Skoðar álag á námsmenn sem ílengjast erlendis Brjánn Jónasson skrifar 5. nóvember 2013 06:15 Fjölmargir Íslendingar eru í námi erlendis, til dæmis við Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi. Nordicphotos/AFP Rétt er að skoða hvort rukka eigi íslenska námsmenn sem taka námslán til að fjármagna nám erlendis en skila sér ekki heim að námi loknu um markaðsvexti af námslánunum, að mati formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Það er ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim að námi loknu borgi einhverskonar álag,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.Vigdís HauksdóttirHún segir þetta vangaveltur á þessu stigi, en hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi þar sem menntamálaráðherra er spurður hvort hann telji rétt að námsmenn erlendis greiði markaðsvexti af námslánunum skili þeir sér ekki heim. Vigdís á sæti í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, sem skilaði nýverið ráðherranefnd sem skipaði hópinn tillögum sínum. Vigdís vill ekki segja til um hvort þær hugmyndir sem hún reifar hér séu í niðurstöðum hagræðingarhópsins. Rétt sé að bíða þess að ríkisstjórnin geri tillögurnar opinberar. „Þetta eru mínar vangaveltur. Allir sjóðirnir okkar eru tómir og við þurfum að forgangsraða gríðarlega í ríkisrekstrinum af því það var ekki gert af síðustu ríkisstjórn. Við í hagræðingarhópnum höfum velt við hverjum einasta steini í ríkisrekstrinum til að finna einhverja hagræðingarmöguleika. Þá er það ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim borgi einhverskonar álag, enda vextir af námslánunum langt undir markaðsvöxtum.“ Hún segir marga aðra möguleika á að breyta námslánakerfinu. Til dæmis megi hugsa sér að umbuna þeim sem ljúki námi á stuttum tíma með því að breyta hluta lánanna í styrk. „Okkur líst mjög illa á þessar hugmyndir, sem gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE). Hún bendir á að það gæti orðið til þess að draga úr fjölda fólks sem sæki sér menntun erlendis ef það geti átt það á hættu að þurfa að borga háa vexti af lánunum. „Maður veit aldrei hvar tækifærin liggja,“ segir Hjördís. Námsmenn sem ætli sér að flytja til annars lands til að læra geti óvænt fengið starfstilboð þar. „Það getur komið okkur á Íslandi til góða ef fólk vinnur í einhver ár erlendis og kemur svo heim reynslunni ríkari. Fólk veit ekki fyrirfram hvar það endar,“ segir Hjördís. Hún telur að stjórnvöld ættu frekar að einbeita sér að því að skapa aðstæður hér á landi sem dragi námsmenn heim, í stað þess að velta fyrir sér kvöðum á þá sem kjósi að búa áfram utan landsteinanna. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira
Rétt er að skoða hvort rukka eigi íslenska námsmenn sem taka námslán til að fjármagna nám erlendis en skila sér ekki heim að námi loknu um markaðsvexti af námslánunum, að mati formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Það er ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim að námi loknu borgi einhverskonar álag,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.Vigdís HauksdóttirHún segir þetta vangaveltur á þessu stigi, en hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi þar sem menntamálaráðherra er spurður hvort hann telji rétt að námsmenn erlendis greiði markaðsvexti af námslánunum skili þeir sér ekki heim. Vigdís á sæti í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, sem skilaði nýverið ráðherranefnd sem skipaði hópinn tillögum sínum. Vigdís vill ekki segja til um hvort þær hugmyndir sem hún reifar hér séu í niðurstöðum hagræðingarhópsins. Rétt sé að bíða þess að ríkisstjórnin geri tillögurnar opinberar. „Þetta eru mínar vangaveltur. Allir sjóðirnir okkar eru tómir og við þurfum að forgangsraða gríðarlega í ríkisrekstrinum af því það var ekki gert af síðustu ríkisstjórn. Við í hagræðingarhópnum höfum velt við hverjum einasta steini í ríkisrekstrinum til að finna einhverja hagræðingarmöguleika. Þá er það ekki óeðlilegt að þeir sem ekki skila sér heim borgi einhverskonar álag, enda vextir af námslánunum langt undir markaðsvöxtum.“ Hún segir marga aðra möguleika á að breyta námslánakerfinu. Til dæmis megi hugsa sér að umbuna þeim sem ljúki námi á stuttum tíma með því að breyta hluta lánanna í styrk. „Okkur líst mjög illa á þessar hugmyndir, sem gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE). Hún bendir á að það gæti orðið til þess að draga úr fjölda fólks sem sæki sér menntun erlendis ef það geti átt það á hættu að þurfa að borga háa vexti af lánunum. „Maður veit aldrei hvar tækifærin liggja,“ segir Hjördís. Námsmenn sem ætli sér að flytja til annars lands til að læra geti óvænt fengið starfstilboð þar. „Það getur komið okkur á Íslandi til góða ef fólk vinnur í einhver ár erlendis og kemur svo heim reynslunni ríkari. Fólk veit ekki fyrirfram hvar það endar,“ segir Hjördís. Hún telur að stjórnvöld ættu frekar að einbeita sér að því að skapa aðstæður hér á landi sem dragi námsmenn heim, í stað þess að velta fyrir sér kvöðum á þá sem kjósi að búa áfram utan landsteinanna.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira