Gríðarlegar hamfarir á Filippseyjum Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2013 06:45 Íbúar í Tacloban halda fyrir vit sér til að forðast lyktina af líkum sem liggja meðfram götum og í rústum borgarinnar. Mynd/AP Filippseyjar Fellibylurinn Haiyan skall á austurströnd Filippseyja síðastliðinn föstudag, en umfang eyðileggingarinnar varð þó ekki ljóst fyrr en í gær þegar í ljós kom að allt að 10.000 manns höfðu látið lífið í borginni Tacloban á eyjunni Leyte. Þó hafði ríkisstjórn Filippseyja flutt 800.000 manns af svæðinu áður en veðrið skall á. Einnig hefur heyrst að hundruð ef ekki þúsund séu látin og týnd í nærliggjandi þorpum og eyjum. Ljóst er að fullt umfang eyðileggingarinnar af völdum Haiyan mun ekki koma í ljós fyrr en eftir nokkurn tíma. Haiyan er mannskæðasti fellibylur sem skollið hefur á Filippseyjum, en íbúar landsins eru ekki óvanir slkum hamförum því um 20 fellibyljir og stormar fara yfir eyjaklasann á hverju ári. Að sögn veðurfræðinga liggja eyjarnar á helstu fellibyljabraut á jörðinni. Auk þess eru Filippseyjar við hinn svokallaða „Eldhring“ Kyrrahafsins, þar sem eldgos og jarðskjálftar eru algeng. Í síðasta mánuði létust 220 manns í jarðskjálfta sem jafnframt skildi eftir sig gífurlega eyðileggingu. Sandy Torotoro sem býr nálægt flugvelli Tacloban sagði við fréttamenn AP að vatnið hefði náð jafn hátt og kókospálmar. Hann sópaðist burt með vatninu ásamt húsinu þar sem hann bjó með konu sinni og átta ára dóttur, en það rifnaði upp af grunninum. „Þegar við vorum í vatninu voru margir sem sveifluðu höndunum og kölluðu á hjálp. En hvað gátum við gert? Við þurftum einnig hjálp.“ Lík héngu í trjám og lágu víða við gangstéttir og í rústum. Brotist var inn í verslanir og bensínstöðvar þar sem fólk leitaði að mat, eldsneyti og hreinu vatni. Á eyjunni Samar hafa 300 manns látið lífið og 2.000 er saknað. Embættismenn þar sögðu sjávarhæð hafa hækkað um sex metra þegar fellibylurinn reið yfir og enn hafði ekki náðst til margra bæja á eynni. Eftir að hafa heimsótt Tacloban á laugardag sagði innanríkisráðherra Filippseyja, Mar Roxas, að öll nútímaþægindi eins og samskiptakerfi, orku- og vatnsveitur væru í lamasessi. „Það er engin leið að hafa samband við fólk“. Forseti Filippseyja, Benigno Aquino III, flaug til Leyte í gær og sagði ríkisstjórnina setja í forgang að koma aftur á orku og samskiptum. Ríkisstjórn Filippseyja hefur einnig samþykkt að taka við hjálp frá bandamönnum sínum í Evrópu og Ameríku. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur skipað Kyrrahafsflotanum að senda skip og flugvélar á svæðið til að styðja leitaraðgerðir og flytja birgðir. Jose Manuel Barroso hefur sent forseta Filippseyja boð um að ESB sé tilbúið að veita aðstoð ef eftir henni verði óskað. Í Kaupmannahöfn í gær var UNICEF að undirbúa sendingu 60 tonna af hjálpargögnum til Filippseyja og er reiknað með að þau komist til eyjanna á þriðjudaginn. Búist er við að fellibylurinn lendi á Norður-Víetnam og Suður-Kína á mánudagsmorgni að staðartíma og er spáð 33-39 metrum á sekúndu. Á vef BBC er sagt frá því að búið sé að flytja 600.000 manns af svæðum í Víetnam sem eru í hættu en íbúar sem eftir eru hafa safnað mat og vatni í stórum stíl og eru búðarhillur að mestu tómar.Íbúar ganga í gegnum rústir heimila, þar sem skip hefur skolast á land í ofsaveðrinu.Mynd/AP Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Filippseyjar Fellibylurinn Haiyan skall á austurströnd Filippseyja síðastliðinn föstudag, en umfang eyðileggingarinnar varð þó ekki ljóst fyrr en í gær þegar í ljós kom að allt að 10.000 manns höfðu látið lífið í borginni Tacloban á eyjunni Leyte. Þó hafði ríkisstjórn Filippseyja flutt 800.000 manns af svæðinu áður en veðrið skall á. Einnig hefur heyrst að hundruð ef ekki þúsund séu látin og týnd í nærliggjandi þorpum og eyjum. Ljóst er að fullt umfang eyðileggingarinnar af völdum Haiyan mun ekki koma í ljós fyrr en eftir nokkurn tíma. Haiyan er mannskæðasti fellibylur sem skollið hefur á Filippseyjum, en íbúar landsins eru ekki óvanir slkum hamförum því um 20 fellibyljir og stormar fara yfir eyjaklasann á hverju ári. Að sögn veðurfræðinga liggja eyjarnar á helstu fellibyljabraut á jörðinni. Auk þess eru Filippseyjar við hinn svokallaða „Eldhring“ Kyrrahafsins, þar sem eldgos og jarðskjálftar eru algeng. Í síðasta mánuði létust 220 manns í jarðskjálfta sem jafnframt skildi eftir sig gífurlega eyðileggingu. Sandy Torotoro sem býr nálægt flugvelli Tacloban sagði við fréttamenn AP að vatnið hefði náð jafn hátt og kókospálmar. Hann sópaðist burt með vatninu ásamt húsinu þar sem hann bjó með konu sinni og átta ára dóttur, en það rifnaði upp af grunninum. „Þegar við vorum í vatninu voru margir sem sveifluðu höndunum og kölluðu á hjálp. En hvað gátum við gert? Við þurftum einnig hjálp.“ Lík héngu í trjám og lágu víða við gangstéttir og í rústum. Brotist var inn í verslanir og bensínstöðvar þar sem fólk leitaði að mat, eldsneyti og hreinu vatni. Á eyjunni Samar hafa 300 manns látið lífið og 2.000 er saknað. Embættismenn þar sögðu sjávarhæð hafa hækkað um sex metra þegar fellibylurinn reið yfir og enn hafði ekki náðst til margra bæja á eynni. Eftir að hafa heimsótt Tacloban á laugardag sagði innanríkisráðherra Filippseyja, Mar Roxas, að öll nútímaþægindi eins og samskiptakerfi, orku- og vatnsveitur væru í lamasessi. „Það er engin leið að hafa samband við fólk“. Forseti Filippseyja, Benigno Aquino III, flaug til Leyte í gær og sagði ríkisstjórnina setja í forgang að koma aftur á orku og samskiptum. Ríkisstjórn Filippseyja hefur einnig samþykkt að taka við hjálp frá bandamönnum sínum í Evrópu og Ameríku. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur skipað Kyrrahafsflotanum að senda skip og flugvélar á svæðið til að styðja leitaraðgerðir og flytja birgðir. Jose Manuel Barroso hefur sent forseta Filippseyja boð um að ESB sé tilbúið að veita aðstoð ef eftir henni verði óskað. Í Kaupmannahöfn í gær var UNICEF að undirbúa sendingu 60 tonna af hjálpargögnum til Filippseyja og er reiknað með að þau komist til eyjanna á þriðjudaginn. Búist er við að fellibylurinn lendi á Norður-Víetnam og Suður-Kína á mánudagsmorgni að staðartíma og er spáð 33-39 metrum á sekúndu. Á vef BBC er sagt frá því að búið sé að flytja 600.000 manns af svæðum í Víetnam sem eru í hættu en íbúar sem eftir eru hafa safnað mat og vatni í stórum stíl og eru búðarhillur að mestu tómar.Íbúar ganga í gegnum rústir heimila, þar sem skip hefur skolast á land í ofsaveðrinu.Mynd/AP
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira