Sækjum til sigurs í Osló Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2013 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson fagna í gær. Mynd/Vilhelm „Sóknarleikurinn var ekki jafngóður og gegn Albaníu. Við stjórnuðum samt leiknum og hefðum átt að skora fleiri mörk,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamenn að loknum 2-0 sigrinum á Kýpur í undankeppni HM í gærkvöldi. Landsliðsþjálfarinn sagði leikinn hafa spilast eins og hann átti von á þótt tempóið í fyrri hálfleik hefði verið hægara en stefnt var að. Leikmenn voru þó afslappaðir í búningsklefanum í hálfleik þrátt fyrir markaleysið. „Menn tala yfirleitt frekar mikið í hálfleik en þeir voru þöglir eftir að við Heimir höfðum lokið okkur af. Þeir meðhöndluðu stöðuna vel.“ Sá sænski var afar sáttur við þá staðreynd að enginn leikmaður íslenska liðsins fékk gult spjald í leiknum. Sex af þeim sem spiluðu voru á hættusvæði en allir spiluðu með skynsemina að vopni. „Það er í fyrsta skipti í leik undir minni stjórn sem enginn fær gult,“ sagði Lagerbäck sáttur enda hefur Svíinn lagt áherslu á aga í þeim málum. Íslenska liðið æfir í dag og fyrri part dags á morgun áður en flogið verður utan til Noregs. Ljóst er að umspilssætið er íslenska liðsins með sigri í Osló á þriðjudagskvöld þótt jafntefli geti dugað og jafnvel tap. Baráttan um annað sætið stendur á milli Íslands og Slóveníu sem sækir Sviss heim. Svíinn segir stöðuna ekki flókna. „Við stefnum á sigur. Auðvitað fylgjumst við með gangi mála hjá Sviss og Slóveníu,“ sagði Lagerbäck. „Ef það koma góðar fréttir frá Sviss munum við reyna að vera varkárari.“ Aðstoðarmaður hans, Heimir Hallgrímsson, bætti við lykilatriðinu. „Við verðum að minnsta kosti að gera jafnvel og Slóvenar gera gegn Sviss." Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
„Sóknarleikurinn var ekki jafngóður og gegn Albaníu. Við stjórnuðum samt leiknum og hefðum átt að skora fleiri mörk,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamenn að loknum 2-0 sigrinum á Kýpur í undankeppni HM í gærkvöldi. Landsliðsþjálfarinn sagði leikinn hafa spilast eins og hann átti von á þótt tempóið í fyrri hálfleik hefði verið hægara en stefnt var að. Leikmenn voru þó afslappaðir í búningsklefanum í hálfleik þrátt fyrir markaleysið. „Menn tala yfirleitt frekar mikið í hálfleik en þeir voru þöglir eftir að við Heimir höfðum lokið okkur af. Þeir meðhöndluðu stöðuna vel.“ Sá sænski var afar sáttur við þá staðreynd að enginn leikmaður íslenska liðsins fékk gult spjald í leiknum. Sex af þeim sem spiluðu voru á hættusvæði en allir spiluðu með skynsemina að vopni. „Það er í fyrsta skipti í leik undir minni stjórn sem enginn fær gult,“ sagði Lagerbäck sáttur enda hefur Svíinn lagt áherslu á aga í þeim málum. Íslenska liðið æfir í dag og fyrri part dags á morgun áður en flogið verður utan til Noregs. Ljóst er að umspilssætið er íslenska liðsins með sigri í Osló á þriðjudagskvöld þótt jafntefli geti dugað og jafnvel tap. Baráttan um annað sætið stendur á milli Íslands og Slóveníu sem sækir Sviss heim. Svíinn segir stöðuna ekki flókna. „Við stefnum á sigur. Auðvitað fylgjumst við með gangi mála hjá Sviss og Slóveníu,“ sagði Lagerbäck. „Ef það koma góðar fréttir frá Sviss munum við reyna að vera varkárari.“ Aðstoðarmaður hans, Heimir Hallgrímsson, bætti við lykilatriðinu. „Við verðum að minnsta kosti að gera jafnvel og Slóvenar gera gegn Sviss."
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira