Boðið verður upp á kvikmyndafræðslu fyrir börn og unglinga í grunnskólum Reykjavíkur í haust. Sýningarnar verða í Bíói Paradís.
Meðal kvikmynda sem verða sýndar er franska teiknimyndin Ernest og Celestína sem byggir á samnefndum teiknibókum eftir Gabrielle Vincent, heimildarmynd um rússnesku pönksveitina Pussy Riot og verðlaunamyndin Lífið er dásamlegt (La Vita e Bella) eftir Roberto Benigni.