Skattheimta og skipulagsvald til verktaka Ögmundur Jónasson skrifar 9. október 2013 06:00 Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er skorið niður um 750 milljónir til almennra framkvæmda í samgöngum. Jafnframt segir ríkisstjórnin að hún vilji ríkari þátttöku einkaaðila í samgönguverkefnum. Hvað þýðir þetta? Innanríkisráðherra segir á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag að viljinn standi til „að koma af stað aðgerðum og framkvæmdum sem eru ekki aðeins drifnar áfram af hinu opinbera“. Jafnframt segir ráðherra að forsenda einkaframkvæmdar sé að notendur eigi um aðra valkosti að velja en hinn einkarekna. Ég leyfi mér í þessu samhengi að nefna nokkra þætti til umhugsunar. Í fyrsta lagi þýðir þetta á mannamáli að færa á tilkostnað uppbyggingar samgöngukerfisins í auknum mæli á herðar notenda. Landsmenn koma að sjálfsögðu alltaf til með að borga beint eða óbeint fyrir vegi, hafnir og flugvelli. Spurningin er hvernig. Í öðru lagi er hætt við því að boðað fyrirkomulag komi niður á landsbyggðinni þar sem mestra mannvirkja er þörf en jafnframt eru fæstir til að borga brúsann með notendagjöldum. Í þriðja lagi er óbeint verið að færa skipulagsvald samgöngukerfisins til verktaka. Þeir eiga að verða drifkraftur en á þá leið er það beinlínis orðað. Það mun gerast þannig að einkaaðili býðst til að leggja Svínvetningabraut í Húnaþingi (þvert á vilja íbúa), eða hraðbraut yfir hálendið (þvert á vilja umhverfissinna), svo líkleg dæmi séu nefnd. Þegar þessu yrði andmælt má reikna með því svari að vegfarendum bjóðist aðrir valkostir en að aka um hinn nýja veg í eigu verktakans og greiða honum gjald fyrir. Freistingin fyrir stjórnvöld yrði hin gamalkunna, að koma „einhverjum“ framkvæmdum af stað og þar með skapa atvinnu. Þetta yrði hins vegar engin atvinnusköpun til frambúðar og skulum við ekki gleyma því að nær allar framkvæmdir í samgöngukerfinu eru framkvæmdar á vegum verktaka að afloknum útboðum. Nú stendur hins vegar til að afhenda verktökunum eignarhaldið á mannvirkjunum til skamms eða langs tíma og beinan aðgang að pyngjum okkar. Ég ítreka: Til stendur að skera niður til almennra framkvæmda en færa okkur undir yfirráð nýrra skattheimtumanna. Fyrir landsmenn verður þetta fyrirkomulag dýrara og umhverfinu varasamt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er skorið niður um 750 milljónir til almennra framkvæmda í samgöngum. Jafnframt segir ríkisstjórnin að hún vilji ríkari þátttöku einkaaðila í samgönguverkefnum. Hvað þýðir þetta? Innanríkisráðherra segir á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag að viljinn standi til „að koma af stað aðgerðum og framkvæmdum sem eru ekki aðeins drifnar áfram af hinu opinbera“. Jafnframt segir ráðherra að forsenda einkaframkvæmdar sé að notendur eigi um aðra valkosti að velja en hinn einkarekna. Ég leyfi mér í þessu samhengi að nefna nokkra þætti til umhugsunar. Í fyrsta lagi þýðir þetta á mannamáli að færa á tilkostnað uppbyggingar samgöngukerfisins í auknum mæli á herðar notenda. Landsmenn koma að sjálfsögðu alltaf til með að borga beint eða óbeint fyrir vegi, hafnir og flugvelli. Spurningin er hvernig. Í öðru lagi er hætt við því að boðað fyrirkomulag komi niður á landsbyggðinni þar sem mestra mannvirkja er þörf en jafnframt eru fæstir til að borga brúsann með notendagjöldum. Í þriðja lagi er óbeint verið að færa skipulagsvald samgöngukerfisins til verktaka. Þeir eiga að verða drifkraftur en á þá leið er það beinlínis orðað. Það mun gerast þannig að einkaaðili býðst til að leggja Svínvetningabraut í Húnaþingi (þvert á vilja íbúa), eða hraðbraut yfir hálendið (þvert á vilja umhverfissinna), svo líkleg dæmi séu nefnd. Þegar þessu yrði andmælt má reikna með því svari að vegfarendum bjóðist aðrir valkostir en að aka um hinn nýja veg í eigu verktakans og greiða honum gjald fyrir. Freistingin fyrir stjórnvöld yrði hin gamalkunna, að koma „einhverjum“ framkvæmdum af stað og þar með skapa atvinnu. Þetta yrði hins vegar engin atvinnusköpun til frambúðar og skulum við ekki gleyma því að nær allar framkvæmdir í samgöngukerfinu eru framkvæmdar á vegum verktaka að afloknum útboðum. Nú stendur hins vegar til að afhenda verktökunum eignarhaldið á mannvirkjunum til skamms eða langs tíma og beinan aðgang að pyngjum okkar. Ég ítreka: Til stendur að skera niður til almennra framkvæmda en færa okkur undir yfirráð nýrra skattheimtumanna. Fyrir landsmenn verður þetta fyrirkomulag dýrara og umhverfinu varasamt.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun