Íslenskur klæðskeri hannaði kjól Þórunnar Sara McMahon skrifar 25. október 2013 07:00 Berglind Ómarsdóttir klæðskeri hannaði kjólinn sem söngkonan Þórunn Egilsdóttir klæddist í The Voice. Kjóllinn er skreyttur regnhlíf. Mynd/Úr einkasafni „Kjóllinn var sérstaklega hannaður fyrir tónleika sem Þórunn kom fram á í Lúxemborg. Þema tónleikanna var rigning og salurinn var skreyttur regnhlífum. Ég hannaði kjólinn út frá því þema og hann er til dæmis skreyttur með alvöru regnhlíf,“ segir Berglind Ómarsdóttir, klæðskeri í Lúxemborg. Hún hannaði kjól sem söngkonan Þórunn Egilsdóttir klæddist í sjónvarpsþættinum The Voice sem sýndur var í Þýskalandi fyrir viku. Berglind útskrifaðist sem klæðskeri og kjólahönnuður árið 2001 og rak saumastofuna Kjóll og klæði áður en hún fluttist búferlum til Lúxemborgar. Hún hefur nú búið í landinu í fimm ár og starfar þar sem klæðskeri. Aðspurð segist Berglind ekki hafa verið meðvituð um að Þórunn, sem er íslensk en uppalin í Lúxemborg, hafi ætlað að klæðast kjólnum í þættinum. „Þórunn sagði mér eftir á að hún hefði klæðst kjólnum í þættinum og að hún hefði fengið mjög góð viðbrögð frá dómurunum,“ segir Berglind, en að hennar sögn horfðu um 11 milljónir Þjóðverja á sjónvarpsþáttinn sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni SAT1. Berglind er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og þótti liðtæk í handbolta á sínum yngri árum. Hún lék meðal annars nokkra leiki með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta. „Ég spilaði mikið hér í den, fyrst með ÍBV og síðan með Val og Fram. En ég er löngu hætt í boltanum, ég hætti árið 1996,“ segir hún og hlær. Spurð út í framtíðaráform sín segir Berglind þau óráðin enn. „Ég framleiði einfaldari hluti, líkt og klúta og toppa, á vinnustofu heima hjá mér. Svo tek ég að mér sérsaum þess á milli. Ætli ég sinni því ekki áfram þar til annað kemur í ljós,“ segir hún að lokum. Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
„Kjóllinn var sérstaklega hannaður fyrir tónleika sem Þórunn kom fram á í Lúxemborg. Þema tónleikanna var rigning og salurinn var skreyttur regnhlífum. Ég hannaði kjólinn út frá því þema og hann er til dæmis skreyttur með alvöru regnhlíf,“ segir Berglind Ómarsdóttir, klæðskeri í Lúxemborg. Hún hannaði kjól sem söngkonan Þórunn Egilsdóttir klæddist í sjónvarpsþættinum The Voice sem sýndur var í Þýskalandi fyrir viku. Berglind útskrifaðist sem klæðskeri og kjólahönnuður árið 2001 og rak saumastofuna Kjóll og klæði áður en hún fluttist búferlum til Lúxemborgar. Hún hefur nú búið í landinu í fimm ár og starfar þar sem klæðskeri. Aðspurð segist Berglind ekki hafa verið meðvituð um að Þórunn, sem er íslensk en uppalin í Lúxemborg, hafi ætlað að klæðast kjólnum í þættinum. „Þórunn sagði mér eftir á að hún hefði klæðst kjólnum í þættinum og að hún hefði fengið mjög góð viðbrögð frá dómurunum,“ segir Berglind, en að hennar sögn horfðu um 11 milljónir Þjóðverja á sjónvarpsþáttinn sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni SAT1. Berglind er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og þótti liðtæk í handbolta á sínum yngri árum. Hún lék meðal annars nokkra leiki með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta. „Ég spilaði mikið hér í den, fyrst með ÍBV og síðan með Val og Fram. En ég er löngu hætt í boltanum, ég hætti árið 1996,“ segir hún og hlær. Spurð út í framtíðaráform sín segir Berglind þau óráðin enn. „Ég framleiði einfaldari hluti, líkt og klúta og toppa, á vinnustofu heima hjá mér. Svo tek ég að mér sérsaum þess á milli. Ætli ég sinni því ekki áfram þar til annað kemur í ljós,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira