Handbolti

Mikil pressa á Ólafi í vetur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Stefánsson er að hefja þjálfaraferil sinn.
Ólafur Stefánsson er að hefja þjálfaraferil sinn. Mynd/Daníel
Spá formanna, þjálfara og fyrirliða fyrir átökin í Olís-deild karla og kvenna var í gær kynnt og er lærisveinum Ólafs Stefánsson í Val spáð Íslandsmeistaratitlinum í handknattleik árið 2014. Liðið barðist ötullega um sæti sitt í efstu deild á síðasta tímabili en nú er landslagið annað og Valsmönnum spáð titlinum.

„Ég hef lítið hugsað út í þessa spá en það er fínt fyrir okkur að finna fyrir smá pressu,“ segir Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals.

„Strákarnir eiga skilið að vita hversu góðir þeir eru, það er mín heimspeki að þegar þú veist hversu góður þú ert og getur orðið áttu eftir að ná mestum árangri.“

Stjörnunni er spáð titlinum í kvennaflokki. „Þetta hefur legið í loftinu en við erum með rosalega gott lið og því ekki skrítið að okkur sé spáð góðu gengi,“ sagði Hanna Guðrún Stefánsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×