enn í potti fimm þó að við verðum efstir þar. Þeir hafa þetta hjá sér í sínum kerfum og þótt að það sé ekki búið að staðfesta listann þá lítur út fyrir að við séum í potti fimm,“ segir Geir. Íslenska landsliðið var í sjötta styrkleikaflokki þegar dregið var í undankeppni HM 2014 og í fimmta flokki þegar dregið var í undankeppni EM 2012. Íslenska landsliðið vann aðeins 2 af 16 leikjum sínum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar í undankeppni Hm 2010 og EM 2012 og árangur í þeim gildir 60 prósent þegar UEFA-stuðlarnir eru settir saman. „Þetta er grátlegt. Þessi undankeppni mun hjálpa okkur mikið næst en minna núna. Við þurfum að fá aðra góða undankeppni til að vinna okkur upp í þessu kerfi. Þær telja virkilega þessar tvær lélegu undankeppnir sem við áttum þarna að undan. Málið fyrir okkur var að fara upp í fjórða styrkleikaflokk en ekki upp í þann þriðja. Í þessi kerfi gat þessi góði árangur í þessari undankeppni gefið okkur meira,“ segir Geir og það er öruggt að þessi staðreynd kemur örugglega mörgum íslenskum knattspyrnuáhugamönnum á óvart.Þurfa að vera heppnir Nú þarf íslenska landsliðið að hafa lukkuna með sér í liði líkt og í síðasta drætti en fjórar „sterkari“ þjóðir verða með okkur í riðli í undankeppni EM 2016. „Nú snýst þetta augljóslega um að hafa heppnina með okkur þegar dregið verið í febrúar,“ sagði Geir að lokum. Líklegir styrkleikaflokkar fyrir EM 2016Fyrsti flokkur: Spánn, Þýskaland, Holland, Ítalía, England, Portúgal, Grikkland, Rússland og Bosnía.Annar flokkur: Króatía, Úkraína, Svíþjóð, Danmörk, Sviss, Belgía, Tékkland, Ungverjaland og Írland.Þriðji flokkur: Serbía, Tyrkland, Slóvenía, Ísrael, Noregur, Slóvakía, Rúmenía, Austurríki og Svartfjallaland.Fjórði flokkur: Armenía, Pólland, Skotland, Finnland, Lettland, Wales, Búlgaría, Eistland og Hvíta-Rússland.Fimmti flokkur: Ísland, Norður-Írland, Albanía Litháen, Moldóvía, Makedónía, Aserbaídsjan, Georgía og Kýpur. Sjötti flokkur: Lúxemborg, Kasakstan, Liechtenstein, Færeyjar, Malta, Andorra, San Marínó og Gíbraltar. Svona setur UEFA saman stuðulinn:HM 2010: 1 sigur, 1 jafntefli í 8 leikjum (Gildir 20 prósent)EM 2012: 1 sigur, 1 jafntefli í 8 leikjum (40 prósent)HM 2014: 5 sigrar, 2 jafntefli í 12 leikjum (40 prósent) Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira
Fótbolti Íslenska knattspyrnulandsliðið var aðeins hársbreidd frá því að vera ein af þrettán Evrópuþjóðum á HM í Brasilíu næsta sumar en þegar dregið verður í undankeppni EM 2016 í febrúar á næsta ári þá verða 36 þjóðir fyrir ofan Ísland á styrkleika. Undankeppni HM 2014 gildir aðeins 40 prósent þegar UEFA raðar upp í styrkleikaflokka sína fyrir dráttinn í febrúar sem þýðir að þjóðir eins og Slóvenía, Noregur, Skotland, Finnland, Wales, Eistland og Hvíta-Rússland verða öll fyrir ofan Ísland.Geir er í nefndinni Fyrirkomulagið hefur ekki verið endanlega staðfest en líklegt fyrirkomulag er að tvö efstu liðin í níu riðlum komast beint á EM ásamt því liði sem er með bestan árangur í þriðja sætinu. Hin átta liðin sem enda í þriðja sæti riðlanna fara síðan í umspil um fjögur laus sæti. Öll liðin í þriðja sæti eiga enn möguleika en liðið með bestan árangurinn fer beint á EM. „Ég er í nefndinni sem var að fara yfir reglugerðina sem hefur ekki verið staðfest af framkvæmdastjórninni en það gerist væntanlega á næsta fundi hennar. Ég veit því allt um þessa breytingar sem eru að verða á landsliðshléunum og það sem kallað er „Week of football“. Landsleikjunum er dreift niður á dagana,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ og það er von á róttækum breytingum á leikdögum í undankeppnunum. „Hingað til hafa þjóðirnar í sama riðli hist tveimur vikum eða mánuði síðar þar sem menn hafa síðan farið að þræta um það hvenær við spilum heima á móti þessum og svo framvegis. Núna er það úr sögunni því hér eftir mun tölva raða þessu niður svipað og gert er í Meistaradeildinni,“ segir Geir en „dauðir“ dagar í landsleikjahléum heyra nú sögunni til. Nú verða leikir spilaðir frá fimmtudegi til þriðjudags. Geir fékk þær upplýsingar í gær frá sínum manni hjá UEFA að íslenska landsliðið verður í fimmta styrkleikaflokki þegar dregið verður í níu riðla í undankeppni EM í Frakklandi 2016.Tvær daprar undankeppnir „Það eru þrjár keppnir sem gilda, þessi og svo forkeppni og lokakeppni síðustu EM og svo forkeppni og lokakeppni síðustu HM. Við erum með tvær daprar undankeppnir á undan þessari. Það lítur því út fyrir að við verðum enn í potti fimm þó að við verðum efstir þar. Þeir hafa þetta hjá sér í sínum kerfum og þótt að það sé ekki búið að staðfesta listann þá lítur út fyrir að við séum í potti fimm,“ segir Geir. Íslenska landsliðið var í sjötta styrkleikaflokki þegar dregið var í undankeppni HM 2014 og í fimmta flokki þegar dregið var í undankeppni EM 2012. Íslenska landsliðið vann aðeins 2 af 16 leikjum sínum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar í undankeppni Hm 2010 og EM 2012 og árangur í þeim gildir 60 prósent þegar UEFA-stuðlarnir eru settir saman. „Þetta er grátlegt. Þessi undankeppni mun hjálpa okkur mikið næst en minna núna. Við þurfum að fá aðra góða undankeppni til að vinna okkur upp í þessu kerfi. Þær telja virkilega þessar tvær lélegu undankeppnir sem við áttum þarna að undan. Málið fyrir okkur var að fara upp í fjórða styrkleikaflokk en ekki upp í þann þriðja. Í þessi kerfi gat þessi góði árangur í þessari undankeppni gefið okkur meira,“ segir Geir og það er öruggt að þessi staðreynd kemur örugglega mörgum íslenskum knattspyrnuáhugamönnum á óvart.Þurfa að vera heppnir Nú þarf íslenska landsliðið að hafa lukkuna með sér í liði líkt og í síðasta drætti en fjórar „sterkari“ þjóðir verða með okkur í riðli í undankeppni EM 2016. „Nú snýst þetta augljóslega um að hafa heppnina með okkur þegar dregið verið í febrúar,“ sagði Geir að lokum. Líklegir styrkleikaflokkar fyrir EM 2016Fyrsti flokkur: Spánn, Þýskaland, Holland, Ítalía, England, Portúgal, Grikkland, Rússland og Bosnía.Annar flokkur: Króatía, Úkraína, Svíþjóð, Danmörk, Sviss, Belgía, Tékkland, Ungverjaland og Írland.Þriðji flokkur: Serbía, Tyrkland, Slóvenía, Ísrael, Noregur, Slóvakía, Rúmenía, Austurríki og Svartfjallaland.Fjórði flokkur: Armenía, Pólland, Skotland, Finnland, Lettland, Wales, Búlgaría, Eistland og Hvíta-Rússland.Fimmti flokkur: Ísland, Norður-Írland, Albanía Litháen, Moldóvía, Makedónía, Aserbaídsjan, Georgía og Kýpur. Sjötti flokkur: Lúxemborg, Kasakstan, Liechtenstein, Færeyjar, Malta, Andorra, San Marínó og Gíbraltar. Svona setur UEFA saman stuðulinn:HM 2010: 1 sigur, 1 jafntefli í 8 leikjum (Gildir 20 prósent)EM 2012: 1 sigur, 1 jafntefli í 8 leikjum (40 prósent)HM 2014: 5 sigrar, 2 jafntefli í 12 leikjum (40 prósent)
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira