Okkar fjögurra blaða Eiður Smári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2013 08:00 Eiður Smári Guðjohnsen. Á þriðjudagskvöldið voru liðin 17 ár, 6 mánuðir og 26 dagar síðan Eiður Smári Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta A-landsleik og það er hætt við því að íslenska þjóðin hafi klökknað með honum þegar hann brotnaði niður í beinni sjónvarpsútsendingu og tilkynnti að hann væri búinn að spila sinn síðasta landsleik. Það er samt við hæfi að Eiður Smári hætti með landsliðinu á hæsta stalli í sögu þess þótt markmiðið hafi alltaf verið að enda landsliðsferilinn á HM í Brasilíu næsta sumar. Hann lokaði dyrunum á landsliðsferlinum samt með sviðsljós heimsins á sér en allur heimurinn fylgdist með hvort litla Íslandi tækist að setja heimsmet og komast á HM alveg eins og heimurinn fylgdist með sögulegri stundi í Eistlandi á síðustu öld þegar feðgarnir Eiður Smári og Arnór Guðjohnsen spiluðu næstum því saman með íslenska landsliðinu. Eiður Smári kveður landsliðið sem langmarkahæsti landsliðsmaður sögunnar. Hann bætti markamet Ríkharðs Jónssonar á endanum um sjö mörk og er kominn upp í fjórða sætið yfir leikjahæstu landsliðsmenn Íslands enda kominn með 78 A-landsleiki á ferilskrána. Eiður Smári upplifði vissulega hæðir og lægðir með íslenska landsliðinu en hann var í liðinu á þremur góðæristímum – í frábæru gengi liðsins undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, sigursælu liði sumarið 2003 undir stjórn Ásgeirs Sigurvinssonar og Loga Ólafssonar og loks hjálpaði hann framtíðarlandsliði Íslands alveg að þröskuldi þess að komast á sitt fyrsta stórmót. Það er af nógu að taka af frábærum stundum Eiðs Smára með íslenska landsliðinu en hér á síðunni smá sjá tíu magnaðar stundir frá mögnuðum landsliðsferli. Það þarf síðan mikið til að taka Eið Smára af stallinum sem besta landsliðsmann Íslands frá upphafi.1. 24. apríl 1996, Tallinn í Eistlandi Eiður Smári kemur inn á sem varamaður fyrir föður sinn í 3-0 sigri á Eistlandi. Þeir áttu að fá að byrja saman í næsta leik en það varð aldrei að því þar sem Eiður Smári meiddist mjög illa á ökkla í unglingalandsleik í maí og Arnór Guðjohnsen spilaði sinn síðasta landsleik árið eftir.2. 4. september 1999, Laugardalsvöllur Annar landsleikurinn og sá fyrsti eftir ökklabrotið í maí 1996, 40 mánuðum áður. Eiður Smári kemur inn á sem varamaður á 75. mínútu og skorar sitt fyrsta landsliðsmark á lokamínútunni þegar hann skallar inn fyrirgjöf frá Bjarna Guðjónssyni.3. 16. ágúst 2000, Laugardalsvöllur Fyrsti landsleikur Eiðs Smára í byrjunarliði A-landsliðsins. Ísland vinnur Svía 2-1, sinn fyrsta sigur á Svíum í 49 ár eða frá 4-3 sigri á Svíþjóð á Melavellinum 1951. Eiður Smári fiskar vítið sem ræður úrslitum en Helgi Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnunni.4. 16. október 2002, Laugardalsvöllur Eiður Smári skorar tvö mörk í 3-0 sigri á Litháum og komu þau bæði í seinni hálfleiknum. Hann fékk tækifæri til að skora þrennu eftir að hafa verið felldur í vítateignum tveimur mínútum fyrir leikslok. Eiður Smári skaut hins vegar hátt yfir mark Litháa úr spyrnunni.5. Sumarið 2003 á Laugardalsvelli, í Vilnius og í Þórshöfn Íslenska landsliðið vinnur þrjá fyrstu leiki sína eftir að Eiður Smári fær fyrirliðabandið. Liðið vinnur 2-1 sigur á Færeyjum bæði á Laugardalsvelli og í Þórshöfn og í millitíðinni vinnur liðið 3-0 sigur út í Litháen. Þetta var í fyrsta sinn sem Ísland vinnur þrjá leiki í röð í keppni. Eiður Smári skorar tvö mörk í þessum leikjum og leggur upp önnur þrjú.6. 18. ágúst 2004, Laugardalsvöllur Eiður Smári skorar fyrra markið í 2-0 sigri á Ítölum fyrir framan 20.204 áhorfendur en þetta áhorfendamet stendur enn þann daginn í dag. Eiður skoraði þarna framhjá Gianlugi Buffon en tæpum tveimur árum seinna urði Ítalir heimsmeistarar undir stjórn Marcello Lippi sem stjórnaði ítalska landsliðinu þarna í fyrsta sinn.7. 2. september 2006, Belfast Eiður Smári skorar þriðja markið í 3-0 útisigri á Norður-Írum í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2008. Þetta var 17. landsliðsmark Eiðs Smára í hans 41. landsleik og hann jafnaði þar með markamet Ríkharðs Jónssonar sem hafði átti metið frá árinu 1947.8. 13. október 2007, Laugardalsvöllur Eiður Smári skorar tvö mörk í 2-4 tapi á móti Lettlandi og á nú markamet landsliðsins einsamall en hann hafði þá ekki skorað fyrir landsliðið í eitt ár og sex leikjum. Ríkharður Jónsson var ekki lengur á toppi listans en hann hafði þá verið markahæsti landsliðsmaður Íslands í 60 ár.9. 6. september 2008, Ósló Eiður Smári skorar stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu og tryggir íslenska landsliðinu 2-2 jafntefli á móti Norðmönnum á Ullevaal-leikvanginum í fyrsta leiknum í undankeppni HM 2010. Eiður Smári var næstum því búinn að leggja upp sigurmarkið líka en Veigar Páll Gunnarsson átti þá skot í innanverða stöngina og út á 86. mínútu leiksins.10. 5. september 2009, Laugardalsvöllur Eiður Smári tryggir íslenska liðinu 1-1 jafntefli á móti Norðmönnum í undankeppni HM 2010 með fallegu skallamarki. Þetta var 60. landsleikur Eiðs Smára sem átti frábæran leik og 24. landsliðsmarkið hans. Eiður Smári skoraði ekki í síðustu 18 landsleikjum sínum.Uppklappið - Haustið 2013 á Laugardalsvelli, í Bern og í Osló Eiður Smári hjálpar ungu og upprennandi íslensku landsliði að ná sögulegum árangri með því að komast í fyrsta sinn í umspil um sæti á HM. Hann spilar byrjar fjóra af fimm síðustu leikjum liðsins í keppninni en síðasti landsleikurinn er 2-0 tapleikur á móti Króatíu í Zagreb. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
Á þriðjudagskvöldið voru liðin 17 ár, 6 mánuðir og 26 dagar síðan Eiður Smári Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta A-landsleik og það er hætt við því að íslenska þjóðin hafi klökknað með honum þegar hann brotnaði niður í beinni sjónvarpsútsendingu og tilkynnti að hann væri búinn að spila sinn síðasta landsleik. Það er samt við hæfi að Eiður Smári hætti með landsliðinu á hæsta stalli í sögu þess þótt markmiðið hafi alltaf verið að enda landsliðsferilinn á HM í Brasilíu næsta sumar. Hann lokaði dyrunum á landsliðsferlinum samt með sviðsljós heimsins á sér en allur heimurinn fylgdist með hvort litla Íslandi tækist að setja heimsmet og komast á HM alveg eins og heimurinn fylgdist með sögulegri stundi í Eistlandi á síðustu öld þegar feðgarnir Eiður Smári og Arnór Guðjohnsen spiluðu næstum því saman með íslenska landsliðinu. Eiður Smári kveður landsliðið sem langmarkahæsti landsliðsmaður sögunnar. Hann bætti markamet Ríkharðs Jónssonar á endanum um sjö mörk og er kominn upp í fjórða sætið yfir leikjahæstu landsliðsmenn Íslands enda kominn með 78 A-landsleiki á ferilskrána. Eiður Smári upplifði vissulega hæðir og lægðir með íslenska landsliðinu en hann var í liðinu á þremur góðæristímum – í frábæru gengi liðsins undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, sigursælu liði sumarið 2003 undir stjórn Ásgeirs Sigurvinssonar og Loga Ólafssonar og loks hjálpaði hann framtíðarlandsliði Íslands alveg að þröskuldi þess að komast á sitt fyrsta stórmót. Það er af nógu að taka af frábærum stundum Eiðs Smára með íslenska landsliðinu en hér á síðunni smá sjá tíu magnaðar stundir frá mögnuðum landsliðsferli. Það þarf síðan mikið til að taka Eið Smára af stallinum sem besta landsliðsmann Íslands frá upphafi.1. 24. apríl 1996, Tallinn í Eistlandi Eiður Smári kemur inn á sem varamaður fyrir föður sinn í 3-0 sigri á Eistlandi. Þeir áttu að fá að byrja saman í næsta leik en það varð aldrei að því þar sem Eiður Smári meiddist mjög illa á ökkla í unglingalandsleik í maí og Arnór Guðjohnsen spilaði sinn síðasta landsleik árið eftir.2. 4. september 1999, Laugardalsvöllur Annar landsleikurinn og sá fyrsti eftir ökklabrotið í maí 1996, 40 mánuðum áður. Eiður Smári kemur inn á sem varamaður á 75. mínútu og skorar sitt fyrsta landsliðsmark á lokamínútunni þegar hann skallar inn fyrirgjöf frá Bjarna Guðjónssyni.3. 16. ágúst 2000, Laugardalsvöllur Fyrsti landsleikur Eiðs Smára í byrjunarliði A-landsliðsins. Ísland vinnur Svía 2-1, sinn fyrsta sigur á Svíum í 49 ár eða frá 4-3 sigri á Svíþjóð á Melavellinum 1951. Eiður Smári fiskar vítið sem ræður úrslitum en Helgi Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnunni.4. 16. október 2002, Laugardalsvöllur Eiður Smári skorar tvö mörk í 3-0 sigri á Litháum og komu þau bæði í seinni hálfleiknum. Hann fékk tækifæri til að skora þrennu eftir að hafa verið felldur í vítateignum tveimur mínútum fyrir leikslok. Eiður Smári skaut hins vegar hátt yfir mark Litháa úr spyrnunni.5. Sumarið 2003 á Laugardalsvelli, í Vilnius og í Þórshöfn Íslenska landsliðið vinnur þrjá fyrstu leiki sína eftir að Eiður Smári fær fyrirliðabandið. Liðið vinnur 2-1 sigur á Færeyjum bæði á Laugardalsvelli og í Þórshöfn og í millitíðinni vinnur liðið 3-0 sigur út í Litháen. Þetta var í fyrsta sinn sem Ísland vinnur þrjá leiki í röð í keppni. Eiður Smári skorar tvö mörk í þessum leikjum og leggur upp önnur þrjú.6. 18. ágúst 2004, Laugardalsvöllur Eiður Smári skorar fyrra markið í 2-0 sigri á Ítölum fyrir framan 20.204 áhorfendur en þetta áhorfendamet stendur enn þann daginn í dag. Eiður skoraði þarna framhjá Gianlugi Buffon en tæpum tveimur árum seinna urði Ítalir heimsmeistarar undir stjórn Marcello Lippi sem stjórnaði ítalska landsliðinu þarna í fyrsta sinn.7. 2. september 2006, Belfast Eiður Smári skorar þriðja markið í 3-0 útisigri á Norður-Írum í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2008. Þetta var 17. landsliðsmark Eiðs Smára í hans 41. landsleik og hann jafnaði þar með markamet Ríkharðs Jónssonar sem hafði átti metið frá árinu 1947.8. 13. október 2007, Laugardalsvöllur Eiður Smári skorar tvö mörk í 2-4 tapi á móti Lettlandi og á nú markamet landsliðsins einsamall en hann hafði þá ekki skorað fyrir landsliðið í eitt ár og sex leikjum. Ríkharður Jónsson var ekki lengur á toppi listans en hann hafði þá verið markahæsti landsliðsmaður Íslands í 60 ár.9. 6. september 2008, Ósló Eiður Smári skorar stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu og tryggir íslenska landsliðinu 2-2 jafntefli á móti Norðmönnum á Ullevaal-leikvanginum í fyrsta leiknum í undankeppni HM 2010. Eiður Smári var næstum því búinn að leggja upp sigurmarkið líka en Veigar Páll Gunnarsson átti þá skot í innanverða stöngina og út á 86. mínútu leiksins.10. 5. september 2009, Laugardalsvöllur Eiður Smári tryggir íslenska liðinu 1-1 jafntefli á móti Norðmönnum í undankeppni HM 2010 með fallegu skallamarki. Þetta var 60. landsleikur Eiðs Smára sem átti frábæran leik og 24. landsliðsmarkið hans. Eiður Smári skoraði ekki í síðustu 18 landsleikjum sínum.Uppklappið - Haustið 2013 á Laugardalsvelli, í Bern og í Osló Eiður Smári hjálpar ungu og upprennandi íslensku landsliði að ná sögulegum árangri með því að komast í fyrsta sinn í umspil um sæti á HM. Hann spilar byrjar fjóra af fimm síðustu leikjum liðsins í keppninni en síðasti landsleikurinn er 2-0 tapleikur á móti Króatíu í Zagreb.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira