Límmiðar til að skreyta veggi Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. september 2013 10:00 Systurnar Lilja Björk, Kristín og Sigrún Þuríður reka saman fyrirtækið Vegg. MYND/RUNÓLFUR BIRGIR LEIFSSON „Við vorum búnar að tala um það í svolítinn tíma að gera eitthvað saman systurnar. Við ræddum til dæmis um að stofna fyrirtæki þar sem við gætum sameinað krafta okkar. Svo einn daginn kom upp hugmyndin um að framleiða vegglímmiða og þá var ekki aftur snúið,“ segir Lilja Björk Runólfsdóttir, sem stofnaði fyrirtækið Vegg ásamt systrum sínum, þeim Kristínu og Sigrúnu Þuríði.Afsakið hléVegg framleiðir vegglímmiða og er með tvær vörulínur er nefnast Farsælda frón og Kvak. „Í Farsælda frón er lögð áhersla á sögu, menningu og náttúru Íslands. Dæmi um vörur sem hægt er að fá úr þeirri línu eru norðurljós og ljóð eftir Einar Benediktsson. Hin línan, Kvak, er unnin af myndlistarkonunni Guðrúnu Sigurðardóttur, sem er jafnframt móðir okkar,“ segir Lilja Björk.Ljóð eftir Einar Benediktsson.Vegglímmiðar hafa notið mikilla vinsælda undanfarið, bæði hér á landi og úti í heimi. „Vegglímmiðar henta sérstaklega vel í leiguíbúðum þar sem ekki má negla í veggi og svo detta þeir ekki af veggjum eins og getur komið fyrir málverk. Þetta er í raun eins og búið sé að mála verkið á vegginn,“ bætir Lilja Björk við.Léttfótur, verk eftir Guðrúnu Sigurðardóttur, myndlistarkonu.Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu fyrirtækisins, vegg.is. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Við vorum búnar að tala um það í svolítinn tíma að gera eitthvað saman systurnar. Við ræddum til dæmis um að stofna fyrirtæki þar sem við gætum sameinað krafta okkar. Svo einn daginn kom upp hugmyndin um að framleiða vegglímmiða og þá var ekki aftur snúið,“ segir Lilja Björk Runólfsdóttir, sem stofnaði fyrirtækið Vegg ásamt systrum sínum, þeim Kristínu og Sigrúnu Þuríði.Afsakið hléVegg framleiðir vegglímmiða og er með tvær vörulínur er nefnast Farsælda frón og Kvak. „Í Farsælda frón er lögð áhersla á sögu, menningu og náttúru Íslands. Dæmi um vörur sem hægt er að fá úr þeirri línu eru norðurljós og ljóð eftir Einar Benediktsson. Hin línan, Kvak, er unnin af myndlistarkonunni Guðrúnu Sigurðardóttur, sem er jafnframt móðir okkar,“ segir Lilja Björk.Ljóð eftir Einar Benediktsson.Vegglímmiðar hafa notið mikilla vinsælda undanfarið, bæði hér á landi og úti í heimi. „Vegglímmiðar henta sérstaklega vel í leiguíbúðum þar sem ekki má negla í veggi og svo detta þeir ekki af veggjum eins og getur komið fyrir málverk. Þetta er í raun eins og búið sé að mála verkið á vegginn,“ bætir Lilja Björk við.Léttfótur, verk eftir Guðrúnu Sigurðardóttur, myndlistarkonu.Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu fyrirtækisins, vegg.is.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira