Ný lína undir áhrifum frá Audrey Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 12. september 2013 09:30 Jóhanna María Oppong hannar undir merkinu Troja. MYND/GVA Ég fór á fullt með hugmyndina fyrir einu og hálfu ári eftir að hafa tekið þátt í viðskiptaáætlunarsamkeppni Opna Háskólans, FKA og Íslandsbanka. Ég frumsýndi línuna svo í júlí á hátíðinni Eldur í Húnaþingi á Hvammstanga, mínum heimaslóðum,“ segir Jóhanna María Oppong kjólaklæðskeri en hún hannar kvenfatnað undir merkinu Troja. Jóhanna segir fyrstu fatalínuna vera undir áhrifum frá sjötta áratugnum og anda Audrey Hepburn svífa yfir vötnum. Þá vinni hún undir hugmyndafræði „slow fashion“. „Sú hugmyndafræði stýrir því svolítið hvernig fötin eru, að hægt sé að fá sem mest út úr hverri flík og hægt sé að breyta um útlit án mikillar fyrirhafnar,“ segir Jóhanna. „Ég byggi á svörtum grunnkjól sem hægt er að nota mismunandi toppa við. Toppinn má svo vera í yfir bol við pils eða buxur. Topparnir eru í nokkrum litum og sumir með áfastri slæðu í hálsmálið sem má þá binda á mismunandi vegu. Svo er hægt að fá suma toppana með slóða sem hægt er að taka af ef vill en þá áttu í raun kápu og topp í einni og sömu flíkinni. Ég vil líka vinna línuna á eins umhverfisvænan hátt og ég get og vel til dæmis slitsterk efni sem halda vel lit.“ Jóhanna er einnig viðskiptafræðingur að mennt og starfar í banka þegar hún situr ekki við saumavélina. Það segir hún einnig hafa áhrif á hönnunina. Hún hanni fyrir konur í viðskiptaheiminum. „Ég geng út frá því að ef ég get sjálf hugsað mér að nota flíkina í vinnunni þá eigi hún heima í línunni.“ En hvernig finnur hún lausa stund til að sinna saumum? „Ég á tvær litlar stelpur og mann svo það er auðvitað nóg að gera. Ég sit ekkert og horfi á sjónvarpið á kvöldin,“ segir hún hlæjandi. „En þegar maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá hefur maður alltaf tíma.“ Jóhanna heldur úti vefversluninni www.troja.is og einnig má fylgjast með Troja á Facebook. Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Ég fór á fullt með hugmyndina fyrir einu og hálfu ári eftir að hafa tekið þátt í viðskiptaáætlunarsamkeppni Opna Háskólans, FKA og Íslandsbanka. Ég frumsýndi línuna svo í júlí á hátíðinni Eldur í Húnaþingi á Hvammstanga, mínum heimaslóðum,“ segir Jóhanna María Oppong kjólaklæðskeri en hún hannar kvenfatnað undir merkinu Troja. Jóhanna segir fyrstu fatalínuna vera undir áhrifum frá sjötta áratugnum og anda Audrey Hepburn svífa yfir vötnum. Þá vinni hún undir hugmyndafræði „slow fashion“. „Sú hugmyndafræði stýrir því svolítið hvernig fötin eru, að hægt sé að fá sem mest út úr hverri flík og hægt sé að breyta um útlit án mikillar fyrirhafnar,“ segir Jóhanna. „Ég byggi á svörtum grunnkjól sem hægt er að nota mismunandi toppa við. Toppinn má svo vera í yfir bol við pils eða buxur. Topparnir eru í nokkrum litum og sumir með áfastri slæðu í hálsmálið sem má þá binda á mismunandi vegu. Svo er hægt að fá suma toppana með slóða sem hægt er að taka af ef vill en þá áttu í raun kápu og topp í einni og sömu flíkinni. Ég vil líka vinna línuna á eins umhverfisvænan hátt og ég get og vel til dæmis slitsterk efni sem halda vel lit.“ Jóhanna er einnig viðskiptafræðingur að mennt og starfar í banka þegar hún situr ekki við saumavélina. Það segir hún einnig hafa áhrif á hönnunina. Hún hanni fyrir konur í viðskiptaheiminum. „Ég geng út frá því að ef ég get sjálf hugsað mér að nota flíkina í vinnunni þá eigi hún heima í línunni.“ En hvernig finnur hún lausa stund til að sinna saumum? „Ég á tvær litlar stelpur og mann svo það er auðvitað nóg að gera. Ég sit ekkert og horfi á sjónvarpið á kvöldin,“ segir hún hlæjandi. „En þegar maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá hefur maður alltaf tíma.“ Jóhanna heldur úti vefversluninni www.troja.is og einnig má fylgjast með Troja á Facebook.
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira