Vökulög – vændislög Bjarni Karlsson skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Einu sinni var vinnutími sjómanna og verkamanna álitinn einkamál þeirra og atvinnurekandans. Frjálsir verkamenn sömdu bara við þá sem keyptu af þeim vinnukraftinn. Þá komu til verkalýðsfélög sem m.a. settu á vökulögin svo nefndu sem gerðu það að verkum að sjómenn og útgerðarmenn máttu ekki lengur semja um nema takmarkað vinnuframlag á sólarhring. Þetta inngrip í frjálsa samninga fullveðja fólks var gert af augljósum ástæðum með hagsmuni samfélagsins og almenna lýðheilsu fyrir augum. Það er dálítið í anda vökulaganna sem ég hygg að rétt sé að móta vændislög. Það er einföldun að halda að fullveðja fólk geti með réttu gert hvaða samninga sem vera skuli við annað fullveðja fólk svo lengi sem það sé bara þeirra á milli, eins og gjarnan er haldið fram í umræðunni sem nú stendur um vændi á Íslandi. Það er t.d. þekkt staðreynd að til er fólk í útlöndum sem selur öðrum líffæri úr sjálfu sér. Myndum við vilja lögleyfa slík viðskipti með þeim orðum að fólk ráði sér og sínum skrokki sjálft og sé fært um að meta hagsmuni sína í viðskiptum við aðra? Myndum við vilja halda áfram og segja: „Hvers vegna að halda þessari starfsemi undir yfirborðinu, gera líffærakaupendur að glæpamönnum og koma í veg fyrir að uppskurðir séu framkvæmdir við bestu hugsanlegu aðstæður?” Nei, það yrði erfitt að finna marga sem treystu sér í þetta. Ástæðan er siðferðisleg og samfélagsleg. Við skynjum að það er eitthvað um mannslíkamann og ráðstöfun okkar á gæðum hans sem er ekki bara einkamál eða viðskipti, heldur varðar um leið siðferði okkar og samfélag. Vændi er heldur ekki einungis persónulegs eða viðskiptalegs eðlis, það hefur líka siðferðislegar og samfélagslegar hliðar. Önnur rök sem oft eru notuð til þess að gera lítið úr áhyggjum af vændi eru þau að hér séum við komin inn á svið kynlífsins og að ekki dugi nú að ætla að stjórna kynlífi fólks. Þarna hygg ég tvennu ruglað saman. Í kynlífi deilir fólk líkamlegum gæðum í gagnkvæmni og jöfnuði en vændi er kynferðisleg samskipti án jafnaðar, þar sem skipt er á líkamlegum gæðum gegn gjaldi. Kynlíf og vændi eru þannig ólík samskipti og geta ekki heitið sama nafni. Utan frá séð geta samskiptin litið eins út – fólk að hafa mök – en inntak þeirra er þó sitt hvað. Þegar kynferðissamskipti hætta að vera gagnkvæm og fela ekki lengur í sér jöfnuð þá hætta þau að vera kynlíf og verða að einhverju öðru. Allt snýst þetta um gæði mannslíkamans. Líkamar okkar eru magnaðir og gjöfulir, uppsprettur sístreymandi gæða til sjós og lands. Og það gildir um líkamsgæði jafnt sem önnur gæði að þau fara forgörðum þegar menn nálgast þau með ójöfnuði. Þess vegna eru vændisviðskipti röng og vitlaus rétt eins og aðstæður gömlu síðutogarasjómannanna voru fáránlegar áður en vökulögin voru sett. Löggjöf okkar þarf einhvern veginn að endurspegla það sem við vitum sannast og best á hverjum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni var vinnutími sjómanna og verkamanna álitinn einkamál þeirra og atvinnurekandans. Frjálsir verkamenn sömdu bara við þá sem keyptu af þeim vinnukraftinn. Þá komu til verkalýðsfélög sem m.a. settu á vökulögin svo nefndu sem gerðu það að verkum að sjómenn og útgerðarmenn máttu ekki lengur semja um nema takmarkað vinnuframlag á sólarhring. Þetta inngrip í frjálsa samninga fullveðja fólks var gert af augljósum ástæðum með hagsmuni samfélagsins og almenna lýðheilsu fyrir augum. Það er dálítið í anda vökulaganna sem ég hygg að rétt sé að móta vændislög. Það er einföldun að halda að fullveðja fólk geti með réttu gert hvaða samninga sem vera skuli við annað fullveðja fólk svo lengi sem það sé bara þeirra á milli, eins og gjarnan er haldið fram í umræðunni sem nú stendur um vændi á Íslandi. Það er t.d. þekkt staðreynd að til er fólk í útlöndum sem selur öðrum líffæri úr sjálfu sér. Myndum við vilja lögleyfa slík viðskipti með þeim orðum að fólk ráði sér og sínum skrokki sjálft og sé fært um að meta hagsmuni sína í viðskiptum við aðra? Myndum við vilja halda áfram og segja: „Hvers vegna að halda þessari starfsemi undir yfirborðinu, gera líffærakaupendur að glæpamönnum og koma í veg fyrir að uppskurðir séu framkvæmdir við bestu hugsanlegu aðstæður?” Nei, það yrði erfitt að finna marga sem treystu sér í þetta. Ástæðan er siðferðisleg og samfélagsleg. Við skynjum að það er eitthvað um mannslíkamann og ráðstöfun okkar á gæðum hans sem er ekki bara einkamál eða viðskipti, heldur varðar um leið siðferði okkar og samfélag. Vændi er heldur ekki einungis persónulegs eða viðskiptalegs eðlis, það hefur líka siðferðislegar og samfélagslegar hliðar. Önnur rök sem oft eru notuð til þess að gera lítið úr áhyggjum af vændi eru þau að hér séum við komin inn á svið kynlífsins og að ekki dugi nú að ætla að stjórna kynlífi fólks. Þarna hygg ég tvennu ruglað saman. Í kynlífi deilir fólk líkamlegum gæðum í gagnkvæmni og jöfnuði en vændi er kynferðisleg samskipti án jafnaðar, þar sem skipt er á líkamlegum gæðum gegn gjaldi. Kynlíf og vændi eru þannig ólík samskipti og geta ekki heitið sama nafni. Utan frá séð geta samskiptin litið eins út – fólk að hafa mök – en inntak þeirra er þó sitt hvað. Þegar kynferðissamskipti hætta að vera gagnkvæm og fela ekki lengur í sér jöfnuð þá hætta þau að vera kynlíf og verða að einhverju öðru. Allt snýst þetta um gæði mannslíkamans. Líkamar okkar eru magnaðir og gjöfulir, uppsprettur sístreymandi gæða til sjós og lands. Og það gildir um líkamsgæði jafnt sem önnur gæði að þau fara forgörðum þegar menn nálgast þau með ójöfnuði. Þess vegna eru vændisviðskipti röng og vitlaus rétt eins og aðstæður gömlu síðutogarasjómannanna voru fáránlegar áður en vökulögin voru sett. Löggjöf okkar þarf einhvern veginn að endurspegla það sem við vitum sannast og best á hverjum tíma.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun