Indriðaverðlaunin eru hvatning til að gera enn betur Marín Manda skrifar 15. nóvember 2013 11:00 Katrín María Káradóttir. Gerð verðlaunagripsins er styrkt af Epal og hann er smíðaður af Helgu í Gullkúnst. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Katrín María Káradóttir fatahönnuður tók við Indriðaverðlaununum um síðastliðna helgi en verðlaunin voru veitt af Fatahönnunarfélagi Íslands í annað sinn fyrir framúrskarandi hönnun. „Þetta var gaman og mér þótti nú bara verulega vænt um þetta, Indriði var nú kennarinn minn á sínum tíma og ég sakna hans mjög,“ segir Katrín María Káradóttir, klæðskeri og fatahönnuður, sem að tók við Indriðaverðlaununum á uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands um síðastliðna helgi.Hönnun eftir Katrínu Maríu.Indriðaverðlaunin eru veitt þeim hönnuði sem þykir hafa skarað fram úr á árunum 2011-2012 og er þetta í annað sinn sem verðlaunin eru veitt. Við val á hönnuði er litið til þeirra fatahönnuða sem hannað hafa heilsteyptar fatalínur, verið virkir á árunum 2011 og 2012 og þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Verðlaunin eru innblásin af starfi Indriða Guðmundssonar og því eru gæði og fagmennska lykilorð við val hönnuðar, hvort sem kemur að hugmyndum eða frágangi. „Ég lít á þetta sem viðurkenningu á mínum störfum í gegnum tíðina og ekki síst núna undanfarin ár, eða þann tíma sem ég hef hvað mest starfað fyrir Ellu, þannig að eitthvað hljótum við að vera að gera rétt þar,“ segir Katrín María glöð í bragði. Katrín María hefur verið yfirhönnuður Ellu frá upphafi en einnig starfað erlendis fyrir John Galliano, Lutz, Thomas Engelhart, Bali Barette og Martine Sitbon. „Ég sé fyrir mér að þetta verði stærri viðburður með tímanum og vona að þetta muni auka veg fatahönnunarinnar almennt og sýni mikilvægi þess að þetta fag sé tekið alvarlega.“ Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Katrín María Káradóttir fatahönnuður tók við Indriðaverðlaununum um síðastliðna helgi en verðlaunin voru veitt af Fatahönnunarfélagi Íslands í annað sinn fyrir framúrskarandi hönnun. „Þetta var gaman og mér þótti nú bara verulega vænt um þetta, Indriði var nú kennarinn minn á sínum tíma og ég sakna hans mjög,“ segir Katrín María Káradóttir, klæðskeri og fatahönnuður, sem að tók við Indriðaverðlaununum á uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands um síðastliðna helgi.Hönnun eftir Katrínu Maríu.Indriðaverðlaunin eru veitt þeim hönnuði sem þykir hafa skarað fram úr á árunum 2011-2012 og er þetta í annað sinn sem verðlaunin eru veitt. Við val á hönnuði er litið til þeirra fatahönnuða sem hannað hafa heilsteyptar fatalínur, verið virkir á árunum 2011 og 2012 og þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Verðlaunin eru innblásin af starfi Indriða Guðmundssonar og því eru gæði og fagmennska lykilorð við val hönnuðar, hvort sem kemur að hugmyndum eða frágangi. „Ég lít á þetta sem viðurkenningu á mínum störfum í gegnum tíðina og ekki síst núna undanfarin ár, eða þann tíma sem ég hef hvað mest starfað fyrir Ellu, þannig að eitthvað hljótum við að vera að gera rétt þar,“ segir Katrín María glöð í bragði. Katrín María hefur verið yfirhönnuður Ellu frá upphafi en einnig starfað erlendis fyrir John Galliano, Lutz, Thomas Engelhart, Bali Barette og Martine Sitbon. „Ég sé fyrir mér að þetta verði stærri viðburður með tímanum og vona að þetta muni auka veg fatahönnunarinnar almennt og sýni mikilvægi þess að þetta fag sé tekið alvarlega.“
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira