Fótbolti

Þurfum að sjá til þess að Kolbeinn fái að spila á stóra mótinu

Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Mynd/Vilhelm
„Eru þeir ekki á heimavelli og við erum minni spámenn? Pressan er því meiri á þeim og minni á okkur. Það hentar okkur ágætlega,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson. Kantmaðurinn, sem skoraði þrennuna eftirminnilegu í 4-4 endurkomuleiknum í Bern í september, segist vel geta skorað fleiri mörk í undankeppninni. Kvótinn sé ekki búinn.

„Algjörlega. Ég vona bara að ég geti hjálpað liðinu sem mest hvort sem það verður að leggja upp mark eða skora mark. Svo framarlega sem við komumst á þetta mót er ég sáttur.“

Jóhann segir sjálfstraustið í hópnum mikið. Liðið hafi ekki tapað í síðustu sex leikjum sínum.

„Það kemur sjálfstraust þegar þú vinnur leiki eða nærð jafntefli gegn sterkum þjóðum,“ segir Jóhann Berg sem saknar félaga síns, Kolbeins Sigþórssonar. Kolbeinn meiddist í fyrri leiknum í Laugardal og þarf því að fylgjast með leiknum á sjónvarpsskjánum líkt og flestir landsmenn.

„Það er ömurlegt að hann missi af svo stórum leik. Við þurfum að berjast fyrir Kolbein og komast áfram fyrir hann svo hann geti spilað á stóra mótinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×