Tískan næsta vor og sumar verður litrík ef marka má tískuvikurnar sem fóru fram víða um heim í lok ágúst og september. Appelsínugulur og dökk blár verða þeir litir sem verða hvað mest áberandi, ef frá eru taldir litir á borð við hvítan, ljósbrúnan og fölgráan. Þessir sterku litir eru tilbreyting frá pastellitunum sem halda gjarnan innreið sína þegar sól tekur að hækka á lofti.
Sterkir litir næsta vor
