Spurt að gefnu tilefni Ögmundur Jónasson skrifar 28. október 2013 10:14 Fram hefur komið að ríkisstjórnin vill leita leiða til að einkavæða samgöngukerfið. Einkaaðilar eignist til skamms eða langs tíma flugvelli, hafnir og vegi. Verktakarnir komi með fjármagn í uppbyggingu þessara mannvirkja og rukki síðan notendur. Með þessu móti yrði hægt að lækka skatta en láta notendur borga. Þegar virðist vera farið að búa í haginn fyrir þetta fyrirkomulag með sveltistefnu. Þannig er skorið niður við almennar vegaframkvæmdir um 750 milljónir og byrjað að þrengja að innanlandsfluginu og þótti mörgum nóg að gert á undangengnu kjörtímabili. Allt þetta verður hins vegar skiljanlegra ef verkefnið er að knýja fram kerfisbreytingar. Einkavætt kerfi yrði náttúrlega dýrara fyrir samfélagið því það gerir ráð fyrir nýjum milliliðum sem tækju sitt til sín. Einnig er hætt við því að þetta verði ranglátara kerfi því notendur á strjálbýlum svæðum ættu erfiðara með að fjármagna framkvæmdir en þéttbýlingar. Þá hefur verið bent á að hætt sé við því að skipulagsvald verði flutt frá lýðræðislega kjörnum aðilum til verktaka. Þetta mátti skilja á svörum sem gefin voru um mögulegar einkaframkvæmdir í vegakerfinu. Þar var nefnd Sundahöfn, nýr vegur um Öxi og Svínvetningabraut í Húnavatnssýslu. Allar þessar hugsanlegu framkvæmdir eru sagðar búa yfir þeim kosti að aðrar samgönguleiðir yrðu færar til að komast á milli staða, valið yrði vegfarandans. Það má hins vegar aldrei gleymast að við sem samfélag kæmum til með að standa straum af öllum þessum kostnaði hvort sem væri við Öxi, Sundabraut eða Svínvetningabraut. En augnablik. Svínvetningabraut er ekki á samgönguáætlun! Hún var jafnframt tekin út úr allri skipulagsvinnu og fór ekki lítið fyrir því þegar það var gert. Og er þá komið að spurningu minni. Ef fyrirtækið, sem á sínum tíma vildi Svínvetningabraut, vill nú að nýju fara í þá framkvæmd, ræður þá fyrirtækið? Yrði Svínvetningabraut þá aftur á áætlun? Ef svo er, væri það endanleg sönnun þess að skipulagsvaldið væri komið til verktakanna. En svona auðvelt verður þetta ekki. Þótt ríkisstjórnin vilji þjóna peningavaldinu þá er sem betur fer ekki enn búið að slökkva á þjóðinni. Hinni sömu og á að borga hinum nýju skattheimtumönnum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fram hefur komið að ríkisstjórnin vill leita leiða til að einkavæða samgöngukerfið. Einkaaðilar eignist til skamms eða langs tíma flugvelli, hafnir og vegi. Verktakarnir komi með fjármagn í uppbyggingu þessara mannvirkja og rukki síðan notendur. Með þessu móti yrði hægt að lækka skatta en láta notendur borga. Þegar virðist vera farið að búa í haginn fyrir þetta fyrirkomulag með sveltistefnu. Þannig er skorið niður við almennar vegaframkvæmdir um 750 milljónir og byrjað að þrengja að innanlandsfluginu og þótti mörgum nóg að gert á undangengnu kjörtímabili. Allt þetta verður hins vegar skiljanlegra ef verkefnið er að knýja fram kerfisbreytingar. Einkavætt kerfi yrði náttúrlega dýrara fyrir samfélagið því það gerir ráð fyrir nýjum milliliðum sem tækju sitt til sín. Einnig er hætt við því að þetta verði ranglátara kerfi því notendur á strjálbýlum svæðum ættu erfiðara með að fjármagna framkvæmdir en þéttbýlingar. Þá hefur verið bent á að hætt sé við því að skipulagsvald verði flutt frá lýðræðislega kjörnum aðilum til verktaka. Þetta mátti skilja á svörum sem gefin voru um mögulegar einkaframkvæmdir í vegakerfinu. Þar var nefnd Sundahöfn, nýr vegur um Öxi og Svínvetningabraut í Húnavatnssýslu. Allar þessar hugsanlegu framkvæmdir eru sagðar búa yfir þeim kosti að aðrar samgönguleiðir yrðu færar til að komast á milli staða, valið yrði vegfarandans. Það má hins vegar aldrei gleymast að við sem samfélag kæmum til með að standa straum af öllum þessum kostnaði hvort sem væri við Öxi, Sundabraut eða Svínvetningabraut. En augnablik. Svínvetningabraut er ekki á samgönguáætlun! Hún var jafnframt tekin út úr allri skipulagsvinnu og fór ekki lítið fyrir því þegar það var gert. Og er þá komið að spurningu minni. Ef fyrirtækið, sem á sínum tíma vildi Svínvetningabraut, vill nú að nýju fara í þá framkvæmd, ræður þá fyrirtækið? Yrði Svínvetningabraut þá aftur á áætlun? Ef svo er, væri það endanleg sönnun þess að skipulagsvaldið væri komið til verktakanna. En svona auðvelt verður þetta ekki. Þótt ríkisstjórnin vilji þjóna peningavaldinu þá er sem betur fer ekki enn búið að slökkva á þjóðinni. Hinni sömu og á að borga hinum nýju skattheimtumönnum!
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun