Mættu ofjörlum á Maksimir Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar 20. nóvember 2013 06:00 Hollenski dómarinn Björn Kuipers flautar hér til leiksloka við mikinn fögnuð leikmanna króatíska landsliðsins. Mynd/Vilhelm Þrátt fyrir að karlalandsliði Íslands væri rétt vegleg líflína í Zagreb í gær átti liðið aldrei möguleika. Frá fyrstu mínútu voru okkar menn sem lömb í höndum Króata og trúin á verkefnið virtist minnka eftir því sem á leið. Í 38 mínútur sóttu Króatar á okkar menn sem sátu aftarlega á vellinum, ráðvilltir en vörðust þó hetjulega. Eftir enn eina hornspyrnu heimamanna á 27. mínútu var Mario Mandzukic dauðafrír á fjærstöng og skoraði auðveldlega. Staðan var sanngjörn og Íslendingar á Maksimir-leikvanginum og víðar farnir að vonast eftir því að liðinu tækist að lifa af marki undir til hálfleiks. Skyndilega birti til. Mandzukic sá rautt á 38. mínútu og allt í einu var von. Reyndar miklu meira en það. Hann var orðinn risastór. Eftir fimmtán mínútna ráðagerð í leikhléi byrjaði síðari hálfleikur á versta mögulega hátt. Dario Srna skoraði og allt ætlaði um koll að keyra í Zagreb. Allt í einu þurftu strákarnir tvö mörk og í sannleika sagt voru Króatarnir líklegri til að bæta við marki, manni færri, en við að minnka muninn. Vonbrigðin í leikslok voru mikil enda ljóst hve nálægt við vorum farseðlinum til Brasilíu. Jafnljóst var að við þyrftum á afburðaframmistöðu að halda gegn Króötum sem kunnu betur að meðhöndla spennuþrungnar aðstæður þar sem svo mikið var í húfi. Lykilmenn voru fjarri sínu besta, liðið saknaði Kolbeins Sigþórssonar sárlega og í raun vorum við heppnir að ekki fór verr. Þegar á hólminn var komið voru okkar menn ekki klárir. Nánast enginn leikmaður Íslands hafði spilað jafnmikilvægan leik á ferlinum en nú er slíkur leikur kominn í reynslubankann. Þótt frammistaðan í gærkvöldi væri léleg hefur leikur Íslands í keppninni verið til fyrirmyndar. Handan við hornið er Evrópumótið í Frakklandi 2016 og ljóst að þangað eiga okkar menn, reynslunni ríkari, góðan möguleika á að komast. Þótt Brasilíuævintýrið sé úti er ævintýri karlalandsliðsins rétt að byrja. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Þrátt fyrir að karlalandsliði Íslands væri rétt vegleg líflína í Zagreb í gær átti liðið aldrei möguleika. Frá fyrstu mínútu voru okkar menn sem lömb í höndum Króata og trúin á verkefnið virtist minnka eftir því sem á leið. Í 38 mínútur sóttu Króatar á okkar menn sem sátu aftarlega á vellinum, ráðvilltir en vörðust þó hetjulega. Eftir enn eina hornspyrnu heimamanna á 27. mínútu var Mario Mandzukic dauðafrír á fjærstöng og skoraði auðveldlega. Staðan var sanngjörn og Íslendingar á Maksimir-leikvanginum og víðar farnir að vonast eftir því að liðinu tækist að lifa af marki undir til hálfleiks. Skyndilega birti til. Mandzukic sá rautt á 38. mínútu og allt í einu var von. Reyndar miklu meira en það. Hann var orðinn risastór. Eftir fimmtán mínútna ráðagerð í leikhléi byrjaði síðari hálfleikur á versta mögulega hátt. Dario Srna skoraði og allt ætlaði um koll að keyra í Zagreb. Allt í einu þurftu strákarnir tvö mörk og í sannleika sagt voru Króatarnir líklegri til að bæta við marki, manni færri, en við að minnka muninn. Vonbrigðin í leikslok voru mikil enda ljóst hve nálægt við vorum farseðlinum til Brasilíu. Jafnljóst var að við þyrftum á afburðaframmistöðu að halda gegn Króötum sem kunnu betur að meðhöndla spennuþrungnar aðstæður þar sem svo mikið var í húfi. Lykilmenn voru fjarri sínu besta, liðið saknaði Kolbeins Sigþórssonar sárlega og í raun vorum við heppnir að ekki fór verr. Þegar á hólminn var komið voru okkar menn ekki klárir. Nánast enginn leikmaður Íslands hafði spilað jafnmikilvægan leik á ferlinum en nú er slíkur leikur kominn í reynslubankann. Þótt frammistaðan í gærkvöldi væri léleg hefur leikur Íslands í keppninni verið til fyrirmyndar. Handan við hornið er Evrópumótið í Frakklandi 2016 og ljóst að þangað eiga okkar menn, reynslunni ríkari, góðan möguleika á að komast. Þótt Brasilíuævintýrið sé úti er ævintýri karlalandsliðsins rétt að byrja.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira