Þverslaufur og hárskraut fyrir börn Marín Manda skrifar 15. nóvember 2013 11:30 Sara Lárusdóttir og sonurinn Adam Leví Guðmundson, 5 ára. Sara Lárusdóttir förðunarfræðingur byrjaði að hanna og sauma slaufurnar SL-slaufur í fæðingarorlofi sínu. Viðtökurnar eru mjög góðar og ég er búin að hafa meira en nóg að gera. Hugmyndin fæddist þegar ég var að vinna í barnafataversluninni Name it. Viðskiptavinir spurðu mikið eftir barnaslaufum allan ársins hring og mér fannst vanta meira úrval,“ segir Sara Lárusdóttir.Slaufurnar eru litríkar og fást í ýmsum gerðum og stærðum.Fyrsta slaufan varð að veruleika þegar manninum hennar vantaði gyllta slaufu vegna þema í vinnunni en svoleiðis slaufa var hvergi fáanleg í verslununum. Hún segist þá hafa tekið málin í sínar hendur, verslað efni og sest fyrir framan saumavélina. „Þegar ég var í fæðingarorlofi með seinni son minn langaði mig að einblína á barnaslaufur þrátt fyrir að ég hafi gert einstaka sérpantanir fyrir herra,“ útskýrir hún. Fyrir jólin segir hún vinsælustu slaufurnr vera köflóttar og satín slaufur. Slaufurnar fást í stærðunum 0-1 árs, 1-3 ára, 3-6 ára og 6-12 ára og hægt er að panta þær og hárskraut í gegnum Facebook- síðuna SL-slaufur. Framundan er flutningur til Svíþjóðar þar sem hún mun halda áfram að sinna eftirspurninni og senda pantanir til Íslands en einnig er hægt að versla slaufurnar í versluninni Þumalína. Post by SL-Slaufur. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Sara Lárusdóttir förðunarfræðingur byrjaði að hanna og sauma slaufurnar SL-slaufur í fæðingarorlofi sínu. Viðtökurnar eru mjög góðar og ég er búin að hafa meira en nóg að gera. Hugmyndin fæddist þegar ég var að vinna í barnafataversluninni Name it. Viðskiptavinir spurðu mikið eftir barnaslaufum allan ársins hring og mér fannst vanta meira úrval,“ segir Sara Lárusdóttir.Slaufurnar eru litríkar og fást í ýmsum gerðum og stærðum.Fyrsta slaufan varð að veruleika þegar manninum hennar vantaði gyllta slaufu vegna þema í vinnunni en svoleiðis slaufa var hvergi fáanleg í verslununum. Hún segist þá hafa tekið málin í sínar hendur, verslað efni og sest fyrir framan saumavélina. „Þegar ég var í fæðingarorlofi með seinni son minn langaði mig að einblína á barnaslaufur þrátt fyrir að ég hafi gert einstaka sérpantanir fyrir herra,“ útskýrir hún. Fyrir jólin segir hún vinsælustu slaufurnr vera köflóttar og satín slaufur. Slaufurnar fást í stærðunum 0-1 árs, 1-3 ára, 3-6 ára og 6-12 ára og hægt er að panta þær og hárskraut í gegnum Facebook- síðuna SL-slaufur. Framundan er flutningur til Svíþjóðar þar sem hún mun halda áfram að sinna eftirspurninni og senda pantanir til Íslands en einnig er hægt að versla slaufurnar í versluninni Þumalína. Post by SL-Slaufur.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira