Látið Sýrland vera Gylfi Páll Hersir skrifar 26. september 2013 06:00 Ríkisstjórnir nokkurra heimsvaldalanda undir forystu Bandaríkjanna (og Obama, hins sama og lofaði að loka Guantanamo-búðunum og fyrirskipar sprengjuárásir dróma á almenna borgara) reyna nú að smala eða þvinga fylgiríki sín til hernaðarárása á Sýrland. Árás sem er andstæð hagsmunum alþýðu manna í Sýrlandi og á svæðinu öllu því hún breikkar vígvöllinn og spillir tækifærum heimafólks til þess að taka sjálft á málum, sem það að endingu verður að gera ef blóðbaðinu á að ljúka. Krafan hlýtur að vera að þetta lið haldi sig burtu, láti Sýrland vera. Bandaríkjastjórn fullyrðir að her Assads hafi staðið að efnavopnaárás í úthverfum Damaskus. Hún notar árásina sem yfirskin fyrir að láta flugskeytum rigna yfir Sýrland. Margir mundu falla. Assad er ábyrgur fyrir dauða tugþúsunda Sýrlendinga í borgarastríðinu og fyrir þann tíma; hann er ef til vill ekki ólíklegur til þess að beita efnavopnum. En ráðastéttin í Bandaríkjunum syrgir ekki þau hundruð borgara sem féllu, hvorki þá né í ágúst síðastliðnum, heldur notfærir sér þá. Það er við hæfi að minnast þess, að í tilraun til þess að réttlæta stríðsundirbúning ríkisstjórna Bandaríkjanna og Bretlands á hendur Írak fyrir um tuttugu árum var því gjarnan haldið fram að í landinu væri mikið magn eiturvopna. Þess var sjaldnar getið að bresk stjórnvöld, undir foyrstu Winstons Churchill, voru fyrst til þess að beita efnavopnum gegn íbúum landsins. Það var árið 1920. Einn yfirmanna breska flughersins hafði lagt til við Churchill, þáverandi stríðsmálaráðherra að nota efnavopn „gegn þrjóskum aröbum í tilraunaskyni“. Churchill fannst þetta snjöll hugmynd. „Mér er óskiljanleg þessi viðkvæmni gagnvart notkun efnavopna,“ sagði Churchill. „Ég er afar hlynntur því að nota eitraðar lofttegundir gegn vanþróuðum ættbálkum (uncivilized tribes). Það er ekki nauðsynlegt að beita einungis banvænstu lofttegundunum: lofttegundir má nota til þess að valda miklum óþægindum, þær geta valdið mikilli skelfingu en engu að síður hafa þær engin alvarleg eða varanleg áhrif hjá flestum þeim sem fyrir þeim verða.“ Margar hindranir Í dag þykir ekki tilhlýðilegt að taka svona til orða en merkingin hefur haldið sér. Oft hafa heimsvaldaríkin ráðist á Mið-Austurlönd og Norður-Afríku í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að alþýða manna í þessum löndum geti haft afgerandi áhrif á framtíð sína, til þess að raka til sín olíugróða og ná undir sig áhrifasvæði sér og sínum til hagsbóta. Alþýðufólk í Sýrlandi þarf að kljást við margar hindranir á leið til aukins sjálfstæðis og frelsis, allt frá morðóðri stjórn Assads til andfélagssinnaðra íslamskra hópa, sem sumir tengjast al-Qaeda. Hernaðaríhlutun er það síðasta sem það þarf á að halda á vegferð sinni til að stöðva blóðbaðið og losa sig við ríkisstjórn Assads. Mótmæli Baracks Obama Bandaríkjaforseta og annarra talsmanna heimsvaldaríkjanna vegna drápa á saklausu fólki með efnavopnum eru sett fram til að efla eigin hagsmuni. Þau eru í mótsögn við handahófskennd dráp þeirra á verkafólki og bændum um allan heim, allt frá eldsprengjum á íbúðahverfi verkafólks í Þýskalandi og Japan í síðari heimsstyrjöldinni og kjarnorkusprengjum á Hirosima og Nagasaki í Japan eftir að uppgjöf Japana lá fyrir, til notkunar napalms í stríðunum gegn alþýðu manna í Kóreu og Víetnam. Allt frá valdaráninu í Síle 11. september fyrir 40 árum, til þess vítis sem Bandaríkjaher hefur skapað og er ætlunin að skapa í löndum araba. Bandaríkjastjórn er með þúsundir tonna af efnavopnum í vörslu sinni, næstmesta magnið í öllum heiminum. Þess er nú krafist að svokallað „alþjóðasamfélag“ grípi inn í gang mála í Sýrlandi. Vandamálið er að það er ekki til fyrirbæri sem kalla má „alþjóðasamfélagið“ heldur mismunandi hagsmunir. Hagsmunir vinnandi fólks í Sýrlandi fara saman við hagsmuni vinnandi fólks á Íslandi, í Bandaríkjunum og almennt, en ekki við hagsmuni ráðastétta þessara landa – þeirra hagsmunir stjórnast af öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnir nokkurra heimsvaldalanda undir forystu Bandaríkjanna (og Obama, hins sama og lofaði að loka Guantanamo-búðunum og fyrirskipar sprengjuárásir dróma á almenna borgara) reyna nú að smala eða þvinga fylgiríki sín til hernaðarárása á Sýrland. Árás sem er andstæð hagsmunum alþýðu manna í Sýrlandi og á svæðinu öllu því hún breikkar vígvöllinn og spillir tækifærum heimafólks til þess að taka sjálft á málum, sem það að endingu verður að gera ef blóðbaðinu á að ljúka. Krafan hlýtur að vera að þetta lið haldi sig burtu, láti Sýrland vera. Bandaríkjastjórn fullyrðir að her Assads hafi staðið að efnavopnaárás í úthverfum Damaskus. Hún notar árásina sem yfirskin fyrir að láta flugskeytum rigna yfir Sýrland. Margir mundu falla. Assad er ábyrgur fyrir dauða tugþúsunda Sýrlendinga í borgarastríðinu og fyrir þann tíma; hann er ef til vill ekki ólíklegur til þess að beita efnavopnum. En ráðastéttin í Bandaríkjunum syrgir ekki þau hundruð borgara sem féllu, hvorki þá né í ágúst síðastliðnum, heldur notfærir sér þá. Það er við hæfi að minnast þess, að í tilraun til þess að réttlæta stríðsundirbúning ríkisstjórna Bandaríkjanna og Bretlands á hendur Írak fyrir um tuttugu árum var því gjarnan haldið fram að í landinu væri mikið magn eiturvopna. Þess var sjaldnar getið að bresk stjórnvöld, undir foyrstu Winstons Churchill, voru fyrst til þess að beita efnavopnum gegn íbúum landsins. Það var árið 1920. Einn yfirmanna breska flughersins hafði lagt til við Churchill, þáverandi stríðsmálaráðherra að nota efnavopn „gegn þrjóskum aröbum í tilraunaskyni“. Churchill fannst þetta snjöll hugmynd. „Mér er óskiljanleg þessi viðkvæmni gagnvart notkun efnavopna,“ sagði Churchill. „Ég er afar hlynntur því að nota eitraðar lofttegundir gegn vanþróuðum ættbálkum (uncivilized tribes). Það er ekki nauðsynlegt að beita einungis banvænstu lofttegundunum: lofttegundir má nota til þess að valda miklum óþægindum, þær geta valdið mikilli skelfingu en engu að síður hafa þær engin alvarleg eða varanleg áhrif hjá flestum þeim sem fyrir þeim verða.“ Margar hindranir Í dag þykir ekki tilhlýðilegt að taka svona til orða en merkingin hefur haldið sér. Oft hafa heimsvaldaríkin ráðist á Mið-Austurlönd og Norður-Afríku í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að alþýða manna í þessum löndum geti haft afgerandi áhrif á framtíð sína, til þess að raka til sín olíugróða og ná undir sig áhrifasvæði sér og sínum til hagsbóta. Alþýðufólk í Sýrlandi þarf að kljást við margar hindranir á leið til aukins sjálfstæðis og frelsis, allt frá morðóðri stjórn Assads til andfélagssinnaðra íslamskra hópa, sem sumir tengjast al-Qaeda. Hernaðaríhlutun er það síðasta sem það þarf á að halda á vegferð sinni til að stöðva blóðbaðið og losa sig við ríkisstjórn Assads. Mótmæli Baracks Obama Bandaríkjaforseta og annarra talsmanna heimsvaldaríkjanna vegna drápa á saklausu fólki með efnavopnum eru sett fram til að efla eigin hagsmuni. Þau eru í mótsögn við handahófskennd dráp þeirra á verkafólki og bændum um allan heim, allt frá eldsprengjum á íbúðahverfi verkafólks í Þýskalandi og Japan í síðari heimsstyrjöldinni og kjarnorkusprengjum á Hirosima og Nagasaki í Japan eftir að uppgjöf Japana lá fyrir, til notkunar napalms í stríðunum gegn alþýðu manna í Kóreu og Víetnam. Allt frá valdaráninu í Síle 11. september fyrir 40 árum, til þess vítis sem Bandaríkjaher hefur skapað og er ætlunin að skapa í löndum araba. Bandaríkjastjórn er með þúsundir tonna af efnavopnum í vörslu sinni, næstmesta magnið í öllum heiminum. Þess er nú krafist að svokallað „alþjóðasamfélag“ grípi inn í gang mála í Sýrlandi. Vandamálið er að það er ekki til fyrirbæri sem kalla má „alþjóðasamfélagið“ heldur mismunandi hagsmunir. Hagsmunir vinnandi fólks í Sýrlandi fara saman við hagsmuni vinnandi fólks á Íslandi, í Bandaríkjunum og almennt, en ekki við hagsmuni ráðastétta þessara landa – þeirra hagsmunir stjórnast af öðru.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun