Hanna þverslaufur í anda Kentucky-manna Sara McMahon skrifar 3. október 2013 07:00 Heiðdís Inga Hilmarsdóttir og Svandís Gunnarsdóttir hönnuðu bleika þverslaufu handa karlmönnum. Slaufurnar eru seldar til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. „Heiðdís kom með hugmyndina um að hanna bleika slaufu handa karlmönnum í sumar. Við vorum með ákveðna slaufu í huga, fyrirmyndin kallast „Kentucky bow tie“, og svo útfærðum við slaufuna í sameiningu,“ segir Svandís Gunnarsdóttir. Hún og vinkona hennar, Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, hönnuðu bleika þverslaufu til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Heiðdís Inga hefur áður lagt Krabbameinsfélaginu lið því hún hannaði herðatréð Herra Tré, til styrktar átakinu Mottumars sem fram fór fyrr á árinu. Herðatréð hannaði hún í minningu afa síns, Þóris Þórðarsonar, er lést fyrir ári síðan eftir erfið veikindi. „Hún seldi herðatré fyrir hálfa milljón og hana langaði að halda áfram að leggja málefninu lið. Það er gott að geta lagt sitt af mörkum því það eru margir sem hafa glímt við krabbamein,“ segir Svandís. Þverslaufurnar eru handsaumaðar af vinkonunum og bera nafnið Bóthildur. „Nafnið var mikill hausverkur. Við vildum fá sterkt, íslenskt kvenmannsnafn á slaufurnar og duttum niður á nafnið Bóthildur. Nafnið merkir „sú sem baráttuna bætir“ og var eitthvað svo ótrúlega viðeigandi.“ Svandís og Heiðdís hafa þekkst frá því þær voru börn að aldri og stunda báðar nám við Tækniskólann. „Ég er í fatahönnun og hún stundar nám á almennri hönnunarbraut. Við erum búnar að vera bestu vinkonur alla okkar skólagöngu, ef menntaskólaárin eru frátalin. Ég fór í Versló og hún í MH og vinskapurinn stóðst þá raun,“ segir Svandís og hlær.Jón Jónsson, söngvari og fótboltamaður, með slaufuna.Þverslaufurnar fást í verslununum Hrími og Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar á Laugavegi og að auki á vefsíðunni Krabb.is. Slaufan kostar 3.000 krónur og rennur ágóði sölunnar til Krabbameinsfélagsins.Söngkonan Lára Rúnarsdóttir með slaufuna um hálsinn. Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
„Heiðdís kom með hugmyndina um að hanna bleika slaufu handa karlmönnum í sumar. Við vorum með ákveðna slaufu í huga, fyrirmyndin kallast „Kentucky bow tie“, og svo útfærðum við slaufuna í sameiningu,“ segir Svandís Gunnarsdóttir. Hún og vinkona hennar, Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, hönnuðu bleika þverslaufu til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Heiðdís Inga hefur áður lagt Krabbameinsfélaginu lið því hún hannaði herðatréð Herra Tré, til styrktar átakinu Mottumars sem fram fór fyrr á árinu. Herðatréð hannaði hún í minningu afa síns, Þóris Þórðarsonar, er lést fyrir ári síðan eftir erfið veikindi. „Hún seldi herðatré fyrir hálfa milljón og hana langaði að halda áfram að leggja málefninu lið. Það er gott að geta lagt sitt af mörkum því það eru margir sem hafa glímt við krabbamein,“ segir Svandís. Þverslaufurnar eru handsaumaðar af vinkonunum og bera nafnið Bóthildur. „Nafnið var mikill hausverkur. Við vildum fá sterkt, íslenskt kvenmannsnafn á slaufurnar og duttum niður á nafnið Bóthildur. Nafnið merkir „sú sem baráttuna bætir“ og var eitthvað svo ótrúlega viðeigandi.“ Svandís og Heiðdís hafa þekkst frá því þær voru börn að aldri og stunda báðar nám við Tækniskólann. „Ég er í fatahönnun og hún stundar nám á almennri hönnunarbraut. Við erum búnar að vera bestu vinkonur alla okkar skólagöngu, ef menntaskólaárin eru frátalin. Ég fór í Versló og hún í MH og vinskapurinn stóðst þá raun,“ segir Svandís og hlær.Jón Jónsson, söngvari og fótboltamaður, með slaufuna.Þverslaufurnar fást í verslununum Hrími og Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar á Laugavegi og að auki á vefsíðunni Krabb.is. Slaufan kostar 3.000 krónur og rennur ágóði sölunnar til Krabbameinsfélagsins.Söngkonan Lára Rúnarsdóttir með slaufuna um hálsinn.
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira