Mikilvægt að halla dyrunum aðeins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2013 07:30 Gylfi Þór Sigurðsson fór á kostum í 1-0 sigrinum á Albönum í síðasta leik. Lagerbäck hefur hrósað Gylfa mikið fyrir bæði frammistöðu og viðhorf. Hér gefur hann Hafnfirðingnum góð ráð. „Það er mikill áhugi á liðinu en í stöðu sem þessari er mikilvægt að einbeita sér að réttum hlutum. Liðinu sjálfu,“ segir Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðs Íslands. Okkar menn mæta Kýpur föstudaginn 11. október áður en Norðmenn verða sóttir heim þriðjudaginn 15. október. Mikill áhugi er á landsliðinu í ljósi góðs gengis. Löngu er uppselt á leikinn gegn Kýpur og 800 stuðningsmenn hafa keypt miða í gegnum KSÍ á leikinn í Noregi. Áhuginn er mikill og pressan eftir því. „Það er mikilvægt að halla dyrunum aðeins og láta utanaðkomandi hluti ekki hafa áhrif á okkur í undirbúningnum,“ segir Lagerbäck sem þakkar um leið auðsýndan áhuga. Gaman sé að uppselt sé á völlinn og góður stuðningur skipti miklu máli.Sölvi þarf að spila reglulega Þrjár breytingar voru gerðar á hópnum síðan í leikjunum gegn Sviss og Albaníu í september. Jóhann Laxdal og Sölvi Geir Ottesen misstu sæti sitt auk þess sem markvörðurinn Ögmundur Kristinsson er meiddur. Haraldur Björnsson kemur í hans stað auk þess sem Eggert Gunnþór Jónsson og Guðlaugur Victor Pálsson fengu kallið. Fjarvera Sölva vekur mesta athygli en Lagerbäck segir að miðvörðurinn þurfi að fá reglulegan spiltíma. „Hann hefur ekki spilað reglulega í heilt ár,“ segir Lagerbäck sem hefur hingað til þótt gott að hafa Sölva í hópnum í ljósi leikbanns eða meiðsla kollega hans í miðverðinum. Nú sé hins vegar meiri áhætta en minni að hafa hann í hópnum í lítilli leikæfingu. „Þegar hann byrjar að spila aftur á hann von á því að vera kallaður í hópinn.“Margir á gulu spjaldi Íslenska liðið situr í öðru sæti riðilsins fyrir leikina tvo. Takist íslenska liðinu að halda öðru sætinu fer það í umspilsleiki ásamt sjö öðrum landsliðum um fjögur laus sæti í Brasilíu næsta sumar. Á sama tíma og Ísland mætir Kýpur tekur Slóvenía á móti Noregi. Þjóðirnar eru einu stigi og tveimur á eftir Íslandi. Ljóst er að ekki mun ráðast hvaða þjóð hafnar í öðru sæti riðilsins fyrr en að lokinni lokaumferðinni. Hætt er við því að einhverjir leikmenn Íslands verði í leikbanni í lokaleiknum í Noregi. Þannig eru sjö leikmenn sem hafa verið í stóru hlutverki í undankeppninni einni áminningu frá því að fara í bann. Svíinn segir að gulu spjöldin muni þó ekki hafa áhrif á liðsval sitt fyrir leikinn. Áhyggjuefni sé þó hve mörg spjöld leikmenn liðsins hafi fengið í undankeppninni. 21 gult spjald og eitt rautt. „Ég get ekki kvartað of mikið en við verðum að hafa hausinn rétt stilltan.“Munum ekki vanmeta Kýpur Heimir Hallgrímsson, aðstoðarmaður Lagerbäck, sagði erfitt að rýna í andstæðingana, bæði Kýpur og Noreg. Nýir þjálfarar stýra landsliðunum og ekki ljóst hve miklar og hvers lags breytingar þeir gera á leikmannahópi eða leikskipulagi liðanna. Þó sé ljóst að Kýpur sé með leikna menn með góða sendingagetu. Flestir spili í heimalandinu enda töluverðir fjármunir í knattspyrnunni þar í landi. „Við einbeitum okkur þó fyrst og fremst að okkar liði í dag,“ segir Heimir. Ekki sé rétt að verja of miklum tíma í að greina andstæðinginn þegar leikmannahópurinn liggur ekki einu sinni ljós fyrir. „Svo skiptir þjálfarinn um leikskipulag og þá verður allur okkar undirbúningur bara bull og þvaður.“ Ísland tapaði fyrri leiknum ytra 1-0, sem er eini sigurleikur þeirra kýpversku hingað til. Þeir gerðu hins vegar markalaust jafntefli heima gegn Sviss og héldu stöðunni 0-0 fram í viðbótartíma þegar þeir heimsóttu þá svissnesku. Þeir hafa fengið á sig færri mörk en Ísland og þá má ekki vanmeta. „Við erum brenndir gegn þeim og munum alls ekki vanmeta þá.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
„Það er mikill áhugi á liðinu en í stöðu sem þessari er mikilvægt að einbeita sér að réttum hlutum. Liðinu sjálfu,“ segir Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðs Íslands. Okkar menn mæta Kýpur föstudaginn 11. október áður en Norðmenn verða sóttir heim þriðjudaginn 15. október. Mikill áhugi er á landsliðinu í ljósi góðs gengis. Löngu er uppselt á leikinn gegn Kýpur og 800 stuðningsmenn hafa keypt miða í gegnum KSÍ á leikinn í Noregi. Áhuginn er mikill og pressan eftir því. „Það er mikilvægt að halla dyrunum aðeins og láta utanaðkomandi hluti ekki hafa áhrif á okkur í undirbúningnum,“ segir Lagerbäck sem þakkar um leið auðsýndan áhuga. Gaman sé að uppselt sé á völlinn og góður stuðningur skipti miklu máli.Sölvi þarf að spila reglulega Þrjár breytingar voru gerðar á hópnum síðan í leikjunum gegn Sviss og Albaníu í september. Jóhann Laxdal og Sölvi Geir Ottesen misstu sæti sitt auk þess sem markvörðurinn Ögmundur Kristinsson er meiddur. Haraldur Björnsson kemur í hans stað auk þess sem Eggert Gunnþór Jónsson og Guðlaugur Victor Pálsson fengu kallið. Fjarvera Sölva vekur mesta athygli en Lagerbäck segir að miðvörðurinn þurfi að fá reglulegan spiltíma. „Hann hefur ekki spilað reglulega í heilt ár,“ segir Lagerbäck sem hefur hingað til þótt gott að hafa Sölva í hópnum í ljósi leikbanns eða meiðsla kollega hans í miðverðinum. Nú sé hins vegar meiri áhætta en minni að hafa hann í hópnum í lítilli leikæfingu. „Þegar hann byrjar að spila aftur á hann von á því að vera kallaður í hópinn.“Margir á gulu spjaldi Íslenska liðið situr í öðru sæti riðilsins fyrir leikina tvo. Takist íslenska liðinu að halda öðru sætinu fer það í umspilsleiki ásamt sjö öðrum landsliðum um fjögur laus sæti í Brasilíu næsta sumar. Á sama tíma og Ísland mætir Kýpur tekur Slóvenía á móti Noregi. Þjóðirnar eru einu stigi og tveimur á eftir Íslandi. Ljóst er að ekki mun ráðast hvaða þjóð hafnar í öðru sæti riðilsins fyrr en að lokinni lokaumferðinni. Hætt er við því að einhverjir leikmenn Íslands verði í leikbanni í lokaleiknum í Noregi. Þannig eru sjö leikmenn sem hafa verið í stóru hlutverki í undankeppninni einni áminningu frá því að fara í bann. Svíinn segir að gulu spjöldin muni þó ekki hafa áhrif á liðsval sitt fyrir leikinn. Áhyggjuefni sé þó hve mörg spjöld leikmenn liðsins hafi fengið í undankeppninni. 21 gult spjald og eitt rautt. „Ég get ekki kvartað of mikið en við verðum að hafa hausinn rétt stilltan.“Munum ekki vanmeta Kýpur Heimir Hallgrímsson, aðstoðarmaður Lagerbäck, sagði erfitt að rýna í andstæðingana, bæði Kýpur og Noreg. Nýir þjálfarar stýra landsliðunum og ekki ljóst hve miklar og hvers lags breytingar þeir gera á leikmannahópi eða leikskipulagi liðanna. Þó sé ljóst að Kýpur sé með leikna menn með góða sendingagetu. Flestir spili í heimalandinu enda töluverðir fjármunir í knattspyrnunni þar í landi. „Við einbeitum okkur þó fyrst og fremst að okkar liði í dag,“ segir Heimir. Ekki sé rétt að verja of miklum tíma í að greina andstæðinginn þegar leikmannahópurinn liggur ekki einu sinni ljós fyrir. „Svo skiptir þjálfarinn um leikskipulag og þá verður allur okkar undirbúningur bara bull og þvaður.“ Ísland tapaði fyrri leiknum ytra 1-0, sem er eini sigurleikur þeirra kýpversku hingað til. Þeir gerðu hins vegar markalaust jafntefli heima gegn Sviss og héldu stöðunni 0-0 fram í viðbótartíma þegar þeir heimsóttu þá svissnesku. Þeir hafa fengið á sig færri mörk en Ísland og þá má ekki vanmeta. „Við erum brenndir gegn þeim og munum alls ekki vanmeta þá.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira